Veðrið - 01.09.1962, Síða 29
inni, og séu þeir úlfar skærir og fagrir sem ljós, þýðir ætíð mjúka, milda
og góða veðráttu.
23. Sjáist skær hringur einn í kringum sól og dragist hann allur af í einu og
gerir ekkert hlið, Jjýðir jafnan góða veðráttu.
24. Merk: að maður skal grant að gæta hverjum hring um sólina, hversu litir
jjeir eru, og af lit þeirra marka veðráttu, eftir því sem hér er frá sagt.
25. Ef manni sýnist sólin of rauð eftir sólhvörf á vetur, nierkir frostveður og vind.
26. Ef í kringum sól sjást oft dökkvir og grænir hringir, Jrýðir kaldan vetur
með frosti og snjóum.
27. Ef að sólin sýnist í uppgöngu eður niðurgöngu grænbleik eður gulförfuð',
nierkir fjúksaman og stormasaman vetur.
28. Nær sólin er hulin í uppgöngu með gulum og grænum skýjum, er víst teikn
til votrar veðráttu.
29. Sjái menn á degi sólina sem einn hnött eður sem kringlótt klót í gegnum
Jjykkni og grá ský, það Jjýðir ætíð eftirkomandi vota veðráttu, vind og
storma.
Framhald siðar.
Ur ýmsum áttum
Sléttubönd og krossgátur.
Krossgátur eru nú ýmsum dægradvöl og allgóð nýjung í dagblöðum og skemmti-
ritum. Löngu áður en Jjær komu til sögunnar, höfðu margir fslendingar — og
hafa enn — dægrastyttingu af |)ví að setja saman dýrt kveðnar vísur með ýmsum
bragarháttum, þótt oltast muni gripið til sléttubanda. Sjaldan er keppt eftir
skáklskapargildi í slíkum kveðskap, en hann er vitanlega ágæt æfing brageyra
manna og hagmælsku og ber í því efni langt af hinum vcnjulegu krossgátum.
Þórður Kristleifsson menntaskólakennari á Laugarvatni dundar við sléttu-
bandavísur, m. a. um veðrið og höfuðskepnurnar, sem jafnan eru tiitæk yrkisefni.
I-Iér er ein mergjuð brimvísa — áfram og aftur á bak:
Lyftist gnoðin, hamast hrönn,
hlymur boðinn grái.
Sviptist voðin, amar önn,
yniur hroðinn flái.
Flái hroðinn yniur, önn
amar, voðin sviptist.
Grái boðinn lilymur, lirönn
hamast, gnoðin lyftist.
Um norðanveðrið 23.-24. nóvember 1961, eru m. a. þessar vísur:
Hylur skvettinn húsin há
hristir, sprettinn glæðir.
Þylur glettinn, skeflir skjá,
skimar, grettinn hræðir.
VEÐRIÐ — 65