Fréttablaðið - 30.11.2009, Side 10
10 30. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
Þjónustuverið er opið kl. 09:00 - 18:00 alla virka daga
og á laugardögum kl. 11:00 - 16:00.
444 7000
Þjónustuver
Arion banka
Hafðu samband
sími
HVOLFÞAKI KOMIÐ FYRIR Múslimar
í Strassborg í Frakklandi fylgdust
spenntir með þegar nýju hvolfþaki
var komið fyrir á stóru moskunni þar í
borg. NORDICPHOTOS/AFP
UMHVERFISMÁL Nær allur bleikju-
stofn Elliðavatns sem og Vífils-
staðavatns er smitaður af nýrna-
veiki; svokallaðri PKD-sýki.
Hátt hlutfall bleikjunnar sýnir
einkenni sýkinnar og líklegt er
talið að verulega fækkun bleikju
í vötnunum tveimur megi að stór-
um hluta rekja til hennar.
„Um helmingur fisksins sem
við skoðuðum hafði sjúkleg ein-
kenni PKD-sýki, sem er hærra
hlutfall en ég átti von á. Hvort
þessi fiskur er deyjandi er ekki
gott að segja til um því erfitt er
að meta hvernig fiskur bragg-
ast í villtri náttúru,“ segir Árni
Kristmundsson, deildarstjóri
Rannsóknadeildar fisksjúkdóma
á Tilraunastöðinni að Keldum, en
hann stýrir viðamikilli rannsókn
vegna sýkingarinnar í samvinnu
við Þórólf Antonsson og Friðþjóf
Árnason, sérfræðinga hjá Veiði-
málastofnun.
Árni segir rannsóknina of stutt
á veg komna til að meta hversu
mikil áhrif sýkinnar verði á fisk-
stofna vatnanna til lengri tíma
litið. „En ég get þó sagt að verði
veðurfar með sama hætti og verið
hefur sé ég engar forsendur fyrir
því að þessi sýking sé að hverfa
og hún mun að öllum líkindum
hafa áfram afgerandi áhrif, sér-
staklega á bleikjuna þar sem hún
er mjög kuldakær og sérlega næm
fyrir sýkinni.“
PKD-sýki er sjúkdómur sem er
háður hitastigi vatns og kemur
ekki upp nema það nái tólf gráð-
um í ákveðinn tíma. Nú eru þess-
ar forsendur fyrir hendi í vötnun-
um og svo hefur verið um alllangt
skeið. Árni tengir það við veru-
lega fækkun í bleikjustofnunum
á síðustu tveim áratugum.
Í tengslum við rannsóknaverk-
efnið var í sumar safnað um 700
sýnum úr Elliðaám, Elliðavatni,
Vífilsstaðavatni, Mývatni, Mjóa-
vatni á Auðkúluheiði og Úlfljót-
svatni. Verkefnið er styrkt af Orku-
veitunni og Reykjavíkurborg.
„Þó að ég sé ekki búinn að
skoða vefjasýni úr Úlfljótsvatni
og af Auðkúluheiðinni get ég sagt
frá því að enginn fiskur þaðan
var með sjúkleg einkenni,“ segir
Árni. Aðstæður í þessum vötnum
eru allt aðrar en í sýktu vötnunum
tveim og ná aldrei sama vatnshita
og grunn láglendisvötn. Vel getur
verið að sýkilinn sé þar að finna en
ólíklegt er að það hafi áhrif á fiski-
stofna vatnanna.
Þegar sýking kemur upp í Ell-
iðavatni verður mörgum hugs-
að til laxastofnsins í Elliðaánum.
Árni segir ekkert benda til að sjúk-
dómurinn herji á laxinn.
Rétt er að taka fram að sýking-
in sem um ræðir er á engan hátt
hættuleg mönnum sem leggja sér
fiskinn til munns.
svavar@frettabladid.is
Bleikjustofnar
sýktir í tveim
stöðuvötnum
Sýnataka í sumar hefur leitt í ljós að nær allur
bleikjustofn Elliðavatns og Vífilsstaðavatns eru smit-
aðir af nýrnasýki. Urriðinn er líka sýktur. Verið er
að rannsaka lax úr Elliðaám en ekkert bendir til að
hann sé smitaður.
FRÁ ELLIÐAVATNI Alvarleg sýking er komin upp í bleikjustofni vatnsins. Urriðastofn-
inn er einnig smitaður þótt í minni mæli sé. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
ÞÝSKALAND, AP „Þeir eru að koma.
Nú verður allt betra,“ segir Hein-
rich Boere að móðir sín hafi sagt
þegar þýski herinn gerði innrás í
Holland árið 1940.
Hann var þá ungur maður og
segist hafa fylgst hrifinn með því
þegar sprengjuregnið féll úr þýsk-
um flugvélum ofan á Maastricht
þar sem hann bjó ásamt foreldr-
um sínum, þýskri móður og hol-
lenskum föður.
Boere er nú 88 ára gamall og
ákærður fyrir stríðsglæpi. Í gær
tjáði hann sig í fyrsta sinn í rétt-
arhöldum, sem hófust í október í
Aachen í Þýskalandi.
Hann gekk í þýska innrásar-
herinn í Hollandi aðeins átján ára
gamall og segist hafa verið stolt-
ur af því að hafa fengið inngöngu.
Hann barðist með þýska hernum á
austurvígstöðvunum í Rússlandi,
en fór síðan til Hollands þar sem
hann starfaði fyrir Þjóðverja með
sveitum hollenskra sjálfboðaliða.
Þær sveitir hafa verið sakaðar um
að hafa drepið fólk úr hollensku
andspyrnuhreyfingunni.
Hann var dæmdur í lífstíðar-
fangelsi í Hollandi árið 1949 fyrir
að hafa drepið þrjá Hollendinga,
en tókst að sleppa úr fangabúðum
til Þýskalands. Alla tíð síðan hefur
hann verið var um sig og treysti
sér ekki einu sinni til að kvænast.
„Ég þurfti alltaf að reikna með
að fortíðin gæti náð í skottið á mér,
og vildi ekki leggja það á neina
konu.“ - gb
Nærri níræður Þjóðverji segist stoltur af því að hafa barist fyrir Hitler:
Fagnaði sprengjuregni nasista
Í RÉTTARSAL Heinrich Boere bjó í Hol-
landi þegar Þjóðverjar gerðu innrás árið
1940. NORDICPHOTOS/AFP
HEILBRIGÐISMÁL Lyfjastofnun hafa
borist sextán tilkynningar um
aukaverkanir sem hugsanlega
geta verið af völdum Pandemrix
bóluefnisins við svínaflensu.
Um 75 þúsund manns hafa
verið bólusett við flensunni hér-
lendis. Það eru því tveir af hverj-
um 10 þúsund sem finna fyrir
aukaverkunum. Í tveimur voru
viðkomandi lagðir inn á sjúkra-
hús. Algengustu einkenni sem til-
kynnt hafa verið eru hiti, ofnæm-
isviðbrögð, beinverkir og bólga á
stungustað. Ellefu konur og fimm
karlar hafa hugsanlega fengið
aukaverkun sem tengja má bólu-
setningunni. - nrg
Bólusett gegn svínaflensu:
Sextán kvarta
undan lyfinu