Veðrið - 01.04.1959, Page 26

Veðrið - 01.04.1959, Page 26
og stöðvaðai' með útvarpsbylgjum, en nokkrum sinnum á ári eru silfurjoðiðið og gasbirgðir þeirra endurnýjaðar. Á sléttlendi miðríkja Bandaríkjanna varð árangur tilraunanna miklu lakari. Þar sáust ekki nein merki um, að regngerðartilraunir ykju meðalúrkomuna. Verið gæti, að úrkomumaelingar væru ekki nógu nákvæmar til að sýna lítils- háttar breytingar. Einnig er athugandi, að úrkoma er mjög breytileg frá ári til árs og frá einum stað til annars. Líklegt er því, að smábreytingar dyljist, og komi ekki frant nema í meðaltali margra ára. Ekki er þó ólíklegt, að náttúran sjái sjálft fyrir ískristöllum í flestum tilfellum, ef önnur skilyrði til úrkomu eru fyrir hendi. Heildarniðurstaða athugana nefndarinnar varð því sú, að ekki væri liægt að sjá hagnýtan árangur regngerðartilrauna, nema við sérstaka staðhætti. Nefndin mælti þó með, að rannsóknum í sambandi við regngerð væri haldið áfram. Hér að framan hefur verið gert ráð fyrir, að ískristalla þyrfti alltaf til að úrkoma félli úr skýi. Svo er oftast, að minnsta kosti þar sem frostmarkshæðin liggur fremur lágt, eins og í tempruðu beltunum og í heimsskautalöndum. 1 hitabeltislöndum verða bólstraský hins vegar allhá, án þess að þau nái upp í frostmarkshæð, og rignir stundum allmikið úr slíkum skýjum, en venjulega er þó regnið frekar smágert. Vatnsdroparnir hafa þá rekizt hvorir á aðra og runn- ið saman, en stækkun dropanna á þennan liátt tekur talsvert langan tíma, og kveður því lítið að henni nema í þykkuni skýjum. Stækkun regndropanna á þennan hátt er örari sé stærð þeirra misöfn. Reynt liefur verið að mynda regn úr skýjum, sem ekki ná upp í frostmarkshæð með því að stækka dropana í þeim, eða með öðrum orðurn, hella í þau vatni! Einhvern árangur mun þetta liafa borið, en ekki mikinn. Regngerðartilraunir hafa vakið almenna athygli, en þær eru ekki einu til- raunirnar, sem gerðar hafa verið til að liafa áhrif á veðurlagið, eða draga úr óæskilegum áhrifum þess. Nefna má hér fáein dæmi. Þar sem þurrviðrasamt er, gufar árlega mikið vatnsmagn úr uppistöðum, sem gerðar hafa verið fyrir vatnsveitur og rafstöðvar. Reynt hefur verið, að dreifa efnum á vatnið, sem mynduðu örþunna húð á vatnsskorpunni og hindruðu uppgufun. Stundum hefur þetta lánazt, en gallinn er þó oftast sá, að skánina rekur fljótlega burtu fyrir vindi og bárum. í Norður-Svíþjóð hefur verið reynt að hindra uppgufun úr snjó á svipaðan hátt, og bræða lænur í ísinn á Kyrjála- botni með því að bera á hann efni. í þessu sambandi mætti láta sér detta í hug, að einhvern tíma verði hægt að minnka jökla með því að dreifa á þá dökku efni, sem bindur orku sólargeislanna, gagnstætt snjónum, sem speglar mestan hluta hennar frá sér aftur út í geiminn. VEÐRIÐ 25

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.