Veðrið - 01.04.1969, Blaðsíða 3

Veðrið - 01.04.1969, Blaðsíða 3
VEÐRIÐ TÍMARIT HANDA ALÞYÐU UM VEÐURFRÆÐI KEMUR ÚT TVISVAR Á ARI - VERÐ ÁRG. KR. 100.00 1. HEFTI 1969 14. ÁRGANGUR RITNEFND: JÓNAS JAKOBSSON FLOSI H. SIGURÐSSON PÁLL BERGÞÓRSSON HLYNUR SIGTRYGGSSON AFGREIÐSLUSTJÓRI: GEIR ÓLAFSSON DRÁPUHLÍÐ 27 . SÍMI 15131 Ur ýmsum áttum Húsnœðismál Veðurstofun nar. Veðurstofa íslands hefur lengi átt við mikla húsnæðiserfiðleika að stríða, og hafa íslenzkir veðurfræðingar nú þungar áhyggjur af þeim málum, eins og eftir- farandi ályktun ber með sér: „Aðalfundur Félags íslenzkra veðurfræðinga, haldinn 22. marz 1969, vekur athygli á sívaxandi húsnæðiserfiðleikum Veðurstofu íslands, en fullyrða má, að húsnæðisskortur torveldi nú þegar starfsemi stofnunarinnar og hindri nauðyn- lega þróun. Vill fundurinn sérstaklega vekja atliygli á, að Veðurstofan mun ekki geta notfært sér þær framfarir í veðurspám, sem fyrirsjáanlegar eru á næstu ár- um, sökum lélegrar slarfsaðstöðu. Er þeirri eindregnu áskorun beint til viðkonr- andi stjórnvalda, að þau geri nú þegar ráðstalanir til, að hafnar verði fram- kvæmdir við fyrirhugaða Veðurstofubyggingu. Minnir fundurinn á, að Veður- stofa Islands á hálfrar aldar starfsafmæli í janúarmánuði næstkomandi, og telur, að þessa merka afmælis verði ekki betur minnzt en með ríflegri l járveitingu til byggingarframkvæmda." í framlialdi af þessari ályktun Félags íslenzkra veðurfræðinga má geta þess, að í lögum þeim, sem sett voru um Veðurstofuna árið 1920, var í 7. gr. kveðið svo á, að „svo fljótt sem ástæður leyfa skal reist sjerstök bygging fyrir veður- stofuna á stað, sem er hentugur fyrir störf þau, sem hún hefur með höndum eða henni kunna að verða falin". Lögin voru endurskoðuð árið 1958 og var þetta senn 43 ára fyrirheit þá ítrekað, þótt með ciðru orðalagi væri. Langt er þannig liðið frá því að Alþingi gerði sér ljóst og samþykkti, að reisa þyrfti sérstaka byggingu fyrir Veðurstofuna, þótt því miður hafi ekki orðið af framkvæmdum enn, að öðru leyti en því, að gerðar hafa verið frumteiknirigar af Veðurstofubyggingu og fengið hefur verið vilyrði Reykjavíkurborgar fyrir byggingarlóð og mælingasvæði á Golfskálahæð norðan Bústaðavegar og vestan Kringlumýrarbrautar. Mál þetta er nú komið á það stig, að framkvæmdir mega undir engum kring- umstæðum dragast lengur. Hér er ekki aðeins um Jrað að ræða, að starfsskilyrði Veðurstofunnar séu að dómi veðurstofustjóra og veðurl'ræðinga orðin lítt við- VEÐRIÐ — 3

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.