Veðrið - 01.04.1969, Blaðsíða 30
Bréf
Undanfarin ár hafa verið kaldari en menn hafa vanizt siðustu áratugi. Þó liafa þau ckki vcrið
verri en svo, að sambærilegt má teljast við ineðalárferði um aidamót. En samt liafa áhrif þessa
kulda á margan iiátt verið áberandi, og iná sjá eitt dæmi þess í þessu bréfi. P. li.
Hr. veðurfrœðingur
Páll liergþórsson.
Lækjamóti 26/II 1966.
Á s. 1. sumri gerði ég mér far um að grennslast um klaka í jörð. Bændur
fengu á s. 1. vori og sumri ýmsa reynslu, sem þeir liafa ekki haft ;tf að segja
síðan vélaöld hófst enda ekki langur tími liðinn. En þar er skemmst af að
segja, að vorverk urðu ekki unnin á venjulegum tíma vegna lileytu í jörð og
fannst mér svo haldast allt sumarið, að jörð þornaði ekki eðlilega. Bóndinn
á Kollufossi í Miðfirði sagði mér að þegar hann var að hirða af stykki í túni
sínu í ágústlok þótti honum mjög rakt og stakk niður hrífuskaftinu og fann
klaka á tæplega metra dýpi, en taldi að hann mundi hafa þiðnað, því hann
liefði verið orðinn þunnur og jafnvel götóttur. I síðustu viku ágúst þiðnaði í
vatnsleiðslum bæði á Króki og í Hlíð nær samtímis á báðum bæjum. Er þó ekki
þar með sagt, að jörð hafi verið fullþiðnuð. í skurðruðningum, sem jafnað var
um sama leyli, var mikill klaki svo að þeim varð ekki jafnað fyllilega á sömu
bæjum. Bóndinn á Króki sagði mikinn klaka í skurðruðningum í lok septem-
ber og ekki hefur liann þiðnað eftir það. En jörð taldi hann almennt alþíða,
en mér er það efamál að svo hafi verið alls staðar hjá honum. Hér á Lækja-
móti var tekinn mikill skurðruðningur í byrjun ágúst. í lionum var enginn
klaki, og get ég ekki búizt við, að liann hafi þá verið annars staðar í jörð á
þeim tíma hér um lágsveidna enda hæð aðeins um 30 m yfir sjó. Við Fitjárdraga-
skála (500 m) aðgætti ég um klaka í lok september. í mýrlendi við skálann
reyndist aðeins 50—60 cm ofan á klaka, og fann ég hvergi klakalaust en vegna
þess hversu allt land er grýtt þar sem annars staðar á hálendinu gat ég ekki
auðveldlega pjakkað niður nema í mýrina og þar við varð að sitja. Þegar
ég fór fyrst á hciðina um 1930 varð mér starsýnt á rústirnar í flánum fremst
á heiðinni. Þær eru nú löngu horfnar, en rústamyndunin var víst komin í
fullan gang aftur nú á þessu sumri og lýsi ég því ekki nánar.
Útvarpið mun hafa haft eftir þér í sumar að þú vissir ekki dæmi um að
klaki hefði ekki þiðnað yfir sumarið í byggð. Árið 1918 þiðnaði ekki klaki
í kirkjugarðinum í Víðidalstungu. Veturinn eftir sem var rnjög mildur var
tvöfaldur klaki þar við grafartekt og langt á milli. Sá efri þunnur, sá neðri í
nær metra dýpi, að ég hygg. Ég orðlengi þetta ekki meir en bið þig halda
til haga ef hér er einhver viðbót við annað um sama efni.
Vinsamlegast,
Sigurður J. Líndal.
30 — VEÐRIÐ