Veðrið - 01.04.1958, Blaðsíða 23
nm leið kemur upp í hugann sú staðreynd, að úrkoman við sjávarmál er ein-
mitt mun meiri sunnanlands en norðan. Væri þvi ekki hugsanlegt, að úrkomu-
aukning með hri’ð vœri hvar sem er á landinu ákveðinn hundraðshluti úrkom-
unnar við sjávarmál, t. d. nálægt 100% á 330 metrum, eins og úrfellið í Hvera-
dölum bendir til? Til þess að færa sönnur á þessa hjálpareglu skulum við at-
huga nokkur atriði.
í riti um meðallag úrkomunnar í Svíþjóð liefur C. C. Wallén athugað gaunt-
gæfilega aukningu úrkomu með hæð á mörgum vatnasvæðum Svíþjóðar. Hefur
hann teiknað línurit, þar sem glögglega kemur fram, að hæðaraukning úrkom-
unnar er einmitt meiri, þar sem úrkoman sjálf er mikil, í vesturhluta Suður-
Svíþjóðar. Ennfremur kemur í Ijós, að úrkoman eykst mest með liæð á þeim
árstíma, þegar liún er mest.i Meira að segja er alls ekki fjarri því, að reglan um
aukningu, sem nernur 100% af úrkomu við sjávarmál á hverjum 330 m, geti
staðizt i Sviþjóð allri.
Tökum annað dæmi. Vcstan Mýrdalsjökuls, á Sámsstöðum í Fljótshlíð, er árs-
úrkoma um 900. mm, en súnnan jökulsins 2100 í Vík í Mýrdal og 1600 á Loft-
21