Vikan - 01.09.1960, Blaðsíða 31
Adolf Hitler
Framh. af bls. 27.
KAMPAVÍN OG ERFÐASKRÁ.
Eftir stutta kampavínsveizlu (I), sem í tóku
þátt fjölskyldur Hitlers og Göbbels ásamt einka-
riturunum frú Christian og frú Junge og
hinum trygga Bormann (seinna bættust i hóp-
inn sex persónur), tók Hitler frú Junge afsiðis
og las upp erfðaskrá sína.
Erfðaskráin hefst á venjulegri rollu um frið-
arást og sakleysi og auk þess um Gyðingaof-
sóknirnar. Síðan tekur við gagnrýni á herinn,
sem brást flokknum, brottrekstur Görings úr
flokknum og tilnefning Dönitz sem arftaka
Hitlers.
Þetta var hin stjórnmálalega erfðaskrá. Síð-
an kom persónuleg erfðaskrá hans, þar sem
sagt var frá giftingu hans, skipt var eignum
hans og lýst var yfir, að dauðinn væri i vænd-
um. „Eignir mínar, ef þær eru einhverjar, eru
eigur flokksins,“ stendur þar meðal annars.
Erfðaskránni lýkur á þessa leið: „Við kona mín
höfum ákveðið að deyja til þess að komast lijá
svívirðu ósigurs eða uppgjafar. Það er ósk okk-
ar, að líkamar okkar verði brenndir á þeim
stað, sem ég hef unnið hin daglegu störf mín
í tólf ára þjónustu í þágu þjóðarinnar.“
Afritin þrjú eru undirrituð af Hitler i viður-
vist Göbbels, Bornianns, Krebs og Burgdorfs
ásamt nokkrum öðrum.
Þetta gerðist 28. apríl.
180 LÍTRAR AF BENZÍNI ...
Klukkan tiu að kvöldi hins 29. 'apríl, komu
herforingjarnir saman til ráðagerða í siðasta
sinn. Þarna voru saman komnir Hitler,
Göbbels, Bormann, hershöfðingjarnir Ivrebs og
Burgdorf ásamt aðstoðarforingjum sínum og
Weidling hershöfðingja, æðstráðanda i Berlín.
Weidling hafði orðið: í siðasta lagi 1. maí ætl-
uðu Rússar að ráðast á ráðhúsið og neðanjarð-
arstöðvarnar. Enn var unnt að komast undan.
Hitler greip fram í fyrir honum og kvað und-
anhald ekki gerlegt, — og með því lauk víð-
ræðunum.
Dauði Mússólínis og ástmeyjar hans, Clöru
Petacci, hafði snert Hitler injög. — Örlög þeirra
Evu áttu ekki að verða slik sem örlög Mússólinis
og Clöru, — það átti að brenna lík þeirra „upp
til agna“. Um nóttina kvaddi Hitler þær tutt-
ugu persónur, sem enn voru eftir í bækistöðv-
unum.
Um morguninn 30. apríl sendi SS-foringi Hitl-
ers, Gúnsche, skipun til Kempka liðsforingja
um að útvega tvö hundruð litra af benzini.
Kempka svaraði, að það væri ógerlegt, en þó
tókst honum að ná í hundrað og áttatiu lítra,
sem settir voru við dyrnar að bækistöðvunum
í stórum brúsum. Nú var öllum varðsveitum
skipað á brott.
Eftir hádegisverð birtist Hitler ásamt Evu
Braun og kvaddi þá, sem enn voru eftir: Bor-
mann, Göbbels, Burgdorf, Krebs og sjö aðra
ásamt einkariturunum og matsveinunum. Að
svo búnu héldu þau Eva aftur til herbergis
síns.
Eitt skot heyrðist. Eftir hálfrar mínútu bið
gengu menn inn í herbergið og fundu Hitler
liggjandi á legubekk, allan blóði drifinn. Hann
hafði skotið upp i munninn á sér. Við hlið hans
lá Eva Braun með skammbyssu við hlið sér.
