Fréttablaðið - 30.11.2009, Qupperneq 20
30. NÓVEMBER 2009 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald
● ÍSLENSKT GRJÓT VEITTI INNBLÁSTUR Innanhússaarki-
tektinn Helga Sigurbjarnadóttir hefur sett á markað snaga úr íslensku
grjóti. Hugmyndin kviknaði í fjöruferð á Snæfellsnesi.
„Ég hafði sjálf verið að
leita að flottum snögum án
árangurs. Þannig að ég ákvað
að hanna nokkra sjálf og nýta
í þá náttúrulegan efnivið. Svo
þegar ég fór í fjöruferð á Snæ-
fellsnesið fékk ég þá hugmynd
að nota fjörusteina,“ upplýsir
Helga, sem í kjölfarið hófst
handa við að útfæra snagana.
Eftir það fékk hún föður sinn,
Sigurbjarna Guðsteinsson,
sem er byggingafræðingur að
mennt, til að hjálpa sér við að
útbúa gripina og saumaði sjálf
umbúðirnar utan um þá.
Spurð hvort hún ætli sér
meira með náttúrugrjót í hönnun sinni, segist Helga, sem útskrifaðist
af hönnunarbraut Listaháskóla Íslands um síðustu áramót, ekki reikna
með því. Aftur á móti sé hún rétt farin að feta sín fyrstu spor á þessari
braut og því sé ýmislegt að vænta frá henni í framtíðinni.
Snagarnir fást meðal í Epal, Kraumi og Minju.
● VEL VARIN AUGU, EYRU, LUNGU OG PUTTAR Menn
geta sankað að sér tækjum og tólum en það kemur ekkert í staðinn
fyrir þau fjögur sem talin verða upp hér. Þau eru nauðsynleg öryggi og
heilsu þeirra sem ætla sér að dytta að heimilinu.
Öryggisgleraugu verja augun fyrir flísum, eldglærum
og ryki sem vill þyrlast upp. Fyrir tískumeðvitaða eru
til öryggisgleraugu sem eru fínleg í útliti og líkjast
helst sólgleraugum, hins vegar standa gömlu
góðu öryggisgleraugun alltaf fyrir sínu.
Rykgríma er nauðsynleg þegar verið er
að pússa, skrapa, saga og bora. Rykið sem
myndast við þessar athafnir getur farið ofan í
lungu og til lengri tíma leitt til varanlegs skaða.
Rykgrímur eru léttar og ættu ekki að vera
handlögnum til trafala.
Heyrnartól ættu ávallt að sitja á hausnum og yfir
eyrunum þegar notuð eru hávær rafmagnsverkfæri.
Eyrnaverjan er þægileg enda alveg ágætt að útiloka umhverf-
ishljóðin og vera einn með sínum hugsunum. Þó er einnig hægt að fá
slík heyrnartól með innbyggðu útvarpi.
Vinnuvettlingar eru til ýmissa hluta nytsamlegir. Fyrir utan að veita
skjól gegn kulda þegar unnið er úti við veita þeir einnig vernd gegn
skurðum og skrámum. Hanskar þurfa að passa vel og gefa gott grip,
þeir mega ekki vera of stórir og flækjast þannig fyrir.
„Við erum með gott úrval af park-
eti fyrir heimili, fyrirtæki og
stofnanir. Auk þess seljum við
allt sem til þarf við lagningu
parkets og viðhalds eldri parket-
gólfa,“ segir Ævar Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Parketverksmiðj-
unnar, nýrrar verslunar sem var
opnuð í Síðumúla í Reykjavík á
dögunum.
Íslenskir eigendur parketverk-
smiðjunnar Quercus í Litháen
standa að baki versluninni, en þeir
hafa frá stofnun hennar árið 2002
selt parket og allt sem því tengist
til verslana í Hollandi, Þýskalandi
og á Norðurlöndunum. Vegna þess
hve vel hefur gengið var ákveðið
að selja vöruna milliliðalaust til
viðskiptavina og stækka markaðs-
hlutdeild fyrirtækisins á Íslandi,
að sögn Ævars.
Hann kveður efnahagslega lægð
ekki hafa haft nein áhrif á áform-
in um að opna búð enda sé um að
ræða vandaða vöru á viðráðanlegu
verði. Eigendurnir séu auðvitað
meðvitaðir um ástandið hérlendis
og hafi lagt sig fram við að halda
kostnaði í lágmarki. „Til marks
um það var verslunin opnuð í sama
húsnæði og húsaframleiðandinn
Kverkus, sem er í eigu sömu aðila.
Auk þess starfa hér fáir. Sjálfur
er ég til dæmis að taka upp vörur
á morgnana og bregð mér síðan í
hlutverk sendils, sölumanns, fram-
kvæmdastjóra og forstjóra,“ segir
Ævar og hlær. Nánar á www.park-
etverksmidjan.is. - rve
Kreppan kemur ekki að sök
Ævar Gíslason og Sigurður Ólason, tveir
af eigendum verslunarinnar Parketverk-
smiðjan, sem var nýverið opnuð.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Reynir Sýrusson húsgagna-
hönnuður var ekki beint að
hugsa um skipulagsmál borg-
arinnar við hönnun stólsins
Reykjavíkur sem kom nýverið
úr smiðju hans, heldur fal-
lega hönnun og form sem
vekti athygli.
„Það eru sennilega tvö ár síðan
ég fékk upprunalegu hugmynd-
ina að þessum stól. Ég var að
ganga um Barcelona þegar ég
rak augun í mjög sérstakt form
í gegnum glugga, reyndar ekki
stól en það heillaði mig mikið,“
segir Reynir og bætir við að það
sé svolítið skemmtileg saga á bak
við heiti stólsins.
„Fyrst ætlaði ég að kalla hann
Rúbik en hætti síðan við. Ég er
eins og fleiri hönnuðir að reyna
að koma mér á framfæri er-
lendis, enda markaðurinn hér
heima lítill. Við verðum að sýna
umheiminum að við erum líka að
gera góða hluti hér og mér fannst
djarfara að nefna hann eftir höf-
uðborg Íslands, enda er ég mjög
ánægður með þessa hönnun. Það
tengir líka hönnunina við land
og þjóð.“ Honum finnst síðan
græni liturinn setja punktinn
yfir i-ið, þó að stóllinn sé fáan-
legur í öllum litum.
En hvert er leiðarljósið þitt í
hönnun? „Það er tvenns konar.
Annars vegar hanna ég húsgögn
sem eftirspurn er eftir og fólk
vill eignast. Hins vegar hanna
ég einstök húsgögn sem eru ef
til vill aðeins til í fáum eintök-
um og eru mín hugarverk. Línan
mín er mjög breið, enda nota ég öll
frumformin,“ segir Reynir. - uhj
Fagurrauður stóllinn MJ34 er heitur við wing-borð, hvort sem það er
notað sem borðstofuborð eða fundarborð. Einfaldur glæsileiki og þægi-
legur en stólunum er hægt að snúa í hringi.
Reykjavík er
græn og kubbsleg
Stóllinn
Reykjavík sem
Reynir var tvö ár
að hanna.
Stólarnir við
Rubik-sófasettið.
Er til betri gjöf en verkjalaus jól !
Sore No More er fáanlegt í heilsubúðum, apótekum og Fjarðarkaup
Sore No
More ná
ttúrlega
hita- og
kæligeli
ð er
áhrifarík
t á líkam
sverki
Auglýsingasími
– Mest lesið