Veðrið - 01.04.1969, Blaðsíða 14
legra rannsókna á þrumuveðrum og raun varð á. En þau veðurfyrirbæri, sem
einkum eru hættuleg flugvélum í loftinu, eru: eldingar, ísing, hagl og livika,
en öll þessi fyrirbæri er að finna í þrumuskýinu. Flugvélasmiðir smíða vélarnar
með tilliti til þess, að þær þoli þau átök, sem eiga sér stað í þrumuskýi, og
liafa tölur á hraðbergi þar að lútandi. En reyndur flugmaður i farþegaflugi
gerir sér ekki leik að því að fljúga inn í þrumuský. Hins vegar kemur það ekki
ósjaldan fyrir, að eldingu slái niður í flugvél á flugi, en tjónið, sem af því
lilýzt, er sjaldnast meir en göt í ílugvélarskrokkinn, sent kunna að vísu að valda
leka, þannig að erfitt reynist að halda jöfnum þrýstingi í vélinni. En þegar
ljósagangurinn skýtur okkur flugfarþegum skelk í bringu, er rétt að hafa það í
liuga, að þótt orsakir ýmissa flugslysa séu óupplýstar, eru ekki heimildir fyrir
því, að elding ein saman hafi grandað flugvél, a. m. k. ekki stærri farþegavélum.
Eldingar kunna samt að hafa haft fingur með í spilinu, ásamt öðrum orsökum,
sem raskað hafa svo flughæfni vélar, að leitt hafi til tortímingar.
Veðurstofur um allan heim reyna að fylgjast með þrumuveðrum, bæði þeim,
sem þegar geysa, og svo þeim, sem Ijúizt er við að eigi sér stað á næstunni.
Og aðvaranir eru sendar út til flugvéla um þrumuveður og önnur þau veður-
lyrirbæri, sem varhugaverð eru talin.
En það, sem gerir verkefnið einatt erfitt viðfangs, er sú staðreynd, að oft á
tíðum slær eldingu niður í flugvél á svæði, þar sem engar fregnir af þrumu-
veðri voru fyrir hendi, hvorki fyrir eða eftir að eldingin átti sér stað. Það er
14 — VEÐRIÐ