Veðrið - 01.09.1962, Qupperneq 22

Veðrið - 01.09.1962, Qupperneq 22
til varnar ýmsum skordýraplágum. Einnig er rannsakað, við hvaða hitastig og rakastig lirfur ýmissa skordýra byrja að láta kræla á sér og gera usla í gróðri. Hlutverk veðurfræðingsins er svo að sjá fyrir, hvenær raka og hitastigið fer upp fyrir hættumerkið og senda þá út aðvaranir til bænda. Þarna kemur samt fleira til greina, því að sé stórrigning í vændum, er óþarfi og reyndar tilgangslaust að úða, því að úðunarefnið skolast burt. Eftir J>ví sem heimamenn sögðu, hafði Jjcssi starfsemi reynzt vel, og bændur voru ánægðir nteð hana, enda sparaði liún J)eim mikið fé. Að þessari heimsókn lokinni var haldið til Lundúna aftur, Jtar sem gestirnir kvöddu og ])ökkuðu fyrir sig. Þegar einn snauður veðurfræðingur leggur upp í reisu sem hér hefur verið lýst, J)á verður Jrað tæplega gert án J)ess að til komi aðstoð góðra manna og stofn- ana. Mér er ])ví bæði skylt og ljúft að bera fram ])akkir mínar til British Council og allra ])eirra aðila, er greiddu för mína, og vil ég einkum nefna Veðurstofu fslands. Borgþór H. Jónsson. JÚNAS JAKOBSSON: Hitastig yfir Keflavík Hitalínur annars og þriðja fjórðungs þessa árs koma hér fyrir almennings sjónir. A þessu tímabili hefur liitinn verið nokkuð undir meðaltali síðustu ára, að undanskildum maímánuði, sem varð heldúr hlýrri en venja er. Samanburð- ur er miðaður við hæð frostmarks frá sjó, en ekki lofthita í neinni ákveðinni hæð. Framan af aprílmánuði var kalt. Til landsins berst loft skammt að komið, nema þ. 4. til 6. Þá lagði hingað heimskautaloft frá Norðaustur-Grænlandi og gérði kuldakast með talsverðri snjókomu fyrir norðan. Rétt lyrir miðjan mán- uðinn breytti um tíð. Allmikil lægð kom sunnan frá Nýfundnalandi og sett- ist að nálægt Suður-Grænlandi. fafnframt myndaðist hæð yfir Bretlandseyjum og Norðurlöndum. Suðlæg átt varð einráð og gerði hlýindi um allt land. Héld- ust þau í þrjár vikur samfleytt, svo að gróður komst vel af stað. Þriðja maí kólnaði aftur og heldur köld veðrátta hélzt næsta þriggja vikna bil. Norðaustlægir vindar fluttu að landinu svalt loft frá Noregshafi. Síðustu vikuna hlýnaði þó nokkuð með suðlægu lofti í bili. Hinn 30. kólnaði þó aftur og frysti víða um land. í 500 m hæð yfir Keflavík varð þetta síðasta frost vorsins. Nú í haust kont fyrsta frostið í þeirri hæð lö. september. Eftir þeim mælikvarða hefur lengd sumarsins orðið aðeins hálf sextánda vika í ár, eða næst stytzta sumar á átta árum. 58 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.