Veðrið - 01.04.1958, Side 27
1. mynd. Helztu jlugleiðir frá
Keflavikurfluguelli til: 1. Oslo 2.
Kaupmannahafnar 3. Lundúna
4. Prestvikur 5. Gander 6. Goose
Bay 7. New York. Svörtu punkt-
arnir sýna helztu háloftsstöðv-
arnar á þessu svteði.
legur ruglingur, og besta lausnin væri auðvitað að nota metrakerfið eingöngu,
en það er annað mál, sem ekki verður rætt að svo stöddu.
Á fyrstu myndinni eru sýndar helztu flugleiðir frá Keflavíkurflugvelli til
ýmissa staða, svo sem New York, Kaupmannahafnar o. s. frv., en svörtu punkt-
arnir sýna háloftaathugunarstöðvar á þessu svæði, en slíkt net háloftastöðva
spannar nú allan hnöttinn. Háloftaathuganir eru gerðar 2—4 sinnum á sólar-
liring, og síðan eru þær sendar til veðurstofa víðsvegar um heim. Undirbún-
ingur að hverri flugveðurspá liefst því mörgum klukkustundunt áður en flugið
hefst. Veðurfræðingurinn dregur liálofta-kortin og gerir síðan spákort. Af spá-
kortunum sést síðan, hvaða flugleið er bezt, hvaða vindátt og vindhraði ríkir
á þeirri leið (sjá 2. mynd). Síðan er athugað, livaða veður muni vera á hinum
ýmsu flugleiðum. Til þess að sjá það verður að athuga yfirborðskortið, en á það
eru færðar veðurathuganir, sem gerðar eru við yfirborð jarðar. Þar eru tilgreind
ský, veður, vindátt og vindhraði, hitastig og rakastig, loftþrýstingur o. fl. Þegar
þessu er lokið er gerð þverskurðarmynd af veðrinu, sem flugvélin flýgur í
gegnum (sjá 3. mynd).
Á þverskurðarmyndinni eru tilgreind ýmis atriði veðursins svo sem vindátt og
vindliraði í nokkrum flughæðum, ísing (\k), kvika (_A_), liitastig og skýjamagn.
Þverskurðarmyndinni er skipt í belti, sem tekur yfir fimm lengdargráður, eins
og sést á þriðju mynd. Þegar þessu er lokið, eru lendingarspár athugaðar fyrir
þá staði, sem flugvélin mun liafa viðkomu á, og er þá undirbúningnum lokið.
Þvf næst kemur siglingafræðingurinn til sögunnar. Honum er fengið afrit af
þverskurðarmyndinni, og samkvæmt henni gerir hann flugáætlun, en í því felst
að reikna út flugtíma vélarinnar til ákvörðunarstaðar, hve mikið benzín þarf að
hafa um borð o. s. frv.
25