Veðrið - 01.04.1972, Page 7

Veðrið - 01.04.1972, Page 7
áhrifum sólarljóssins á lofthjúpinn eru eitt af grundvallaratriðum [reim, sem veðurfræðin byggir á. Menn vita gjörla efnasamsetningu loftsins við jörð, enda auðvelt að mæla hana. Meiri hlutinn er köfnunarefni, 78%, og súrefni, 21%. En auk þeirra eru ýmiss efni, sem miklu minna kveður að að magni til, s. s. vatnsgufa, kol- sýra (CO2) og óson (O3), svo eittlivað sé nefnt, en eru að mörgu leyti miklu forvitnilegri til rannsókna. Þegar ofar dregur í lofthjúpnum, breytist þessi samsetning lítið upp að um það bil 100 km hæð, en þar fyrir ofan verða stórl'elldar breytingar, sem eru að mestu tilkomnar fyrir áhrif sólarljóssins, sem klýfur súrefnis- og köfnunarefnis- mólikúlin þannig að loftið verður eðlisléttara. Ef litið er á lofthjúpinn upp að 100 km liæð, þá er það aðallega ósonmagnið í loftinu, er ákvarðar eiginleika þess sólarljóss, sem nær yfirborði jarðar. Ósonið í loftinu deyfir geislunina og hindrar algjörlega stuttbylgjugeislun (útfjólublátt ljós), sem er skaðleg lífinu á jörðinni. Þessu hlutverki ósonsins gerðu menn sér grein l'yrir snennna á öldinni. Og í því sambandi byrjuðu menn að mæla magn þess í lofthjúpnum. Fyrstu mælingar at þessu tagi voru gerðar 1913 (af C. Fabry og M. Buisson), en fyrstu kerfis- bundnu mælingarnar voru framkvæmdar af G. M. B. Dobson í kring um 1930. Dobson var sá fyrsti, sem útbjó heppilegt tæki til þessara mælinga, svokallaðan Dobson spektrometer, sem í endurbættri útgáfu er notaður enn þann dag í dag til þessara mælinga. Hér á landi fara fram mælingar á heildarmagni ósons, sem þáttur í alþjóðlegu athugunarkerfi. Við hinar kerfisbundnu mælingar Jiafa komið í ljós árstíðabundnar breytingar á ósonmagninu á hærri breiddargráðum. Mest er það að vorlagi, í marz—apríl, samfara stórfelldu niðurstreymi lofts frá hærri loftlögum, minnkar síðan fram eftir sumri og er í lágmarki í september—október. Einnig komumst menn að því, að ósonmagnið hafði nokkuð sérstæða dreifingu upp á við. Það var í hámarki í 18—27 km hæð, breytilegt eftir landfræðilegri breidd, og minnkaði síðan bæði upp á við og niður á við. Rannsóknir á dreifingu ósonmagnsins eru framkvæmdar með aðferðum ljósefnafræðinnar. Þessari aðferð var fyrst beitt af Sidney Chapman fyrir um það bil 40 árum, er liann var að rannsaka í hve mikilli hæð klofnun súrefnis- mólikúlanna væri orðin það veruleg, að þess færi að gæta í eðlisþyngd lofts- ins. Hann setti dæntið upp á eftirfarandi hátt: 1 einhverri liæð er útfjólubláa ljósið nægilega sterkt til að kljúfa súrefnismólikúlin niður í atóm. Þetta gerist við ljós af styttri bylgjulengd en 2423 A. Súrefnisatómin rekast svo hvert á annað og mynda að nýju mólikúl. Við slík tengsl súrefnisatóma losnar orka úr viðjum (5.1 eV/mólikúl). Ef mólikúlið losnar ekki á einhvern hátt við þessa umfram orku, verður ástand þess óstöðugt og tengslin geta auðveldlega rofnað á nýjan leik. En rekist það samtímis árekstrinum milli súrefnisatómanna á eitthvað annað mólikúl, sama hvers eðlis er, þá getur hið nýmyndaða mólikúl losnað við umframorkuna yfir á þetta aðkomumólikúl og orðið stöðugt. Það er VEÐRIÐ -- 7

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.