Veðrið - 01.04.1969, Blaðsíða 18
Daglegar hitabreytingar i 500 og 1500 m hœð, janúar—marz 1969.
Febrúar var rúmum tveim stigum kaldari en í meðalári, bæði við jörð og
ofar, enda kom þá kaldasti kaflinn á vetrinum, jrcgar tæp vika var liðin af
mánuðinum. Hinn 6. var frostið að meðaltali 17 stig á landinu klukkan 18, og
mun þetta hafa verið kaldasti dagur, sem komið hefur hér á landi um áratuga
skeið. Nóttina eftir komst frostið í Reykjavík í 17.6 stig, og hefur aldrei orðið
jrar meira síðan 1918. Fyrstu þrjár vikur mánaðarins gerði skammvinnar hlákur
milli kuldakastanna, en síðustu vikuna var hlýrra. Þá var fyrst austanátt og
gerði strax Jríðu á Suðurlandi, og síðustu jnjá dagana þiðnaði einnig fyrir norð-
an, cftir að vindur snerist í suðrið.
í marz var hitinn rúmu stigi undir meðallagi við jörð, en rétt við j>;\ð, þegar
komið var upp í eitt jjúsund metra hæð. Miklar og snöggar hitasveiflur voru
í fyrstu vikunni, j>ví að aðsópsmiklar lægðir gengu liratt norðaustur yfir landið.
Hinn 5. gerði t. d. fárviðrið, sem tók af jiakið á Lindu á Akureyri og olli þar
margs konar tjóni öðru. Upp úr þessum sviptingum komst vindur í norðrið,
eins og ætla má af hitaritinu. Við norðausturströndina var |\á hvöss norðvestan-
átt, svo að hreyfing komst á ísrekið, sem Jjar var ekki langt undan. Hinn 12.
kannaði Landlielgisgæzlan ísinn úr lofti, og var þá komin jakadreif suður með
Austfjörðum allt suður að Dalatanga. Næstu daga var vindur sunnanstæður, svo
að ísinn hvarf til hals. Við Norðurland hefur sama sagan endurtekið sig hvað
eftir annað síðan um áramót. Með norðlægum vindum hefur orðið vart við
jakastangl hjá annesjum, en sfðan hefur ]>að horfið frá með landáttinni og
hvarflað út undir meginísinn, sem legið liefur tiltölulegá skammt undan. Og
jjað, sem liefur forðað því, að ís yrði landfastur í ár, er, að vindur hefur aldrei
18 — VEÐRIÐ