Fréttablaðið - 30.11.2009, Síða 36
BAKÞANKAR
Þórhildar
Elínar
Elínardóttur
20 30. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
kynnir
Kenningar
hálfvitana
Efni dagsins:
Fótbolti
Þú ert með
22 fullvaxta
karlmenn sem
hlaupa á eftir
bolta.
Af hverju ekki
að láta þá alla fá
hvern sinn bolta?
Í næstu viku:
Pólitískar perlur
Sendum þá
til Svalbarða!
Alla!
Vegna þess að Palli, Stanislaw og
Pierce komu með alls kyns athuga-
semdir um óléttu þá skráðu Sara,
Anita og Dórothea þá til þess að
ganga um með gervibumbu.
Aha! Loksins kallar
stelpa ólukku yfir strák!
Vertu ekki of
spenntur, allir góðu
brandararnir voru
slegnir af.
Hvað er
í matinn,
mamma?
Eitthvað
gómsætt.
Ok, hvað
heitir
það?
Ég var akkúrat
búinn að finna
nafn yfir það.
Það heitir: „Borðaðu
það, elskaðu það eða
annars...“
Kisugarn
Úrvals
garn og ull“
Hvað er í
matinn?
Það sama og
venjulega.
Þetta er mjög
gott garn,
það kom sko
loðbolti eftir
fyrstu rúlluna
SENDU SMS SKEYTIÐ
EST T4V Á NÚMERIÐ 1900
ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK!
VINNINGAR ERU:
TERMINATOR SALVATION Á DVD
TÖLVULEIKIR, AÐRAR DVD MYNDIR,
GOS OG MARGT FLEIRA
Á DVDOG BLU-RAY26. NÓV!
Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum.199 kr/skeytið.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
WWW.BREIK.IS/TERMINATOR
9. HVER VINNUR!
Við sem tökum reglulega til í geymsl-unni okkar á hverjum áratug byrjum
verkið venjulega á töluverðu kvíðakasti.
Frá því síðast hafa bæst við furðumarg-
ir kassar með óþekktu innihaldi sem
þarf að skoða vandlega og taka yfirveg-
aða afstöðu til. Við sjáum okkur áhyggju-
full í anda potast í gegnum eldgamlar
glósubækur úr eðlisfræðitímum í menntó,
reynandi enn að telja okkur trú um að
kannski geti þær komið í góðar þarfir.
Engjast í valkvíða yfir því hvort óbæri-
lega postulínið sem Dúdda frænka
handmálaði og gaf af kærleika eigi
að fara eða vera.
KVÍÐAFULL atrennan að
geymslutiltektinni getur reynd-
ar orðið býsna löng. En eins og
margar verklegar framkvæmd-
ir stendur hún þegar á hólminn
er komið alls ekki undir vænt-
ingum. Þvert á móti reynist ekk-
ert nema unaðslegt að lesa gömul
sendibréf, raða fallega í hillurnar
og burðast með löngu gleymt dót-
arí út í Sorpu. Koma færandi hendi
til barnanna með leikföng sem þau
hafa ekki séð óralengi og hafa
loksins pláss fyrir hin sem eru
orðin leiðinleg. Finna uppáhalds-
bækurnar úr eigin æsku og vinda
sér í að veita dætrunum aðgang að
sömu ævintýraheimum og við sjálf nutum
sem börn.
EFTIR að hafa skrúfað upp væntingarnar
með mærðarlegum formála um það hversu
spennandi höfundur Enid Blyton var, hóf
ég lesturinn. Eftir fáeinar blaðsíður fóru að
renna á mig tvær grímur. Fyrir utan forn-
eskjulegt orðalag sem sífellt þurfti ritskoð-
unar við, gerðu söguhetjurnar fátt annað
en að hakka í sig ávaxtakökur, súkkulaði og
svínaflesk þar sem hver munnbiti var til-
tekinn í smáatriðum. Þess utan fóru dreng-
irnir í spennandi rannsóknarleiðangra á
meðan telpurnar bjuggu um rúmin, allt
undir styrkri stjórn hins keðjureykjandi
Villa sem vissi ekkert betra en sífelldar úti-
legur með tólf ára börnum.
ÞEGAR frú Blyton hafði í snarhasti verið
lögð til hinstu hvílu dró ég upp minning-
ardjásnið sjálft: Hildu á Hóli. Hraðlas þó
með nýsáðri tortryggni helstu atriði áður
en hinn formlegi húslestur hófst á ný og
komst að hrollvekjandi staðreyndum. Mín
helsta æskuhetja reyndist eftir allt saman
ekki endilega vera sá engill og fyrirmynd
sem ég hafði tárast yfir, heldur ambátt á
barnsaldri sem gekk munaðarleysingjum í
móðurstað, tók möglunarlaust á sig annarra
byrðar og kvartaði aldrei. Fórnfús fyrir-
mynd hverrar almennilegrar konu og geð-
veikt gott veganesti fyrir litlar stelpur.
Svínaflesk og ávaxtakökur