Veðrið - 01.04.1959, Page 18

Veðrið - 01.04.1959, Page 18
2. VeÖurkort 7. febr. 1959 /;/. 17. „Grunn lœgð yfir Grtenlandshafi og kuldaskil vestur af Reykjanesi. skýjabreiður endurkasta sólarljósinu misjafnlega vel. Þannig endurkasta skýin 40—80% af því, land 5—25% og haf um 5%. Tvær Ijósnæmar rafsellur í hnett- inum taka við þessu endurkasti sólarljóssins og færa það sem misjafnlega sterk- an rafmagnsstraum á segufbandstæki í hnettinum. Athugunarstöðvar niðri á jörðinni taka við sendingum frá hnettinum. Þannig fæst mynd af athugunar- beltinu í þrem litum. Hafið verður svart, fand verður grátt en skýin hvít. Þessar athuganir eru nú á byrjunarstigi, og þær munu ekki koma að notum við gerð veðurfregna í náinni framtíð, en árangurinn, sem fæst við þessar at- huganir, mun verða notaður, þegar næsti gervihnöttur verður gerður. Það er enginn vafi á því, að atliuganir frá slíkum hnöttum munu í framtíðinni auð- velda starf veðurfræðinga um heim allan og aðvaranir um fcllibylji og önnur meiri liáttar óveður munu verða nákvæmari og öruggari en nú er. Veðurratsjáin i notkun. í öðru hefti þessa tímarits 1957, bls. 60, var skýrt frá því, að í notkun væri komin ratsjá, sem hægt væri að nota við veðurathuganir. Slík ratsjá hefur nú verið í notkun á veðurstofunni á Keflavíkurflugvelli í rúmt ár. Að þessari ársreynslu fenginni er óhætt að fullyrða, að veðurratsjáin er til margra liluta nytsamleg. Ratsjáin á Keflavíkurflugvelli er af gerðinni CPC—9, bylgjulengd er 3,2 senti- metrar og mesta „sjónvídd" tækisins er 400 sjómílur. Þessari grein fylgja fjórar myndir, sem sýna sennilega betur en mörg orð, hvernig veðurratsjáin er notuð samhliða veðurkortum. 18 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.