Veðrið - 01.04.1958, Blaðsíða 24

Veðrið - 01.04.1958, Blaðsíða 24
sölum. Líkur benda til, að úrkoman í Vík sé mjög undir áhrifum nálægra fjalla, og tökum við því meira mark á Loftsölum. Meðaltal Loftsala og Sámstaða verð- ur 1250 mm, sem ætti þá að vera úrkoman við sjávarmál, eins og hún telst á Mýrdalsjökli. Nú er það vitað, að ársúrkoma þar getur vel verið um 5500 mm. í 1350 m hæð. Sannast það á hinni frægu snjógryfju, sem grafin var þar fyrir fá- um árum og reyndist „ein og hálf skotthúfa". Þetta samsvarar 1100 mm við sjávarmál skv. reglunni. Samræmið er hér ekki sem verst. Enn er hér þriðja prófun á þessari reglu. Meðallag ársúrkomunnar á öllum stöðvum á landinu er 800 mm. Nú eru þær að vísu ekki allar við sjávarmál, og má því reikna með, að úrkoma við sjávarmál sé minni. Aftur á móti má búast við, að ekki mælist öll úrkoma, sem fellur, sízt af öllu snjórinn, sem gjarnan fýkur yfir mælinn. Er ekki ósennilegt, að þetta jafni sig upp, og meðallag ársúr- komunnar við sjávarmál sé nálægt 800 mm. Nú er meðalhæð landsins um 500 m yfir sjó. Skv. reglu okkar ætti úrkoman í þeirri hæð þá að vera 2000 mm. Þetta virðist alls ekki fjarri lagi. Sigurjón Rist telur í riti sínu, íslenzk vötn, að meðal- afrennsli af landinu samsvari 1750 mm meðalúrkomu á ári. Nú er það víst, að ekki kemur öll úrkoma til skila í ánum. Sumt gufar upp, annað rennur neðan- jarðar til sjávar, og er sennilegt, að þetta hvorttveggja nemi 250 mm. Verður þá meðallag úrkomunnar á landinu öllu 2000 mm, eins og reiknað var út með okkar aðferð. í Veðurfarsfræði eftir Julius Hann eru nefnd nokkur dæmi um liæðaraukn- ingu úrkomu. Sum þeirra sýna hæðaraukningu, sem er mjög í samræmi við þessa reglu, t. d. rannsókn á úrkomu á 310 stöðum í Bretlandseyjum. Önnur sýna minni hæðaraukningu, og er það eðlilegt, án þess að það hreki þó regl- una. Svo er mál með vexti, að flestar úrkomustöðvar á hálendi eru langt frá sjó, þar sem úrkoma er að jafnaði minni en við ströndina. Samanburður á þessum fjallastöðvum við láglendisstöðvar sýnir þvi minni hæðaraukningu úr- komu en rétt er. Hér hefur nú verið sýnt með nokkrum dæmum, að lögmálið um úrkomu- aukningu, sem nemur 100% af úrkomu við sjávarmál á 330 metrum, getur átt víða við, allt frá þurrlendum héruðum Svíþjóðar, þar sem ársúrkoman í 500 m hæð er ekki nema 750 mm og til úrfellasömustu héraða íslands, þar sem úrkom- an er þrefalt eða fjórfalt meiri. Til þess að hagnýta þetta lögmál við rannsókrt á úrkomunni á íslandi má nú hafa eftirfarandi aðferð. Fyrst er fundið meðallag úrkomunnar á sem flest- um stöðum á landinu. Síðan þarf að reikna út á hverjum stað úrkomu við sjávarmál eftir formálanum: R Rs = ------------, þar sem 1 + 3 h Rs = úrkoma við sjávarmál. R = úrkoma á staðnum, og h = hæð staðarins og næsta umhverfis yfir sjó í km. 22

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.