Veðrið - 01.09.1962, Síða 5
skyldi hann gera athuganir — eftir nánari fyrirmælum, og fyrir þetta starf „höf-
um vér náðarsamlegast veitt honum 80 rd árlega, unz ofangreint prestakall losnar."
Sama dag gefur konungur út nýtt erindisbréf til handa Eyjólfi. Þar er honum
falið að velja þegar með samþykki stiftamtmanns heppilegan stað á prestsetr-
inu Staðastað undir byggingu fyrir athuganir sínar ásamt húsnæði handa sjálf-
um sér og hefja þegar að reisa það. — I iiðru iagi skal hann halda nákvæma bók
yfir mælingar sínar — ----og tilgreina þar álestur loftvogar, liitamæla og athug-
un vinda og veðurs daglega allt árið.
Stiftamtmaður skal iiafa yfirumsjón með því, að stofnun þessi svari tilgangi
sínum. Athugari skal senda Vísindafélaginu ár hvert afrit af athugunum sínum
frá I. júlí til 30. júní, og árlega skal hann á alþingi sýna stiftamtmanni frumbæk-
ur sínar og afrit, en stiftamtmaður staðfesta með áritun sinni, að afritið sé rétt,
áður en það er sent.
Jafnframt (21. maí 1770) er Thodal stiftamtmanni ritað um Eyjólf Jónsson
og störf hans í samræmi við erindisbréfið. Skal stiftamtmaður sjá um, að nauð-
synlegar byggingar verði reistar á Staðastað.
í konungsbréfi ö. maí 1773 vísast til bréfs Tliodals, þar sem hann liefur
tilkynnt, að sér liafi borizt svo seint fyrirskipun um byggingu á Staðastað, að
eigi hafi verið unnt að framkvæma hana samsumars, enda liafi Eyjólfur Jóns-
son löngum verið sjúkur. Thodal liafi því lagt til, að athuganirnar yrðu gerðar
á Bessastöðum og leitt rök að því. Fellst konungur á, að athugunarstöðin verði
reist á Bessastöðum í samráði við Eyjólf Jónsson og þegar hafizt handa um
framkvæmdir.
í konungsbréíi til Thodal, 5. maí 1774, eru rakin fyrri fyrirmæli, en þar
sem nú eigi að byggja upp Bessastaðakirkju, hvort ekki mætti útbúa athugun-
arstöð í kirkjuturninum. Auk þess er lagt til, að stiftamtmaður eftirláti lítið kot-
býli í eigu konungs, Lambhús, undir bústað athugara, þar eð kot þetta sé vart
meira en í 500 skrefa fjarlægð frá kirkjunni. Skyldi nú ekki reynast unnt að
athuga úr kirkjuturninum, verði að reisa stjörnuturn á Lambhúsum. — Eyjólfur
Jónsson skal afsala sér von í Staðastað, en árslaun hans hækki í 100 rd, þegar
kallið losnar.
Arið eftir, 1775, deyr Eyjólfur Jónsson (21. júlí), og er þá ekki frekar aðhafzt
um sinn.
H. 4. maí 1776 ritar kanzellíið prófessor Horrebow, að honum sé heimilt að
taka til æfingar í stjörnumælingum Eyjólf stúdent jónsson Moe, svo að hann
geti orðið eftirmaður nafna síns. Skuli hann og njóta 80 ríkisdala sem styrks
til námsins.
Nú líður og bíður til 22. júlí 1878. Þá er birt konungsbréf til prófessors.
Thomas Bugge um nemanda til þess að gerast athugari á íslandi: Vér Kristján
sjöundi höfum áður [1776] fallizt á þá tillögu Horrebows heitins prófessors, að
taka Eyjólf Johnsonius Moe til æfinga í stjörnumælingum og veitt honum
80 rd. á ári, svo að hann gæti síðan tekið að sér athuganir á íslandi. Þar sem þú
tilkynnir nú, að nefndur Moe hafi aldrei mætt til æfinga þrátt fyrir áminn-
ingar — — — og þú hafir þess vegna augastað á öðrum manni, stúdentinum
VEÐRIÐ
41