Veðrið - 01.04.1969, Blaðsíða 22
Þessi þráláta norðan átt fram eftir öllunt febrúar liélt ísnum nálægt Norður-
landinu. Töfðust siglingar dálítið um skeið, bæði norður af Vestfjörðum og út
af Sléttu og Langanesi. Mest voru þetta þó jakar og smáspangir, sem ekki voru
til tafa í björtu. Stakir jakar sáust á reki allt suður á móts við Bjargtanga og
suður fyrir Langanes.
Mánuðurinn í heild var með köldustu febrúarmánuðum. f Reykjavík t. d. sá
kaldasti síðan 1935. Samt viðraði dável fyrir bændur á Suður- og Vesturlandi.
Norðan og austan lands var ófærð á stundum og haglaust, einkum þó eftir
blotann þ. 10.
Marz. í stórum dráttum skiptist marz í tvö tímabil. Hart frost og norðan
átt var fram til þ. 11., en úr því milt og fremur gott veður miðað við árstíma.
Þann 5. var víða um land ofsaveður af áttunum milli suðvestur og norðvesturs.
Þá sukku tveir 12 tonna bátar við bryggjur í Sandgerði og á Bíldudal. Mesta
tjónið varð samt á Akureyri. Þar fauk þak af verksmiðjunni Lindu og fleiri
húsum, en brakið stórskemmdi fjölda bíla.
Þetta veður stóð stutt, en síðan gekk hann snögglega í hvassa norðan átt og
ört vaxandi gadd. A Sauðárkróki var 7 stiga hiti kl. 6, en kl. 18 var þar kornið
16 stiga frost.
Dagana 13. til 17. var tvíátta á landinu. Austan til var hlý sunnan átt, en
vestan til norðlæg átt og vægt frost. Skilin á milli voru skörp og mikil úrkorna
féll úr þeim. Óvenjuleg snjókoma var á stundum norðvestan til á landinu, en
þess á milli stórrigning bæði á Suður- og Vesturlandi. Mikil flóð urðu í nágrenni
Reykjavíkur, en snjó og aurskriður féllu á hús á Þingeyri og í Bíldudal. í heild-
inni var samt tíðin í marz talin í meðallagi bæði til lands og sjávar um mikinn
hluta landsins, en einna erfiðust á Vestfjörðum.
Meðan á norðlægu áttinni stóð bárust dag livern fregnir af hafís á siglinga-
leiðum. Fyrst var það aðeins lirafl og vel greiðfært í björtu, en fór vaxandi.
Dagana 9. til 11. var siglingaleiðin á vestanverðum Húnaflóa og út af Sléttu og
Langanesi illfær eða lokuð. ístunga var þá fyrir Norðausturlandi allt suður á
móts við Glettinganes. Jakar og spangir komust sunnar eða suður undir Fá-
skrúðsfjörð. Síðan brá til sunnan áttar og var brátt engan ís að sjá á siglinga-
leiðum utan staka jaka. Siðustu dagana I marz fór ísinn aftur vaxandi, og 1.
apríl var liann aftur farinn að tefja siglingar norður og austur af Horni.
HITf, °C .. (I svigam fy. rir neðan meðallagið 1931- -1960).
Okt. Nóv. Des. Jan. Febr. Marz
Reykjavík 3.2 4.8 0.5 - 1.7 -2.9 0.6
(4.9) (2.6) (0.9) (-0.4) (-0.1) (1.5)
Akureyri . - 0.2 2.9 - 1.9 -3.3 -5.6 -3.4
(3.6) (1.3) (- -0.5) (-1.5) (- 1.6) (-0.3)
Höfn 2.7 3.9 0.1 - 1.0 -3.5 0.1
(Hólar 1931-60) ... • (4-9) (2.7) (1.2) (0.3) (0.0) (1.5)
22 — VEÐRIÐ