Veðrið - 01.04.1959, Side 28

Veðrið - 01.04.1959, Side 28
af liendi, og leyfi ég mér að færa honum þakkir fyrir. Hann hefur þarna ráðist á einn óræktarreit í íslenzku vísindamáli og gert úr honum grænan blett. Nokkur eintök a£ Skýjabókinni munu vera til sölu í skrifstofu veðurstofunnar á 210 kr. Það er gjafverð. Jón Eyþórsson. VEÐRÁTTAN 1955 — Ársyfirlit samið d veðurstofunni. Veðrátlan hefur komið út síðan í ársbyrjun 1924. Hún flytur meðaltöl hita, úrkomu, vinda og loftþrýstings á veðurathugunarstöðum fyrir einn mánuð í senn, og auk þess eitt liefti með yfirliti um tíðarfar ársins í lieild — eða árferði. Frá 1874 lil 1918 gaf danska veðurstofan út árlega bók um athuganir á íslenzk- um veðurstöðvum, og voru þar prentaðar athuganir þrisvar á degi hverjum frá nokkrum stöðum, t. d. Stykkishólmi og Grímsey. Þannig er liægt í fljótu bragði að sjá, hvernig veöur var í Grímsey 31. jan. 1881, svo eitthvert dæmi sé tekið. Eftir að Löggildingarstofan tók við umsjón með veðurathugunum liér á landi, var gefin út Veðurfarsbók með svipuðu sniði til 1923. Þá var þessu liætt, lík- lega í sparnaðarskyni, en upp var tekið að birta aðeins meðaltöl fyrir heila mánuði í Veðráttunni, eins og fyrr segir. Var þetta mikil afturför. Samt sem áður hefur Veðráttan að geyma mikinn fróðleik um veðurfar og árferði hér á landi sl. 25 ár og er að því leyti merkilegt heimildarrit. Alls er nú birt meðaltöl frá h. u. b. 60 athugunarstöðvum víðs vegar á landinu. Síðastliðin 10 ár hefur frú Adda Bára Sigfúsdóttir annazt ritstjórn Veðr- áttunnar og umsjón með reikningsvinnu í því sambandi. Um eitt skeið var ritið orðið mörgum árum á eftir tímanum, en nú miðar mjög í rétta átt, enda þurfa meðaltölin að birtast sem allra fyrst eftir að athuganir eru gerðar, til þess að þau nái tilgangi sínum.. Ymsar fróðlegar töflur um veðurfar landsins hafa verið birtar í Veðráttunni, t. d. er í hefti þvf, sem hér er sérstaklega getið, tafla um síðasta vorfrost og fyrsta haustfrost á 59 stöðum á landi hér. Það skortir nokkuð á í liinum eldri árgöngum Veðráttunnar, að gerð sé grein íyrir aðferðum við útreikning á meðaltölum og hvenær nýjar meðallagstölur eru teknar í notkun. Á þessu liefur nú orðið breyting til bóta, svo Veðráttan verður öruggara og auðnotaðra heimildarrit en áður var til rannsókn á veðurfarssveifl- um og veðurfarsbreytingum. Þetta ber að þakka. í þessu ársyfirliti er einnig tafla um jarðskjálfta fjær og nær, sem mældust á jarðskjálftamæla í Reykjavík árið 1955. Hefur Eysteinn Tryggvason tekið hana saman. Langflestar hræringar hafa átt upptök í Vatnajökli og Mýrdalsjökli. — Minnir það á Grfmsvötn og Kötlu. Þeir sem vilja gerast áskrifendur að Veðráttunni geta snúið sér til Veðurstofu íslands, í Sjómannaskólanum í Rvík. Árgangurinn kostar aðeins 15 kr. Ján Eyþórsson. VEÐRIÐ — 27

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.