Veðrið - 01.04.1969, Blaðsíða 13

Veðrið - 01.04.1969, Blaðsíða 13
3. mynd. Raforkuver andrúmsloftsins i fullum gatigi. Ljósop myndavélarinnar var látið standa opið í nokkrar minútur, þannig að margar eldingar sjást, sem e.kki leiftra samtimis. Sterkustu eldingarnar eru á milli skýja og jarðar, en veikari leiftra milli mismunandi hluta sltýsins. (Tlteo I.öhsaek: Der Atem der Erde). veðri síðustu tíu árin, að allmargar stöðvar ltafa ekki gert athuganir allan tím- ann. Kemur því aðeins takmarkaður samanburður til greina. Eins og taflan hér að framan ber nreð sér, er þrumuveður algengast í vetrar- mánuðunum desember—febrúar, svo koma sumarmáuðirnir þrír, en vor og haust eru þrumuveður tiltölulega fátið. Kortið á mynd 4 sýnir aftur fjölda þrumudaga á einstöku stöðum á þessu tímabili. Sést þar liversu þrumuveður eru langtum tíðari á Suður- og Suðvestur- landi en í öðrum landshlutum. Eru þó aðeins þrjár stöðvar, senr ná því að hafa tvo þrumudaga að jafnaði á ári, þ. e. Vestmannaeyjar, Kirkjubæjarklaustur og Lækjarbakki í Gaulverjabæjarhreppi. Til samanburðar má geta þess, að í Mið- Evrópu eru þrumudagar til jafnaðar 15—25 á ári hverju. Það verður því ekki sagt að þrumuveður sé algengt veðurfyrirbæri liér á landi, og tjón af þess völdum er hveríandi, miðað við það, sem gerist víða er- lendis, einkum þó í heitari löndum. í liitabeltinu eru að jafnaði 60—180 þrumudagar á ári, og stöku staðir eru sérlega hrjáðir, eins og bærinn Butenzorg á Java, þar sem þrumur og eldingar geysa að jafnaði 322 daga ársins. Og víst er það, að af þeim sextán milljÓn þrumuveðrum, sem sagt er að árlega eigi sér stað á jörðu hér, á mestur hluti upptök sín í grennd við miðbaug. Þar eru líka ]>au skilyrði fyrir hendi í and- rúmsloftinu, sem nauðsynleg eru til þess að þrumuveður eigi sér stað, þ. e. hlýtt og rakt loft og mikið hitafall í andrúmsloftinu. Það munu aðallega liafa verið auknar flugsamgöngur, sem hvöttu til svo ítar- VEÐRIÐ 13

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.