Veðrið - 01.04.1969, Blaðsíða 23

Veðrið - 01.04.1969, Blaðsíða 23
ÚRKOMA, mm. (í svigurn fyrir neðan meðallagið 1931—1960). Okt. Nóv. Des. Jan. Febr. Marz Reykjavík 49 77 98 35 61 131 (97) (85) (81) (90) (65) (65) Akureyri 45 33 31 37 52 32 (57) (45) (54) (45) (42) (42) Höfn 126 249 106 118 79 81 (Hólar 1931-60) . .. • (170) (187) (185) (191) (115) (132) SÓLSKIN, klst. (í svigum fyrir neðan meðallagið 1931—1960). Okt. Nóv. Des. Jan. Febr. Marz Reyk javík 96 27 23 42 72 81 (71) (32) (8) (21) (57) (106) Akureyri 42 18 0 3 55 73 (51) (13) («) (6) (32) (76) Hólar 54 15 14 20 89 65 (Hólar 1958-67) ... • (99) (59) (27) (39) (85) (128) DORGÞÓR H. JÓNSSON: V eðurtunglamyndir Nú er um það bil liáll öld síðan Jack Bjerknes og félagar hans gerðu kunna kenningu sína í veðurl'ræði um meginskil (frontakenninguna). Kenningu sína settu þeir fram í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. íslenzka orðið meginskil er þýð- ing á erlenda orðinu front, en svo nefndi Bjerknes skilflötinn milli kaldra og ltlýrra loftmassa. 1 stórum dráttum má lýsa þessu þannig: Vegna mishitnunar yfirborðs jarðarinnar er lofthjúpurinn kaldur yfir hjarnbreiðurji og hafísflæmum heimsskautanna, en mjög hlýr yfir sólbökuðum höfum og lendum hitabeltanna. Kaldi loftmassinn yfir lieimsskautunum vermist auðvitað eftir Jrví sem sunnar dregur, a. m. k. á norðurhvelinu, og varmi loftntassinn kólnar eftir Jtví sem norðar dregur, en vegna vindakerfanna innan loftmassanna kemur að lokum að Jtví, að hitamismunurinn milli loftmassanna skerpist svo ntjög, að ekki er hægt að tala um jafna breytingu á hitastiginu. Hitastig lofthjúpsins tekur stökkbreyt- ingu í vissum afmörkuðum skilfleti. Þennan skilflöt nefndu Jteir Bjerknes og félagar front, eins og áður var sagt. Það má segja, að réttara sé að kalla Jretta landamæri. Það er fyrst Jtá, er annarhvor loftmassinn gerir innrás á yfirráða- svæði hins, að tala má um front eða víglínu, og [)að er einmitt í [tessari merk- ingu, sem ég hygg, að linglakið hali upprunalega verið notað. Þegar napur norðannæðingur streymir suður og hrellir mannfólkið, sýnir það, VEÐRIÐ — 23

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.