Veðrið - 01.04.1970, Side 29
1745 Kuld;i og ísa vetur. Um miðjan vetur („undir jólin") lagði lagnaðarís
fram að hafísnum og íraus saman viS liann. Allur Eyjafjiirður var farinn
með klyfjaða hesta allt að Látrum og lit í Ólafsfjörð. Fyrir Hjallasandi
lagði is á þorra, svo ekki varð róið í nokkra daga, og svo aftur í fyrstu
viku góu.
1751 Mesti frostavetur eftir jói út þorra, harðast á Norðausturlandi, og mann-
íellir víða þar. Hafíss er ekki getið. „ísalög voru þá mikil á Breiðafirði,
var riðið og runnið á sjóarís um allar eyjar fyrir Helgafellssveit, Skógar-
strönd, Skarðsstriind og í Breiðafjarðareyjar undan Reykjanesi, einnig
um Breiðasund milli Yxneyjar og Hrappseyjar og jafnvel yfir röstina
milli Rifgerðinga og Purkeyjar. Skip molbrotnaði í ís á þorra nálægt
Brimnesi, en mennirnir komust með nauðung í land. Vorið var lognsamt
og kom sjaldan regn. Meðalfiskiár kringum Jökul og annars staðar."
Athyglisvert er, að þrátt fyrir harðindin cr sagt gott grassumar nyrðra, en
lakara syðra og vestra. Geta má sér til, að vegna tíðrar norðanáttar liali
snjóalög verið næg norðanlands til að vernda gróðurinn.
1764 „Sunnudag seinastan í þorra gjörði mesta norðanstórviðri með kafaldi
og grimdarfrosti, þá urðu menn úti. Sami kuldi, frost og liörkur hjeldust
fram að sumarmálum. Hvammsfjörð lagði allan út undir Strauma, einnig
Breiðasund, og var gengið fram um eyjar af Skógarströnd, í Yxney og
Brokey og einnig í Hrappsey og Purkey. Áhlaupastórviðri með kafaldi
á norðan tvisvar eða þrisvar um seinni vertíð." Hafíss er ekki getið. í
Jietta skipti varð graslítið, enda virðist hafa verið umhleypingasamt, og
J)ví vafasamt, hvort snjóalög hafa veitt gróðri næga vernd.
Veðurvísur Hreggviðs á Kaldrana
Hreggviður var Húnvetningur að ætt, f. 1765 í Svartárdal, en óvíst á hvaða
bæ. Kallaður var hann Eiríksson. Ólst upp á sveitarframfæri og flakki með móð-
ur sinni. Þegar honum óx aldur og Jjroski, gerðist hann gildur maður og vel
vaxinn, dökkur á brún og brá, fölleitur og heldur fríður í andliti, kvæðamaður
góður, vel skrifandi og hagorður. Hann bjó um skeið á Kaldrana, átti margt
barna og búnaðist lítt. Síðar hafðist hann við í Rifi og loks í Kolkubúð hjá
Höfnum á Skaga. Þar andaðist hann 8. febrúar 1834.
VEÐRIÐ — 29