Fréttablaðið - 30.11.2009, Page 1

Fréttablaðið - 30.11.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR 30. nóvember 2009 — 283. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG SÓLEY TÓMASDÓTTIR Líður vel með íslensku ullina nálægt sér • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 PIPARKÖKUHÚS eru hið mesta stofustáss. Mis- mikil vinna liggur að baki húsunum. Þau er hægt að gera frá grunni en einnig má kaupa tilbúnar einingar sem límdar eru saman og skreyttar. „Þetta er hið vandræðalegasta allt saman því það er búið að taka af mér mynd og ég verð víst að halda mig við að tala um það sem hún eraf,“ byrjar Sóley samt liði Eftir þennan formála snýr Sóley sér að veraldlegum gæðum eins og til stóð – sem eru þó ekki baraldleg þ í hún telur algerlega nauðsynlegt áhverju heimili Úti í horni með værðar-voð, tölvuna og köttinnUm leið og Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi hafði samþykkt viðtal um uppáhaldið á heimilinu var ljós- myndarinn mættur. Hún stillti sér upp en fékk svo bakþanka eins og eftirfarandi símtal ber með sér. „Hefði ekki verið búið að koma upp meðalstærð á stúdíói í þessari litlu íbúð hefði kötturinn eflaust viljað vera hjá mér og hjúfra sig upp að mér,“ segir Sóley hlæjandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 KópavogurSími 587 2202 Fax 587 2203hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæðurloftræstistokkar og tengistykki Hágæða Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh il d a r 1 4 6 0 .2 4 Söluaðilar.: Járn og gler hf - Garðheimar - Húsasmiðjan - Búsáhöld Kringlunni - Pottar og Prik Akureyri. www weber i Frábært úrval af gjafavörum frá Weber HÍBÝLI OG VIÐHALD Falleg form úr smiðju Reynis Sýrussonar Sérblað um híbýli og viðhald FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG híbýli og viðhald MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2009 Múrar brotnir Hrund Gunn- steinsdóttir stýrir hinu þverfaglega diplómanámi Prisma. TÍMAMÓT 18 Mjúkur og bragðgóður Hátíðarostur H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 – 2 4 3 3 Stíf norðaustanátt Í dag verður norðaustan 8-15 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Horfur eru á snjókomu norðan til en suðaust- anlands má búast við slyddu og suðvestan til léttir til. VEÐUR 4 0 -3 -5 -2 1 Á eigin fótum Bjarni Hall úr Jeff Who? gerir sólóplötu. FÓLK 30 Til heiðurs dægurlögum Hugleikur Dagsson túlkar íslensk lög með sínu nefi. FÓLK 30 FÉLAGSMÁL Breytingar á fæðing- arorlofi sem ríkisstjórnin hefur samþykkt geta komið verr niður á einstæðum mæðrum en sú skerð- ing sem áður hafði verið fallist á. Félagsmálaráðherra vonast til að vankantar verði sniðnir af í með- förum Alþingis. Áður var áformað að skerða hámarksgreiðslur úr fæðingaror- lofssjóði úr 350 þúsundum króna á mánuði í 300 þúsund krónur. Í frumvarpi félagsmálaráðherra á að halda hámarkinu í 350 þúsund- um, en fresta töku eins mánaðar af orlofinu í þrjú ár. Í dag fá mæður þrjá mánuði, feður þrjá, og þrír til viðbótar deil- ast niður á foreldrana samkvæmt þeirra óskum. Verði áformaðar breytingar að lögum munu foreldr- ar þurfa að fresta einum af sameig- inlegu mánuðunum þar til barnið verður þriggja ára. Breytingarnar taka gildi um áramót. Foreldrar geta deilt þeirri upp- hæð sem þeir fá úr fæðingaror- lofssjóði á fleiri mánuði. Hjón og sambúðarfólk sem vilja taka níu mánaða orlof munu að hámarki geta fengið 311.111 krónur á mánuði eigi báðir foreldrar rétt á hámarks- greiðslu. Einstæðar mæður geta tekið sex mánaða orlof, en fá þá aðeins 291.666 krónur að hámarki á mán- uði, rúmlega átta þúsund krónum minna en þær hefðu fengið hefðu hámarksgreiðslur verið skertar í 300 þúsund krónur á mánuði. „Þetta þykir mér mikill ágalli á þessari lausn, og ég fer ekki í graf- götur með það að ég hefði frekar kosið hina leiðina,“ segir Árni Páll Árnason, félags- og tryggingar- málaráðherra. Árni