Veðrið - 01.04.1958, Blaðsíða 7

Veðrið - 01.04.1958, Blaðsíða 7
 Sólshin, klukkustundir Reykjavík Akureyri Hallormsstaður Janúar 5.2( 17.R1 3.7( 6.3) Febrúar .... 98.2( 52.3) 10.5( 36.3) 15.9 Marz .... 135.8(101.3) 75.2( 72.6) 72.9 Apríl 118.1(144.4) 162.6(115.7) 219.2 Maí 134.2(198.6) 103.0(182.9) 147.5 Júní 222.2(201.2) 220.0(169.2) 245.8 Júlí 250.8(190.5) 207.7(140.4) 243.0 Ágúst 137.6(162.2) 127.1(113.4) 145.8 September 176.8(110.6) 61.6( 84.8) 75.9 Október 74.1( 84.6) 53.8( 74.0) 63.7 Nóvember 37.2( 28.8) 22.6( 16.9) 9.8 Desember 10.5( 5.0) O o Árið 1400.7 (1300) 1048.2 (986) 1239.5 Ný bók Páll Bergþórsson: Um loftin blá. Útg. Heimskringla. Reykjavík 1957. Þetta er 10 arka bók með 24 sérprentuðum ljósmyndum, snotur í sniðum og ágætlega prentuð. í henni eru 26 þættir um veðrið og veðráttuna, „sem mótar náttúruna meira en flest annað“, eins og höf. kemst réttilega að orði. í formála tekur höfundur það fram, að þættir sínir eigi ekki að vera veður- fræði. Bókin fjallar þó um velflest undirstöðuatriði í þeirri grein, og er þar vissulega tnikill fróðleikur og læsilegur saman kominn. Mætti vel segja, að þetta sé veðurfræði í fagurfræðilegum búningi. Sjálfar fyrirsagnir rnargra kafl- anna bera þetta með sér, t. d.: Eitt helstorkið ríki (um hafís). Nú andar suðrið (um móðu og mistur í lofti). Skruggan skœð (þrumuveður). Kaflinn Aldasöngur gæti bent til þess, að höfundi væri tiltækari fagurfræðilegar heimildir en vís- indalegar. Niðurstaða hans er að sönnu rétt, en tilgreindar Iieimildir fast að því villandi. Það er næsta einkennilegt að svo málhagur maður sem Páll skuli leggja sig í framkróka til þess að mæla með svo ambögulegu orði setn frontur í íslenzku máli. Það batnar hvergi, þótt það beygist eins og fontur! Sú var tíðin, að enginn þótti maður með mönnum í Reykjavík, sem ekki eldaði mat sinn í kokkhúsi. Svo tóku húsameistarar upp á því að skrifa eldhús í þess stað á húsateikningar, — og kokkhúsið hvarf gersamlega úr mæltu máli á fáum árum. Mér finnst kokk- hússtíll á orðinu frontur í íslenzku máli! En Páll á heiður skilið fyrir bók sína. Hana ættu sem flestir að lesa sér til gagns og skemmtunar. Jón Eyþórsson. 5

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.