Veðrið - 01.09.1962, Síða 11
og natinn við verk sitt. Fátækur hefur hann verið og borizt lítt á. Thodal stift-
amtmaður virðist hafa verið honum veiviljaður, enda báðir Norðmenn. Eftir
brottför Thodals liefur sennilega andað kaldara frá liöfðingjasetrinu í garð
stjörnuskoðarans og ekki trútt um, að eigi hafi verið litið á Lambhúsabónda sem
liornreku iiöfuðbólsins. Hvergi er jress getið, að Lievog hafi verið drykkfelldur.
Fáein dæmi skulu nefnd, sem styðja þetta álit mitt á Lievog og högum hans.
Fyrst í stað voru laun hans greidd úr fjárhirzlu konungs í gegnum hendur
stiftamtmanns, síðar af Hafnarfjarðarverzlun samkv. ávísun hans. H. 2. júní
1788 skrifar t. d. Levetzow strengilegt bréf Muxoll kaupmanni i Hafnarfirði og
átelur hann fyrir að liafa ekki greitt ávísun, sem stiftamtmaður hafði gefið úl
2. apríl um vorið til handa Lievog, fyrir launum lians á fyrsta fjórðungi ársins.
Bréfið hefur líklega borið árangur, en 3. okt. um haustið ritar stiftamtmaður
Lievog og tilkynnir honum, að kaupmaður hafi tjáð sér, að hann hefði aðeins 7
rd í sjóði. Ekki kveðst stiftamtmaður heldur geta greitt honunt laun hans fyrir
3. ársfjórðung, sem nú séu fallin í gjalddaga, og eigi viti hann nein úrræði í því
efni. Að vísu hafi hann undir höndum nokkra peninga, sem rentukammerið
eigi, en jteim sé ráðstafað og meira til, og Jarðabókarsjóður þurfi á meiri styrk að
halda en hann hafi notið til þessa, ef hann eigi að standa í skilum með sitt.
Um líkt leyti hefur J)ó hlaupið nokkuð á snærið hjá Lievog. H. 20. júní 1788
fyrirskipar konungur á þessa leið: I'ar sem stjörnuturninn í Vardöhus verður
lagður niður, skulu áhöld jiaðan sendast, samkvænu tillögu vors elskulega pró-
fessors Bugge, til Islands, og stjörnumeistari Lievog, sem aðeins fær 100 rd, en
hefur getið sér góðan orðstír, skal fá til viðbótar þá 100 rd, sem stjörnumeistar-
inn í Vardöhus hafði. Enn fremur skal kaupa nýtt transit-áhald í stað Rota
meridiana, sem kvað vera því sem næst ónothæft.
Sést af þessu, að prófessor Bugge hefur látið vel af störfum Lievogs og gert sig
ánægðan með athuganabækur hans.
H. 11. júlí sumarið eftir ritar stiftamtmaður Lievog og tilkynnir honum, að
kanzellíið hafi skrifað sér 14. marz sl. og tilkynnt að rentukammerið hafi lofað
að sjá um greiðslu á þeim 100 rd sem honum beri í árslaun, en kanzellíið muni
síðan endurgreiða rentukammerinu. Ekki liafi sér þó borizt nein staðfesting á
jæssu frá rentukammerinu. Á launahækkun er því ekki minnzt.
Arið 1788 kom út í Kmhn. bók eftir P. de Lövenörn aðmírál: Beskivelse over
den islanske Kyst og alle Havne fra Fugle-Skiœrene til Stikkelsholm i Brede-
Buglen með Forklaring over deres Indseiling (72 bls. 4to með 14 uppdráttum.)
Af þessari bók hefur Lievog fengið eitt eintak, en ritar stiftamtmanni 12. júlí
1788 og Jjykist Jjurfa að fá annað til viðbótar. Þessu svarar stiftamtmaður Levet-
zow mjög kuldalega í bréfi, dagsett 12. ágúst s. á. Segist aðeins hafa fengið 10’
cintök handa öllu Suðuramtinu, og af Jjeim hafi eitt þegar verið sent Lievog til
afnota og varðveizlu í hinum íslenzka siglingaskóla1). Geti hann )>ví ekki'
réttlætt J)að að senda tvö eintök á eitthvert minnsta býlið, hvar ekkert útræði sé
stundað og enginn sjómaður eigi heimili. Fái hann ekki betur séð en Lievog geti
1) Den Islandske Navigations Skole, eins og stiftamtmaður kemst að orði, hef ég hvergi
annars staðar séð nefndan á þessu tímabili. — J. Ey.
VEÐRIÐ --- 47'