segir mikilvægt að félags- og tryggingarmálanefnd Alþingis leggist yfir frumvarpið og reyni að sníða af því vankanta. „Það þarf að reyna að láta þetta verða eins þokkalegt og hægt er, en gott verð- ur það aldrei,“ segir Árni Páll. Með breytingunni á að spara 1,2 milljarða króna á ári, sömu upphæð og lækkun hámarksupphæðar í 300 þúsund hefði skilað. Munurinn er sá að frestun orlofsins ýtir kostn- aðinum fram um þrjú ár. „Þetta hefur þann kost að for- eldrar geta tekið fullt fæðingaror- lof,“ segir Árni Páll. Vonandi geti ríkissjóður staðið undir frestaðri orlofstöku eftir þrjú ár. Þessi leið geti líka verið heppilegri til að við- halda jafnvægi í fæðingarorlofs- kerfinu, svo feður hætti einfald- lega ekki að taka orlofið. Árni viðurkennir að ýmsir gall- ar séu á þeirri hugmynd sem nú hefur orðið ofan á, til dæmis muni hún kalla á aukinn kostnað sveit- arfélaga vegna niðurgreiðslna á þjónustu dagforeldra. Ekki hafi verið áætlað hversu mikill sá aukni kostnaður verði. Árni Páll segir að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi í dag og fari væntanlega beint í félags- og tryggingarmálanefnd. - bj Skerðist mest hjá einstæðum Fyrirhugaðar breytingar á fæðingarorlofi koma verr út fyrir einstæðar mæður sem vilja taka sex mánaða orlof en breytingar sem fallið hefur verið frá. Það er mikill galli á þessari leið, segir félagsmálaráðherra. Chelsea fór á kostum Chelsea vann í gær 3-0 sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. ÍÞRÓTTIR 26 REYKJAVÍK Áætlanir um að draga úr kennslumagni þýða að fækka þarf kennurum og samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins hefur verið rætt að segja upp 119 fastráðnum kennurum. Ekkert hefur þó verið ákveðið. Fjárhagsáætlun verður rædd á fimmtudag. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylking- arinnar, segist ekki geta staðfest þessar tölur, enn sé trúnaður á gögnunum. „Það sem blasir hins vegar við er að markmið sem borgarstjórn setti sér fyrir ári síðan, um að segja ekki upp fólki og standa vörð um grunnþjónustuna, eru í uppnámi. Það sést til dæmis á áætlunum um að draga úr kennslumagni.“ Skilaboð skólastjórnenda til stjórnmálamanna séu að fækka þurfi fólki eigi markmiðin að nást fram. Kjartan Magnússon, formaður menntaráðs, seg- ist ekki munu ræða einstaka þætti fjárhagsáætlun- ar fyrr en hún verður lögð fram í bogarstjórn. Það sé rétt að í henni sé mikill sparnaður, en honum verði náð með hagsmuni barnanna í huga. Minni sparnaður sé á menntasviði en annars staðar. Vörður verði staðinn um grunnþjónustuna. „Við munum ekki segja upp starfs- fólki í hagræðingarskyni.“ - kóp Borgarfulltrúi segir markmið um að standa vörð um grunnþjónustu í uppnámi: Mikill sparnaður í skólum HEILSA Karlmenn sem tjá ekki reiði sína opinskátt ef þeir sæta óréttlátri meðferð á vinnustað eru helmingi líklegri til þess að fá hjartaáfall en þeir sem tjá sig. Þetta kemur fram í nýrri sænskri rannsókn sem greint er frá á fréttavef BBC. Fylgst var með 2.755 karlmönn- um sem höfðu ekki fengið hjarta- áfall áður. Mennirnir voru spurð- ir hvaða aðferðum þeir beittu ef ágreiningur kæmi upp á vinnu- stað. Spurt var hvort þeir tækjust á við hann strax, eða þegðu, hvort þeir tækju þátt í deilum og svo hvort þeir fengju líkamleg ein- kenni í kjölfarið eða færu í vont skap heima. Þeir sem þögðu eða tóku ekki þátt í deilum voru helmingi lík- legri til að fá hjartaáfall en þeir sem tókust á við vandann strax. Vísindamennirnir halda því fram að bæld reiði geti búið til spennu og leitt til hærri blóð- þrýstings, sem smám saman skemmi hjarta- og æðakerfið. - sbt Bældir fá frekar hjartaáfall: Betra að fá útrás strax LEITIN AÐ JÓLUNUM Leitin að jólunum hófst í Þjóðleikhúsinu í gær, fimmta árið í röð. Um er að ræða aðventuævintýri leikhúss- ins, sem hefur hafist fyrsta sunnudag í aðventu síðustu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.