Hún hafði ekki skotið sig, heldur tekið inn
eitur. Klukkan var hálfþrjú.
Axmann, foringi æskulýðsfylkingar Hitlers,
bar að í þessum svifum. Hann rannsakaði lik-
in og talaði siðan við Göbbels. Kempka og
Gúnsche birtust í þessu og voru vottar að greftr-
uninni. Nú kom Linge á vettvang, og SS-maður
vafði klæði um lík Hitlers. Síðan var líkið borið
út i trjágarðinn. Loks kom Bormann og hélt á
líki Evu Braun. Kempka lagði hana við hlið
Hitlers i garðinum.
Gúnsch dýfði dulu i benzín og kveikti í og
kastaði síðan á líkin (sem voru löðrandi i
benzíni). Bálið umvafði líkin. Vitni að þessu
voru Bormann, Göbbels, Burgdorf, Linge,
Kempka, Gúnsche og þrir SS-foringjar.
Þessi vitni horfðu nú á likin i ljósum log-
um og SS-foringjana, sem stökktu benzíni á
köstinn öðru hverju. Linge segir, að líkin hafi
næstum brunnið „upp til agna“, -— en það er
ótrúlegt. Beinin hljóta að hafa orðið eftir. Ann-
aðhvort hefur einhver grafið þau um nóttina
eða tekið þau með sér til minja. Líka hafa þau
getað horfið, þegar Rússar réðust á bækistöðv-
arnar. — Menn vita sem sagt ekki, hvað orðið
hefur af hinztu leifum Hitlers og Evu Braun.
Rússar fundu hins vegar lík sex barna
Göbbels og einnig lik Göbbelshjónanna, sem
höfðu skotið sig i trjágarðinum. Fjórir brúsar
af benzíni höfðu ekki farið verr með líkin en
svo, að þau mátti gerla þekkja. Erfðaskrá
Göbbels fannst einnig, þar sem hann taldi sig
kjósa að deyja við hlið Hitlers fremur en gera
sig að athlægi í þessum heimi.
Dauði Hitlers og Göbbels var eina hugsan-
lega undankoman eftir hinn blóðuga llfsferil
þeirra. Þeir urðu að deyja, til þess að nazisminn
héldi lífi. Og þvi miður lifir enn í gömlum
glæðum, — jafnvel þótt menn hafi orSið vitni
að ógnarbáli nazismans ...
Ætlar að vanda valið
Framh. af bls. 18.
— Já, ég er nú frekar á þvi. Þó veit maður
aldrei, hvað manni getur dottið i hug.
— Ef til vill dettur þér allt i einu í hug að
festa þér konu?
—: Ég kann ágætlega við tilveruna eins og
hún er nú. Annars hefði ég ekkert á móti þvi
að stofna heimili, — ég hef alltaf verið mjög
heimakær. En það er eins gott að yanda yalið
á mótpartinum, ef það á ekki að breytast.
W.
31
NYTT..
ER
SKÝRIR HÁRALIT YÐAR
HÁRSKÝRIR . . . SHAMPOO . . . LAGNINGARVÖKVI.
FOCUS gerir háralit ydar skýran og fagran og endist vikum
saman, og hár ydar mun vekja addáun allra, sem á líta. FOCUS
er einnig shampoo.
• -•*•**%
HAFIÐ ÞÉR ALDREI NOTAÐ LIT? L
ér getid óhræddar notad FOCUS. 4,-y ->
Hann er audveldur í notkun og med W*'
fullkomlega edlileg litaráhrif, sem . r .
skýra og fegra ydar eigin háralit. : " '
skýra og
6 UNDUR-FAGRIR OG
EÐLILEGIR HÁRALITIR— T*
Veljid þann, sem hæfir háralit
ydar.
HEILDVERZLUNIN
HEKLA H.F. -----------
Hverfisgötu 103—Sími 11275. L
■ ............. -V ................... ^
VIKAN