Veðrið - 01.04.1970, Síða 23
Desember. Vindátt var mjög breytileg. Þó voru áttirnar í kring nm austur
og suðvestur algengastar. Fremur var liægviðrasamt og snjólétt.
Veðráttan 1 desember var í heildina hagstæð til lands og sjávar. Snjórinn frá
í mánuðinum á undan hjaðnaði seint og hljóp víða í svell. Hagar voru jní
almennt lélegir, sérstaklega framan af. í desenibcrbyrjun var jakahrafl á sigl-
ingaleiðinni á Húnaflóa og út af Vestfjörðum. Skip urðu fyrir nokkrum töfum
6.—12., en síðan ekki.
Janúar. Strax upp úr áramótum brá til ákveðinnar norðan áttar nteð vax-
andi frosti. Náði frostið hámarki 8. til 9. og komst þá víðast í 15 til 20 stig á
norðan- og austanverðu landinu.
Vindur var frernur hægur og éljaveður nyrðra til að byrja með, en í lok fyrstu
vikunnar var orðið hvasst og komið hríðarveður á austanverðu Norðurlandi.
Áttin færðist nær austrinu, dró úr frosti, en hvessti heldur dagana 9. og 10.
Var jjá daga talsverð snjókoma um allt norðan- og austanvert landið.
Aðfaranótt 10. týndist 100 tonna bátur, Sæfari, í norðaustan stormi út af
Vestfjörðum. Bar leit að áhöfninni, 6 mönnum, engan árangur næstu daga,
enda áfram versta veður.
Dagana 13. til 19. var vindur á milli A og SA og milt veður. Á norðanverðu
landinu var úrkomulítið, en nokkuð vætusamt á Suðurlandi og [)ó sérstaklega
Austfjörðum. Aðfaranótt 20. janúar kom djúp lægð á miklum liraða sunnan að,
en sveigði norðvestur um Faxaflóa. Var J)á stórrigning á Suðausturlandi og
Austfjörðum, en hiti komst í 10 stig á Siglunesi og í Vopnafirði. Næstu nótt
kom enn djúp lægð úr suðri og fór sú þvert yfir landið tii norðvesturs. Var
aftur stórrigning og talsverðar vegaskemmdir suðaustan til á landinu og hitinn
komst enn hærra fyrir norðan. Eftir þetta var fremur hæglát A og SA átt í viku
og öðru hverju talsverð rigning á Suðurlandi og Austfjörðum. Síðasta dag
janúar kom lægð sunnan að, en hægði á sér suður af landinu, þá orðin mjög
djúp. Fylgdi vaxandi NA átt, og tók að snjóa nyrðra um kvöldið. Þrátt fvrir
frostin lyrsta þriðjung mánaðarins varð góðviðra- og hlýindakaflinn eftir Jtað
jtyngri á metunum. Hitinn í janúar var vel í meðallagi. í heild var janúar
talinn fremur hagstæður sauðfjárbændum, afli og gæl'tir í meðallagi. Aðeins
einu sinni, þ. 12., fréttist af hafís á siglingaleið út af Straumnesi.
Febrúar var kaldur, víðast um 2 gráðum undir meðallagi. Frostlausir dagar
voru mjiig fáir og sums staðar nyrðra allt niður í 1 dag.
Snjór var ekki talinn mikill á Norðurlandi, en sunnan lands voru snjóalög
miklu meiri en menn eiga að venjast. Hagar voru víðast lélegir eða engir, ýmist
vegna snjóa eða áfreða.
í mánaðarbyrjun snjóaði mikið nyrðra nteð hvassri N átt. Þann 6. olli kröpp
lægð, sem myndaðist út af Vestfjörðum, vestan stormi víða um land. Urðu þá
einhver mestu flóð og sjór í manna minnum á Vesturlandi. Fór j)ar saman
lágur loftþrýstingur, stórstreymi og feiki rnikil vestan átt á öllu hafinu fyrir
vestan land allt til Grænlands. í Jiessu veðri urðu stórskemmdir í Angmagsalik.
veðrið — 23