Fréttablaðið - 30.11.2009, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 30.11.2009, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2009 3híbýli og viðhald ● fréttablaðið ● Línóleum-dúkar á gólf hafa ýmis- legt fram yfir önnur gólfefni þótt þeir hafi kannski ekki verið efst á innkaupalistanum undanfarin ár. Þeir eru búnir til úr náttúru- legum hráefnum sem eru endur- nýtanleg og leysast upp í náttúr- unni en helstu innihaldsefnin eru línolía, trjákvoða, trjáviðarsag, korkmylsna, kalkduft, litarefni og strigi. Dúkarnir eru slitsterkir og endast lengi. Þeir henta því vel á gólf sem mikið mæðir á eins og á gólf í skrifstofubyggingum, skólum, vöruhúsum, verksmiðj- um og sjúkrahúsum. Dúkarnir eru sveigjanlegir og hljóðdeyf- andi vegna korksins. Þeir eru auk þess einangrandi og hamla gegn fótkulda. Þeir upplitast ekki, eru eld- og hitaþolnir og þola olíu, feiti, tjöru, sýrur og leysiefni. Auk þess eru þeir fljótir að jafna sig eftir þunga hluti og henta sérstaklega vel undir skrifstofustóla og aðrar mublur. Ekki spillir fyrir að efni- viðurinn er ódýr samanborið við önnur algeng gólfefni auk þess sem margir möguleikar eru í lita- og munstravali. Ýmislegt þarf þó að hafa í huga þegar dúkar eru lagðir á gólf og er allra best að fá fagmenn til verksins. Gólfið þarf til dæmis að vera einangrað gegn raka, hitastig þarf að vera stöðugt og gólfið slétt áður en hafist er handa. Þá þarf að munda ákveðið lím auk þess sem skurðurinn getur verið vandasam- ur. - ve Slitstekt og náttúrulegt Dúkarnir þola ýmsa erfiða bletti og þá er auðvelt að þrífa. NORDICPHOTOS/GETTY Kreppan virðist ekki hindra fólk í að kaupa margvíslega þjónustu sem það í mörgum tilfellum gæti sjálft innt af hendi með engum til- kostnaði nema að gefa sér tíma. Uppsetning jólaljósa, innan- húss sem utan, er eitt af því sem sem fólk virðist vera tilbúið til að greiða fyrir í kreppunni. „Fólki finnst þægilegt að láta aðra setja upp jólaseríurnar sem og að láta taka þær niður,“ segir Ragnhildur Ein- arsdóttir hjá fyrir- tækinu Garðlist. Hún segir fólk í öllum ald- ursflokkum kaupa þessa þjónustu nema ef til vill í þeim yngstu. „Það er sérstak- lega vinsælt að láta setja jólaseríur á tré og runna í görðum og eins skreyt- ingar utan á hús. Margir vilja einnig láta setja upp fyrir sig ljós innanhúss. Við erum með marga fasta viðskiptavini og nú eru nýir að bætast við. Við finnum ekkert fyrir kreppunni.“ Hún segir að flestir vilja vera búnir að skreyta um mánaðamótin en sumir eru seinna á ferðinni. „Við bjóðum fólki líka upp á að geyma seríurn- ar á milli jóla.“ Spurð um hversu mikið þjón- usta sem þessi kosti, þá segir hún erfitt að segja það almennt. „Það er bæði miðað við tímavinnu og eins magn jólaljósanna sem á að setja upp en upphafsverð er 14.940 krónur.“ Stéttarfélagið efh. býður einnig upp á þessa þjón- ustu. „Vinsælast er að setja jólaseríur á jólatré í görðum og á hekk en einnig á þakkanta. Við höfum verið með díóð- uljós sem við flytj- um inn frá Kína og skipta litum og það hefur fólki fund- ist skemmtilegt,“ segir Elvar Her- mannsson fram- kvæmdastjóri. „Við setjum líka upp serí- ur sem fólk á sjálft,“ segir Elvar sem segir algengara að fólk í rað- eða einbýlishúsum biðji um þessa þjónustu eða þeir sem eru með garð en einnig húsfélög. Það er erfitt að segja um kostnaðinn en oftast vinnum við í tímavinnu eða gerum fólki fast verktilboð eftir að hafa farið yfir hvers konar þjón- ustu það vill fá.“ - uhj Fólk hætt að setja upp jólaljósin sjálft Margir vilja kaupa þá þjónustu að láta setja upp fyrir sig jólaljósin utan húss í stað þess að gera það sjálfir. Húsið á myndinni tengist ekki beint umfjöllun greinar. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.