Veðrið - 01.04.1969, Blaðsíða 24
aff Bóra konungur hefur gert innrás i suðurlönd, og jafnframt veit maður, að
austar sækir Zephyr konungur norður á bóginn og vermir allt, sem á leið lians
verður. Þessar sviptingar á meginskilunum stafa af ýmsum orsökum, svo sem
mishitun yfirborðs jarðar, straumveipum í lofthjúpnum o. 11., en orkan kemur
auðvitað frá sólu, og er hún furðu mikil miðað við það, að talsvert minna en
einn milljónasti liluti útgeislunar sólu fellur á yfirborð jarðar. Þessar sveiflur
eða bylgjur á meginskilunum eru upphaf þeirra lægða, sem renna brautir sínar
um tempruffu beltin, lægffanna, sem við íslendingar könnumst svo vel við.
Ahrif Golfstraumsins á lægðir og lægðamyndanir hafa lítið verið könnuð, en
samt má geta þess, að áðurnefndur Jack Bjerknes, sonur Vilhelm Bjerknes,
en liann var höfundur liringrásarkenningarinnar í veðurfræðinni, fékk fyrir
nokkrum árum verðlaun frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni fyrir ritgerð um sam-
spil sjávarhita og loftþrýstings yfir Norður-Atlantshafi.
Það gefur augaleið, að þessar sviptingar á víglínu loftmassanna orsaka eðlis-
fræffilegar breytingar á ástandi lofthjúpsins.
Breytingarnar verða stundum svo örar og ofsafengnar, að þær kallast náttúru-
hamfarir. Það var því ekki óeðlilegt, að veðurfræðingar fyrri tíma vildu fá
heildaryfirsýn yfir veðurfarið, en til þess þurfti alþjóðasamvinnu og hröð sam-
bönd, því að lægða- og liæðakerfi þekja olt svæði, sem tekur yfir tugi milljóna
ferkilómetra af yfirborði jarðar, og lireyfast stundum meff 40—(iö linúta liraffa.
Tilkoma ritsímans auðveldaði skjóta sendingu veðurskeyta landa á milli, og sam-
vinnan liófst fyrir um það bil öld. Veðurathugunarstöðvar voru stofnsettar í
flestum löndum, og eftir sfðari heimsstyrjöldina komu mörg lönd sér saman um
það að bera sameiginlega kostnaðinn af úthaldi nokkurra veðurathugunarskipa
á úthöfunum. Aðallilutverk veðurathugunarmannanna er að athuga vindátt,
vindhraða, veður, skyggni og skýjafar, svo og loftþrýsting, hita- og rakastig loft-
hjúpsins við yfirborð jarðar o. fi. Sumar stöðvanna hafa einnig það hlutverk að
gera háloftaathuganir, þar sem hita- og rakastig ásamt vindátt og vindhraða í
ýmsum liæðum eru athuguð. Þrátt fyrir allt þetta og ágæta samvinnu á alþjóða
sviði, þá eru stórar eyður í stöðvanetinu, sérstaklega yfir úthöfunum og heims-
skautasvæðunum.
Þegar það fréttist, að skýjamyndir frá gervihnöttum gætu að vissu marki fyllt
upp í þessar eyður, þá gaf það tilefni til nokkurrar bjartsýni. Með þessu hóf
ný grein í veðurfræðinni göngu sina fyrir fáum árum, þ. e. túlkun á skýja-
myndum frá gervihnöttum. Skýjamyndirnar frá veðurtunglunum haía m. a. kom-
ið með enn eina sönnunina á frontakenningu Bjerkness og félaga hans, og það
er einmitt innan ramma kenningarinnar, sem beztur árangur næst í túlkun
skýjamyndanna.
Hér á eltir verður rætt í stuttu máli um þessar skýjamyndir og veðurtunglin,
sem notuð eru til þess að taka myndirnar af skýjafarinu. Aður en lengra er
haldið, er rétt að vara við of mikilli bjartsýni. Það, sem gerzt hefur hér, er tækni-
legt atriði, eitt skref áfram, en ckkert algilt hjálpargagn hefur verið uppgötvað
með þessu.
Margar hinna smágerðu skýjamyndana, sem sjást á veðurtunglamyndunum,
24 — VEÐRIÐ