Veðrið - 01.04.1958, Blaðsíða 16
III. mynd.
Daglegar sveiflur hitans i hitabeltis-
lofti norðan lands og sunnan i júli-
mánuði 1955.
ar það fyrst um 1° C pr. 100 m, þar dl rakinn í því þéttist, en úr því er kólnunin
0.5° C pr. 100 m. Uppi á hálendinu (1000 m) ætti því lofthitinn að vera nálægt
2 stigum. Hlémegin leitar nú loftið niður á við og hitnar þá um 1° C pr. 100 m.
Er þá gert ráð fyrir, að rakinn hafi að mestu fallið úr loftinu. Við sjávarmál
nyrðra ætti því lofthitinn að vera 12° C.
Öðru máli gegnir með hitabeltisloftið, þar er hitafallið lítið fyrstu 1000
metrana og loftið því í stöðugu jafnvægi. Þarf því mikla orku til að lyfta því
yfir fjöllin. Er ekki ósennilegt, að loftið við yfirborð og í neðstu loftlögum leiti
meðfram fjöllum og umhverfis landið, en ofar, 1 1000 metra hæð, leiti loftið
norður yfir fjöllin. Benda athuganir á hita- og daggarmarksbreytingum til
þess, að þessu sé á þann veg farið, og skal liér tilfært lítið dærni um það.
í júlí 1955 var meðalhitinn í hitabeltislofti 9° C í 1000 m hæð yfir Keflavíkur-
flugvelli. Þegar þetta loft leitar niður hlémegin, hitnar það um 1° C pr. 100 m
og ætti því liitinn að vera 19° C við sjávarmál þar nyrðra. Það er 1° hærri liiti
en þegar um lieimskautsloft var að ræða og niðurstaðan kemur vel heim við
meðaltölin í töflu II.
Ekki er þó alltaf hægt að búast við svona góðu samræmi. í fyrsta lagi er
meðalliiti sólarhringsins á hverjum stað háður mörgum þáttum veðráttunnar
og ýmsum aðstæðum og kann að orka tvímælis að nota hann við athuganir
sem þessar. í öðru lagi höfum við lltið tillit tekið til rakans í loftinu, en þátt-
ur hans er veigamikill, þegar um innrænar hitabreytingar er að ræða. Hins
vegar höfum við gert okkur örlitla grein fyrir þeim mismunandi áhrifum, sem
hálendið getur haft á lofthitann eftir því, hvernig eðli loftmassanna er háttað,
þegar þeir koma upp að ströndum landsins.
14