Veðrið - 01.04.1970, Side 20

Veðrið - 01.04.1970, Side 20
ÁriÖ 1969. Þetta var kaldasta árið, síðan liitaathuganir þessar hófust á árinu 1954. Næst kaldast var ;irið 1966. Er eftirtektarvert, að bæði árin koma í kjölfar mikilla hafísára, og það kaldara, 1969, er einnig hafísár. I eins kílómetra hæð voru lilutfallslega köldustu mánuðirnir nóvember, sem var 3.7 stigum kaldari en meðaltalið frá 1954—1963, september 3.0 stigum kaldari, febrúar 2.1 stigi og júlí 2.0 stigum kaldari. Um hálfri gráðu ofan við meðallag voru þó maí, júní og desember, og ágústhitinn var 0.9 stigum hærri en í meðallagi. Lokaniðurstaðan varð sú, að einkennishiti ársins (meðaltal allra meðaltala í neðstu tveim kílómetrunum) var aðeins — 1.55 stig, sem er 1.14 stig- um kaldara en í meðallagi. Meðalhæð frostmarks lá í aðeins 665 metra hæð, en það er 235 metrum lægra en í meðallagi, og er það í samræmi við hinn lága meðalhita ársns. Árið 1966 var meðalhæð frostmarks í 750 metra hæð. Hitasveiflan í 1000 metra liæð nam 11.7 stigum, sem er aðeins meira en í meðallagi. Var hlýjast í ágúst í Jreirri liæð, 5.1 stig, en kaldast í l'ebrúar, 6.6 stiga frost. Hlákur voru með alminnsta móti á árinu, eins og vænta má, eða álíka og árið 1963, en þá voru þær óvenju litlar. Hlákur árið 1969. — Gráðudagar. J F M A M J J Á S O N D Við jörð .... 45 28 80 95 206 280 307 338 187 158 38 51 500 m 33 12 42 44 109 182 176 234 93 79 14 27 1000 m 8 1 7 16 42 104 90 158 34 18 11 8 1500 m 0 0 0 7 13 48 36 92 14 1 18 4 2000 m — — — 1 4 16 17 38 5 — 13 1 °C J F M A M J J Á s O N D 20 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.