Fréttablaðið - 30.11.2009, Side 48

Fréttablaðið - 30.11.2009, Side 48
DREIFING: dreifing@posthusid.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 Mest lesið VISIR.IS Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR AF FÓLKI Frænkur eru frænkum verstar Hinn sívinsæli spurningaþáttur Útsvar heldur áfram að vekja mikla lukku meðal sjónvarpsáhorfenda á laugardagskvöldum þótt mörgum þyki nú nóg um erfiðleik- astuðul spurninganna. Síðasta viðureign var í meira lagi söguleg en þá kepptu Mosfells- bær og Kópavogur. Sá síðarnefndi hefur titil að verja en Kristján Guy Burgess er sá eini sem eftir er úr því liði. Hinum megin borðsins sat hins vegar Kolfinna Baldvinsdóttir ásamt sveitungum sínum en hún og annar stjórnandi þáttarins, Þóra Arnórsdóttir, eru einmitt bræðra- dætur. Það kom þó ekki að sök því Kópavogur vann með nokkuð afgerandi hætti. Konungbornir á Kanarí Íslendingarnir 100 sem boðið var til Kanarí láta vel af ferðinni. Talað er um að það sé komið fram við þá eins og konungsfólk og grínistinn Ari Eldjárn segist aldrei hafa upp- lifað annað eins. Á meðal þeirra sem boðið var út er Anna Rakel Róbertsdóttir, fyrrverandi sjón- varpskona, og Draupnir Draupnis- son, sem sló í gegn í myndbandinu við Eurovisionlagið This is My Life. Hann sýndi ótrúlega takta á dansgólfinu á laugardagskvöld og bauð þeim sem þorðu í svokallaða ljótudanskeppni. Vondur matur Breska bílagúrúið Jeremy Clarkson hefur vanið komur sínar hingað enda ákaflega veikur fyrir tryllitækjum. Og af þeim eiga Íslend- ingar nóg af. Hann varð hins vegar hálf-veikur eftir síðustu heim- sókn sína hingað því þá fékk hann sér skötu. Á BBC lýsti Clarkson því yfir að skatan sé versti matur sem hann hafi smakkað, bragðið jafnist á við að sleikja tyrkneskt klósett. Greinilegt að Clarkson hefur reynt ýmislegt í lífinu. - fgg, - afb 1 Ofbeldismenn skipta konum út eftir hentugleika 2 Árni Þór: Væla yfir því að fá ekki að borða 3 Osama Bin Laden slapp 4 Foreldrar geymi síðasta mánuðinn í þrjú ár 5 Ræningjarnir voru í annarlegu ástandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.