Veðrið - 01.04.1969, Blaðsíða 28

Veðrið - 01.04.1969, Blaðsíða 28
KINAR H. EINARSSON: Um hitamismun á Skammadalshóli og Loftsölum vorið 1968 ÞaS hefur Iöngum verið talið, að lítt kæmi það við okkur Mýrdælinga, þótt liatís legði leið sína að norður- og austurströnd íslands, nema í þau iáu skipti, sent hann liefur rekið Jiér vestur með Suðuriandinu, en eftir síðastliðið vor er é‘g ekki inn á því, að svo sé'. Allmörg undanfarin ár lief ég gert lofthitamælingar hér á Skammadalshóli, og oft hef ég borið saman mínar mælingar og mælingar á Loftsölum og venjulega Itefur munað þar litlti með lofthita, nema í vestan- kalda, sérstaklega í heiðríkju á sumrin, þá getur munað ]iví, að liiti hér heima sé allt að 3 stigum hærri, og mun því valda, að þá leggur sjávarloftið meira yfir Loftsali. Þá er og stundum kaldara þar í norðanátt, og mun því valda skjólið hér, sem heiðarhrúnin skapar. A síðastliðnu vori, þegar kontið var um miðjan maí, fór ég að taka eftir því, að mjög skipti um nteð liitamismun hér og á Loftsölum. Suma dagana varð sá munur 3 til 5 stig, livað heitara var hér heima, og virtist litlu ráða um af hverri áttinni hann blés. Til dæmis 18. maí var síðdegis 5 stigum heitara hér heima, en þá var iiæg austanátt, og í slíkri vindstöðu er hitamismunur um- ræddra staða venjulega sama og enginn; þessi óvenjulegi liitamismunur varaði allt fram í júlí. Nú er svo, að því miður hef ég ekki neinar sagnir um sjávarhitamælingar hér við suðurströndina frá umræddu tímabili og verð því að byggja mínar álvktanir á ágizkun einni saman, en slíkt eru aldrei haldgóð rök. En ég gat sem sé ekki fengið aðra skýringu á þessu en þá, að þegar hafísinn var kominn allt vestur á móts við Oræfi, liafi sjór kólnað svo hér við suðurströndina, að aukinn sjávar- kuldi liafi valdið þessunt hitamismun, þótt ekki sé Skammadalshóll nema um 5 km frá sjó. Þá er að athuga, hvernig þessi hitamismunur verkaði á gróðurinn. Það var ekki hægt að sjá mikinn mismun á grassprettu við sjávarsíðuna og liér uppundir hlíðinni, enda stafaði hin trega spretta hér í Mýrdal í maí ekki af því, að svo kalt væri í veðri, því að t. d. hér hjá mér var miðdagshiti langt yfir meðallagi siðustu ára, en nætur lúti mun vart hafa náð meðallagi, heldur stafaði það af því, livað iítið rigndi, og jörð orðin svo þurr, að hún gat alls ekki sprottið, sem stafaði líka af því, að seint í apríl var allur klaki úr jörð, svo að klakabráð var heldur engin til að miðla jarðveginum raka. Þetta mun nærri nýtt fyrirbæri hér í Mýrdal. Á öðru viðvíkjandi gróðri sá ég mun, því að á Dyrliólaey blómstr- uðu t. d. geldingahnappur og lambagras nærri tveim vikum síðar cn liér á lieiðar- brúninni, sem þó liggur nokkru hærra, en með þessar plöntur hefur hiti frekar en raki áhrif á blómgunartíma. Annað var það, er vakti grun minn um það að sjór hefði í maí og júní orðið óvenju kaldur, a. m. k. hér næst landi, var það, 28 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.