Fréttablaðið - 30.11.2009, Page 34

Fréttablaðið - 30.11.2009, Page 34
18 30. nóvember 2009 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 512 5000. Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bif- röst hafa frá því í febrúar boðið upp á nýtt, þverfaglegt diplómanám sem heit- ir Prisma. Námið fer af stað aftur eftir áramót og rennur umsóknarfrestur út næstkomandi fimmtudag. Prisma byggir á hugmyndum Hrund- ar Gunnsteinsdóttur, mannfræðings og þróunarfræðings. Það er þverfaglegt og gengur út á að efla gagnrýna og skap- andi hugsun, hvort sem er í vinnu eða í lífinu sjálfu. „Þegar hrunið varð las ég viðtal við Hjálmar Ragnarsson, rektor Listaháskólans, um að háskólarnir yrðu að bregðast við ástandinu með því að bjóða upp á nám sem gerði fólki kleift að rýna til gagns í eigin samtíma á frjó- an hátt. Þá vildi svo til að ég var með þessa hugmyndafræði nokkuð skýra í kollinum og hafði meðal annars sett saman námskeið fyrir annan háskóla byggt á sömu hugmyndafræði. Hún gengur meðal annars út á að gefa fólki verkfæri til að skoða núið á gagnrýninn hátt, í stóru samhengi og á forsendum hvers og eins. Það hefur vantað náms- leiðir, sem fella niður múra á milli sér- greina, opna á hið stóra samhengi og auðga þannig sýn og hugsun fólks.“ Hugmyndir Hrundar féllu vel að óskum háskólanna um endurnýjun og nýsköpun. Prisma hefur síðan verið þróað í samstarfi þeirra og Reykjavík- urAkademíunnar en að því kemur fjöld- inn allur af sérfræðingum úr öllum mögulegum geirum samfélagsins. Hrund er með fleiri járn í eldinum, tengd vinnu með skapandi og gagnrýna hugsun. Snemma á næsta ári stendur til að hún fari til Afganistan á vegum UN- IFEM og vinni áfram með hugmynd- ir sínar þar. Þar mun Hrund vinna með sjö innlendum verkefnastjórum við að efla þá sem einstaklinga til að þróa áfram starfið á svæðinu. „Það sem gerist oft í uppbyggingar- og þró- unarstarfi er að stofnunin kemur inn með fyrir fram gefin markmið og að- ferðir. Þetta ætlum við einmitt ekki að gera, því það er ávísun á misheppnað verkefni þegar til lengri tíma er litið. Ef fólk tengir ekki við verkefnið á per- sónulegan hátt, ef því finnst það ekki vera að vinna starfið á eigin forsend- um, er lítil von um langtíma árangur. Ástríða er svo mikilvægt afl og sú til- finning að fólk beri ábyrgð á uppbygg- ingu í eigin landi er lykilatriði fyrir langtíma árangur. Í gegnum ástríðuna sér fólk raunverulega tilganginn í því sem það er að gera.“ Hrund hefur áður unnið á átakasvæði, en á árunum 2001 og 2002 hafði hún yfir- umsjón með verkefnum UNIFEM í Kós- óvó. Hún segir það setja lífið í ákveðið samhengi að búa á svæðum þar sem fólk hafi raunverulega barist fyrir lífi sínu. Ísland í uppbyggingu geti lært af slíkum svæðum, þótt okkar sorgir séu af allt öðrum og léttvægari toga en þeirra sem hafi búið við stríð. „Ástandið hér hefur verið óhugnanlegt að mörgu leyti, þetta óöryggi og þessi mikla reiði eru sömu þemu og á fyrrverandi stríðssvæðum. Á þessu er stigsmunur, ekki eðlismun- ur. Í stóru samhengi erum við einfald- lega í kerfi sem þarf að endurskoða. Og þar verður skapandi og gagnrýnin hugs- un að koma við sögu. Um aldir höfum við, alveg sérstaklega á Vesturlöndum, lagt áherslu á abstrakt hugsun, svokall- að hlutleysi – að aðeins hið áþreifanlega og mælanlega sé til. En skapandi hugsun er heildræn, byggir á innsæi og býr til allt öðruvísi nálgun. Þar treystir maður til dæmis tilfinningu, heldur á vit þess óþekkta og úr verður eitthvað sem hugs- anlega eignast síðar nafn. Við höfum dvalið í rökhugsun á kostnað skapandi hugsunar allt of lengi. Þessir tveir ryþ- mar þurfa að fá að dansa meira saman.