Veðrið - 01.04.1959, Page 11

Veðrið - 01.04.1959, Page 11
JÓNAS JAKOBSSON veðnrfrœðingur: Hitastig yfir Keflavík Árið 1958 er íimmta árið í röð, sem VEÐRIÐ birtir línurit af daglegum breyt- ingum liitastigsins yfir Reykjanesi í 500 og 1500 metra haeð. Hinar miklu liitasveiflur í janúar bera vitni um breytilegt veðurfar. Mikill kuldakafli kom upp úr miðjum mánuðinum og stóð í hálfa aðra viku. Urðu þetta mestu frostin á árinu. Febrúar og marz svipar saman um hitafar, kalt fyrri hlutann, en lengst af frostlaust þann síðari. Aprílmánuður var fremur hlýr og hitasveiflur litlar. Aftur á móti var kalt í maí, svo kalt, að næturfrost voru á hverri nóttu, þangað til viku fyrir maílok. En þann 24. var seinasta frost vorsins í 500 m hæð, og má telja, að þá byrji sumarið, sem stóð í tæpar tuttugu vikur, eða til 10. október, en þá kom fyrsta frost haustsins í 500 m hæð. Þegar kemur fram í nóvember, vaxa hitabreytingarnar, því að veturinn er geng- inn í garð með tíðum og snöggum veðrabrigðum. Línuritið af árssveiflu hitans er nokkuð óvenjulegt útlits vegna hins lága hitastigs í maí og ágúst. Þar við bætist, að tveir hlýjustu mánuðir, sem komið liafa í 2000 m hæð síðustu fimm árin, eru júlí og september með 1,2° C og 0,8° C hita. Fróðlegt er að atliuga hitaskiptinguna í marz og maí með hliðsjón 1. mynd. Daglegar hitabreytingar í 500 og 1500 m luvð, jan.—marz 1958. — 1 1 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.