Veðrið - 01.04.1961, Side 12

Veðrið - 01.04.1961, Side 12
stöSvum, þó ekki á Suðureyri í Súgandafirði, þar er gróðurlaust með öllu í lok mánaðar og mikill snjór í norðurhlíðum fjarðarins. Þannig er saga vetrarmisserins lauslega rakin eftir umsögn veðurathugunar- manna. En bæði þeir sem nefndir hafa verið í þessu yfirliti og margir aðrir senda Veðurstofunni tíðarfarslýsingar í orðum með töluskýrslum sínum um veðrið og eru þær mjög vel þegnar. Ekki hefur enn verið unnið úr öllum veðurtölum vetrarins, en hór fylgir yfirlit um hita, sólskin og úrkomu í Reykjavík og á Ak- ureyri. Aðrar niðurstöður verða hirtar í Veðráttunni innan skamms. Hiti ° C. (í svigum fyrir neðan meðallagið 1901 — 1930). Nóv. Des. Jan. Febr. Marz Apríl Mcðaltal Reykjavík 3.0 0.2 1.6 0.7 0.8 2.4 1.4 (1.4) (0.0) (-0.6) (. -0.2) (0.5) (2.6) (0.6) Akureyri 2.6 -0.6 0.0 -0.9 -0.6 -0.6 -0.0 (-0.5) (- 1.9) (-2.5) (• -2.0) (-1.7) (0.8) (- 1.3) Úrkoma, mm. (í svigum fyrir neðan meðallagið 1931-1955). Reykjavík 27 65 82 64 112 22 372 (80) (82) (92) (63) (65) (49) (431) Akureyri 44 104 44 46 42 40 320 (43) (53) (42) (40) (44) (32) (254) Sólskin, lilst. Alls (í svigum fyrir neðan meðallagið 1930-1949) Reykjavík 78 13 39 55 79 170 434 (31) (6) (18) (54) (106) (135) (350) Akureyri 10 1 8 43 70 90 222 (14) (0) (6) (35) (75) (108) (238) Alþjóðlegi veðurdagurinn. Alþjóðaveðurfræðistofnunin, sem hefur aðsetur í Genf, hefur ákveðið, að 23. marz ár hvert skuli vera alþjóðlegur veðurdagur, og var þess rninnzt í fyrsta sinn þann dag á þessu ári. Veðurstofan efndi þá til sýningar í glugga Málarans í Reykjavík, og er mynd af hluta hennar á forsíðu. Fyrir miðju er liitamælaskýli, en frá því greinast þræðir til allra veðurstöðva á landinu, en þær eru sýndar á stóru korti á bak við. Til vinstri er veðurkort dagsins, en til hægri sjálfvirk fjarritvél, sem tekur á móti veðurskeytum frá útlöndum. Var hún höfð í gangi þarna í glugganum. Á myndskreyttum spjöldum var kynnt starfsemi veðurstofunnar og þjónusta við atvinnuvegi, en yfir öllu snýst vindmælir. — 1 1 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.