Vikan - 01.09.1960, Blaðsíða 3
meiri árstekjur en forseti fslands, öll ríkis-
stjórnin og allir alþingismennirnir saman-
lagt, og meiri tekjur af einni grammófón-
plötu, þegar vel gengur, en nemur Nóbels-
verðlaununum. Og svo kalla menn þetta
plágu, og hafa jafnvei við orð að stofna
landssamband gegn Gaulverjum ...
HVAÐ ÞÝÐIR ORÐIÐ „SKVÍSA“?
Kæra Vika.
Getur þú sagt okkur hvað orðið „SKVfSA“
þýðir, og hvernig það er upprunnið? Okkur
er sagt að það sé afbökun á amerísku orði, sem
sé bæði ljótt og gróft, en þó láta stúlkur hérna
kalla sig þvi mótmælalaust, jafnvel í blöðun-
um. Getur þú sagt okkur þetta?
Vinsamlegast.
Alla og Dedda.
Það mun rétt vera, að orðið, sem „skvísan"
er dregið af, hafi ekki sem fallegasta merk-
ingu í munni amerískra. Það mun dregið af
orðinu „squaw“, sem er runnið úr máli
Indíána, og hefur þar merkinguna „kona“,
en í munni bandarískra landnema merkti það
Indíánakonu, sem hvítir tóku frillutaki, eins
og komist er að orði í fornsögum, og síðan
hefur það, einkum í munni bandarískra her-
manna erlendis, verið fyrirlitningarheiti á
„innfæddum“ kvenmönnum, sem þeir hafa
bundið við skynditrúss, þar sem þeir hafa
dvalist. „Squaws“ eru sem sagt stúlkur, sem
standa þeim skör lægra vegna þjóðernis síns,
og sem þeir hafa ekki neinar skyldur við,
en mega leika eins og þeir vilja. Sómaheiti
getur það því varla kallast, eða til stolts í
máli okkar.
TIL HVERS ERU SJOPPURNAR?
Kæri póstur.
Hvernig stendur á þvi, að ýmisskonar fýlu-
pokar eru alltaf að'rifast og skammast út af
því að unga fólkið eyði tímanum á sjoppunum?
Eru sjoppurnar ekki einmitt til þess að unga
fólkið sitji þar og eyði þar peningum sinum,
og er það ekki fullorðna fólkið, sem hefur byggt
þær og rekur þær í þeim tilgangi? Eða eru þær
til annars? Ef þær eru aftur á mþti taldar
hættulegar fyrir unga fólkið, hvers vegna lokar
fullorðna fólkið þeim þá ekki? Eða er kannski
til þess ætlast að unga fólkið hafi vit fyrir því
eldra? Vill fullorðna fólkið ekki einmitt hafa
okkur að féþúfu, og yfir hverju er það þá að
skammast? Eða kannski að þeir ,sem eru að
skamma okkur, eigi ekki sjoppur sjálfir, og sjái
ofsjónum yfir að aðrir skuli geta grætt á okk-
ur, en ekki þeir?
Með beztu kveðjum.
Ungur sjóari.
Svo mörg eru þau orð. Jú, það eru víst þeir
eldri menuirnir, sem eiga sjoppurnar og
reyna að græða á yngra fólkinu, og setur því
illa á þeim að vera að atyrða unga fólkið
fyrir sjoppudvöl. En — ef unga fólkið sér
fram á að eldra fólkið vill hafa það fyrir
féþúfu, fyndist mér mannslegra af því að
spyrna við fótum og hafa ráð fyrir sér.
Óneitanlega hefur unga fólkið sína afsökun
gagnvart því eldra, en hinsvegar er spurn-
ing hvort sú afsökun dugi því til algerrar
sýknu. Annars er bréf unga sjómannsins
mjög athyglisvert og tilefni alvarlegra eftir-
þanka.
KÓNGAR OG DROTTNINGAR Á
HVERRI ÞÚFU.
Kæri póstur.
Það er eins og mig minni, að við séum stund-
um að stæra okkur af því að við séum mikil
lýðræðisþjóð. Þó munu ekki fyrirfinnast fleiri
kóngar og drottningar í nokkru riki í víðri ver-
öld en hérna, og það eins þótt ekki sé tekið
tillit til fólksfjölda —: sunddrottningar og sund-
kóngar, taflkóngar, glímukóngar, fegurðar-
drottningar og hver veit hvað. í mínu ungdæmi,
þegar maður varð að sætta sig við Danakóng,
hafði þetta heiti niðrandi merkingu yfirleitt, —
þá var talað um fjallkónga í glensi og gamni,
og horkónga i fyrirlitningartón, og hégómlegar
og tilhaldssamar piur kallaðar „stássdrottning-
ar“ og voru ekki taldar gæfuleg konuefni. Nú
er þetta breytt, að þvi er bezt verður séð —
nema öll þessi kónga- og drottningaruppnefni
séu gefin i háði, og satt að segja hef ég lúmskan
grun um að svo sé ...
Með beztu kveðjum.
Gosi.
Bréfið er lengra. Ég er Gosa ekki alveg sam-
mála um það, að þessir titlar séu veittir í
háði, heldur er þetta kónga- og drottninga-
stand okkar eins konar drægrastytting og
gaman, og ætti ekki að vera neinum ofgott —
sízt þeim, sem titilinn hljóta ...
Nýtt umboð Við höfum tekiS
við aðalumboði fyrir hin þekktu
ELECTROLUX heimilistæki og mun-
um kappkosta að hafa þau á lager
eftir því sem unnt er, ennfremur
varahluti í ELECROLUX heimilis-
tæki. —
Kiitun?
Laugavegi 176.
Sími 36200