Veðrið - 01.09.1962, Page 7
Lambhús slóðu um 330 m suðveslur aj kirkjudyrum á Bessastöðum. Nú er slétt-
ur túnbali þar, sem beerinn stóð.
muni verða ódýrari fyrir fjárhirzlu konungs en að liækka árslaun Lievogs, en að
(iðrum kosti verði það vart umflúið.
Með vorskipunum barst sliftamlmanni jákvætt svar frá kanzellíinu, ds. 8. apríl,
og með haustskipunum ritar hann langt svarbréf, ds. 3. okt. 1780, og gerir grein
fyrir framkvæmdum sínum á Lambhúsum. Helztu atriðin eru þessi:
í sumar var ntýrin ræst fram og túngarður hlaðinn norðan við túnið á Lamb-
húsum, og í l'yrra haust tókst að ljúka við húsið, þótt erfiðlega gengi vegna
votviðranna að útvega öll þau kynstur af torfi, sem fara í slík hús með íslenzku
sniði. Ivostnaður varð alls 200 ríkisdalir — auk 5 tunna af kalki og 850 múrsteina
í reykháf, og var það fengið að láni af birgðum Bessastaðakirkju. Með núvcr-
andi timburverði hefði kostnaðurinn orðið meiri, ef ég liefði ekki keypt gott
timburhús í Hafnarfirði árið 1774 á 90 ríkisd., en hafði kostað 130 rd að byggja,
þcgnr timburverð var hagstætt. Þetta hús var lengt um li. u. b. 3 álnir, og er
lengd þess að utanmáli við jörð 20i/2 alin og breidclin 13^4 alin en innanmál
14^4 x 7|4 alin. Mismunurinn stafar af hinum þykku moldarveggjum fslenzkra
húsa.
í húsinu er stofa, lítið herbergi, eldhús, anddyri og loft yfir með gluggum og
skilrúmi. Stofan, herbergið og eldhúsið cr þiljað innan. Kakalofn í húsinu hefur
verið og er að láni, og þarf nýjan í hans stað.
Þá er kanzellíið beðið við þóknanlega hentugleika að sjá til þcss, að kalkið
og múrsteinarnir verði endurgoldnir í sama, nema það vilji heldur fela bréf-
ritaranum að annast það.
„Túngarður með djúpum skurði utan við er senn fullgerður með fram mýr-
inni alveg upp að túnvellinum. Er hann alis 821 alin að lcngd og hæð l:j4 alin
— auk skurðsins. Var þetta örðugt verk vegn \ hinna mörgu tnógrafa, sem fyrir
urðu, fullar af eðju. Þrír menn liafa unnið að þessu verki frá júníbyrjun tif
þcssa dags, svo að kostnaður er þegar orðinn framt að 50 rd. Aðeins lítill hluti
garðsins hefur verið þakinn torfi, en það er nauðsynlegt, ef hann á að endast
vcl, og mun það kosta meira cn þessa 10 rd. Þegar loksins lýkur verkinu, mun
ég senda reikning yfir það og sömuleiðis kostnað við húsið. Auk þessa hefur
stjörnufræðingur vor þegar fcngið 5 ársfjórðungalaun, alls 100 ríkisdali. Og
VEÐRIÐ
43-