“ holmfridur@frettabladid.is SKÓLASTÝRAN HRUND GUNNSTEINSDÓTTIR: STÝRIR ÞVERFAGLEGU NÁMI Múrar brotnir niður í Prisma MÚRBRJÓTUR Hrund Gunnsteinsdóttir, skólastýra hins þverfaglega Prisma-náms Listaháskóla Íslands og Bifrastar, vill efla skapandi og gagnrýna hugsun og brjóta niður múra á milli sér- greina. Prisma hefst í þriðja sinn eftir áramót, en umsóknarfrestur rennur út 3. desember. MERKISATBURÐIR 1612 Sigur Breska Austur-Indía- félagsins yfir Portúgölum í orrustunni við Suvali við strendur Indlands mark- ar upphafið að endalok- um einokunar Portúgala á verslum í Austur-Indíum. 1878 Þjóðsöngur Ástralíu, Advance Australia Fair, fyrst fluttur í Sydney. 1939 Vetrarstríðið hefst með innrás Sovétríkjanna í Finnland. 1943 Hitaveita kemur til Reykja- víkur frá Reykjum í Mos- fellssveit. Fyrst er tengt í Listasafn Einars Jónssonar. 2005 Skurðlæknar í Frakk- landi græða nýtt andlit á manneskju í fyrsta sinn í sögunni. 2007 Kárahnjúkavirkjun gang- sett við formlega athöfn. Skarðsbók er nafn á tveim- ur fornum íslenskum skinn- handritum, Skarðsbók Jóns- bókar annars vegar og Skarðsbók postulasagna hins vegar. Íslenskir bank- ar keyptu Skarðsbók postul- asagna á uppboði í London á þessum degi árið 1965. Var hún þá eina fornís- lenska handritið í heiminum í einkaeigu. Lengi vel var Skarðsbók postulasagna í eigu kirkj- unnar á Skarði á Skarðs- strönd. Þaðan hvarf hand- ritið um 1820 en kom síðar í leitirnar á Englandi. Þar keyptu íslensku bankarn- ir það á uppboði í London eins og fyrr sagði og gáfu íslensku þjóðinni. Er það fyrsta handritið sem afhent var Stofnun Árna Magnús- sonar til varðveislu. Þess skal getið að Skarðsbók Jónsbókar er lögbókarhandrit, sem hefur að geyma Jónsbók og nokkrar réttarbætur. Hand- ritið var skrifað árið 1363, líklegast í Helgafellsklaustri og fyrir tilstuðlan Orms Snorrasonar, lögmanns á Skarði á Skarðsströnd. Handritið er einnig geymt í Árnasafni. Heimild: www.wikipedia.org. ÞETTA GERÐIST: 30. NÓVEMBER 1965 Skarðsbók keypt í LondonWINSTON CHURCHILL (1874–1965) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Maður gerir það sem til þarf, hvað svo sem afleiðingum í einkalífi, hindrunum, hættu og álagi líður. Það er grundvöllur alls mannlegs siðferðis.“ Winston Churchill var forsætis- ráðherra Bretlands á tímum síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Hann spreytti sig líka sem hermaður, rithöfundur, blaðamaður og list- málari. Hann fékk Nóbelsverð- launin árið 1953. LOKAÐ. Vegna útfarar Guðmundar Péturssonar hæstaréttarlögmanns verður skrifstofa okkar lokuð mánudaginn 30. nóvember frá kl. 12 – 15. LOGOS lögmannsþjónusta – Efstaleiti 5 – Reykjavík. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Arnmundur Jónasson Mávabergi, Bakkafirði, lést föstudaginn 20. nóvember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 1. desember kl. 13.00. Guðmundur Konráð Arnmundsson Erna Sigurjónsdóttir Ólöf Kristín Arnmundsdóttir Ingveldur Rut Arnmundsdóttir Þröstur Júlíusson Jónas Arnmundsson Sólrún Unnur Harðardóttir Ása Karítas Arnmundsdóttir Birgir Þór Búason Svanhildur Arnmundsdóttir Guðmundur Heimir Sveinbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. AFMÆLI Elisha Cuthbert leikkona er 27 ára. Gael García Bernal leikari er 31 árs. Ben Stiller leikari er 44 ára. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Elskulegur tengdafaðir minn, afi okkar og langafi, Guðmundur Ragnar Árnason verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 1. desember kl. 14.00. Dagný Björk Þorgeirsdóttir Sólrún Guðjónsdóttir Svava Hrund Guðjónsdóttir Sigurður Halldór Sævarsson Mjöll Guðjónsdóttir Guðmundur Ingþór Guðjónsson Anna María Þórðardóttir og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þórarinn Þorkell Jónsson löggiltur endurskoðandi, Hólabraut 2, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 1. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill. Þorbjörg Jónsdóttir Jón Þórarinsson Birna María Antonsdóttir Helga Halldóra Þórarinsdóttir Dagur Jónasson Bryndís Þórarinsdóttir Halldór Geir Þorgeirsson Þórarinn Eiður Þórarinsson Alexandra María Klonowski barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.