Veðrið - 01.04.1958, Blaðsíða 18

Veðrið - 01.04.1958, Blaðsíða 18
erindi til lesenda Veðurs vegna lýsingar á dalgolunni, þeirri illræmdu kuldanæðu Tökuldals. P. B. 24. febr. 1958. „Dalgola" er nefnt eitt a£ fyrirbrigðum veðurfars við norðursíðu Fljótsdals- liéraðs. Er það nokkuð sérkennilegt og að ég held alveg einkennandi fyrir þetta afmarkaða svæði, a. m. k. hef ég ekki annars staðar heyrt dalgolu getið, þó vera megi að hliðstæð fyrirbrigði séu til víðar. Langar mig að fá einhverja skýringu á eðli og uppruna þessarar illræmdu kuldanæðu, og skal því leitast við að gefa lýsingu á fyrirbrigðinu frá leikmanns sjónarhæð séð. -------Einkuni verður liennar vart á vetrum, þá loft er lieiðskírt og engin viss átt ráðandi, þ. e. í kyrru og björtu veðri. Sagt er, og ég held með sanni, að þessi kuldagjóstur eigi upptök sín í Gilsárgili svonefndu, — en Gilsá er berg- vatnsá sem fellur í Jökulsá á Dal að vestan ofan Skjöldólfsstaða og hefur að- rennsli úr vesturheiðum Jökuldals. Læðist golan niður Gilsárgilið og síðan eftir Jökulsá og bökkum hennar, sem lægstir eru. Virðist hún heldur færast í auk- ana og verða þróttmeiri, eftir því sem ferill hennar lengist. Þegar Jökuldal slepp- ir, breikkar umráðasvæði dalgolunnar verulega. Liggur leið hennar um Jökuls- árhlíð og Hróarstungu norðanverðu, þ. e. a. s. eftir hennar ákveðnu leiðum, sem fara nokkuð eftir því, hve kraftmikil hún er liverju sinni. Þó eru alls staðar til þau hæðartakmörk lands, sem hún fer aldrei yfir, hve gróf sem hún er. Munur á hitastigi getur verið ótrúlega mikill niðri, þar sem dalgolan næðir og tiltölulega fáuni metrum ofar, þar sem logn er, — getur munað 10—12 gráð- um á stuttum spöl. í dag var t. d. 11 gráða munur á liitastigi. Var 16 gráða frost á dalgoluslóðum, en aðeins 5 gráðu frost ofan hennar umráðasvæðis, kófaði neðra, en bærði eigi hár á höfði efra. Er sól hækkar göngu, getur oft viknað af sólbráð til ása og fjalla hér, þó nepjunæðan nísti vegfarandann, sem er á ferð niðri á jafnsléttunni. Þannig er í höfuðdráttum saga dalgolunnar, sem er heldur illa séð af okkur búandkörlum, sem halda viljum hjörð til beitar. Heyrt hef ég, að Veðurstofan hafi fyrir mörgum árum spurzt fyrir um dalgoluna og einkenni hennar, en fengið þau svör ein, „að liún kæmi úr Gilsárgilinu og færi í sjóinn". Auðvitað er það alveg rétt, það sem það nær, og að sönnu vitum við lítið meira um eðli hennar og háttu. Langar mig því að fá einhverja fyllri skýringu á fyrirbrigð- inu, annað hvort bréflega eða i útvarpi, ef unnt væri. Hefði verið tilvalið um- ræðuefni í mánaðarþætti þínum um veðrið, sem því miður að dómi flestra hlustenda hér sem ég hef rætt við, er horfinn úr dagskrá Ríkisútvarpsins. Virðingarfyllst, Bragi Björnsson, Surtsstöðum, Jökulsárhlíð Norður-Múlasýslu. 16

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.