Veðrið - 01.04.1959, Page 7

Veðrið - 01.04.1959, Page 7
BJÖRN L. JÓNSSON veðurfrœðingur, cand. med.: Ert þú veðurnæmur? Það er kunnara en frá þurfi að segja, að margt gigtveikt fólk telur líðan sína mjög háða veðri. Og svo kynlegt sem það kann að virðast, þá er það ekki veðrið í dag, heldur veðrið á morgun, sem spillir líðan sjúklingsins. Það eru veðrabrigðin, eða öllu heldur aðdragandi þeirra, sem á einhvern dularfullan hátt verka á líkama þeirra, sem næmir eru fyrir þessum áhrifum. Þeir eru eins konar loftvog, en eins og kunnugt er, fellur loftvog, þegar óveður nálgast, og á sama hátt versnar gigtin, löngu áður en nokkur veðrabrigði sjást á lofti. í íslenzkum þjóðháttum segir svo á bls. 141: „Þá er algengt, að menn finna á sér, ef einhver veðrabrigði eru í vændum, helzt íhlaup, stormur eða rigning eða stórhríðar. Þá ískrar eða ólmast gigtin, einkum í gamla fólkinu, og lætur ekki undan, fyrr en veðrið er skollið á; en ef rigning er í vændum, getur það ekki hrært sig fyrir máttleysi, fyrr en farið er að rigna.“ Þá er og til fjöldi frásagna um veðurglöggar skepnur, t. d. forustusauði, sem ekki var hægt að koma af stað frá fjárhúsum að morgni dags eða lögðu allt í einu af stað heimleiðis úr haganum, fundu á sér, að illviðri var í aðsigi, þó að veðurglögga bændur eða smala óraði ekki fyrir neinu. Veðurnæmt fólk og veðurglöggar skepnur eru víðar til en á íslandi. Margir munu þó ætla, að hér sé um að ræða hugarburð, tilviljanir eða hreinar kerlinga- bækur, líkt og t. d. hina rótgrónu trú margra þjóða á sambandið milli tungl- breytinga og veðurs. En hafi kvartanir gigtarsjúklinga og munnmælasögur um veðurglögg dýr við rök að styðjast, í hverju eru þá áhrif veðursins fólgin, áhrif, sem gera vart við sig, löngu áður en venjuleg skynfæri greina nokkra veður- breytingu? Fyrst minnzt er á tunglið, er ekki úr vegi að geta þess, að rannsóknir hafa ekki staðfest þá aldagömlu trú, að veðurbreytingar standi í sambandi við mynd- breytingar tunglsins. Hinsvegar er auðvelt að gera sér í hugarlund, hvernig þessi trú hafi orðið til og haldizt við. Myndbreytingar tungls eru áberandi fyrirbrigði og eðlilegt, að almenningur á öllum öldum hafi tengt þær jarðneskri viðburða- rás, ekki sízt þar sem svo vill til, að tunglmánuðurinn er merkilegt tímabil í lífi rnanna og sumra dýra. Tunglið veldur flóði og fjöru á höfunum, og í seinni VEÐRIÐ — 7

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.