Fréttablaðið - 04.12.2009, Page 30

Fréttablaðið - 04.12.2009, Page 30
30 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Úlfar Hauksson skrif- ar um örlög íslensks sjávarútvegs í ESB Í síðustu grein var farið yfir helstu atriði í sjávar útvegsstefnu ESB. Hér verður farið yfir helstu atriði í aðildarsamn- ingi Norðmanna frá árinu 1994 og Maltverja 2004. Þrátt fyrir að efnahagslegar- og landfræðilegar forsendur í Noregi og á Möltu séu ólíkar því sem gerist á Íslandi getur reynsla þeirra varpað vissu ljósi á samningstöðu Íslendinga í sjávarútvegsmálum. Veiðiréttindi í fiskveiðilögsögu Noregs Norska fiskveiðilögsagan liggur að hluta til að lögsögu ESB og þurfa Norðmenn og sambandið að semja um fyrirkomulag veiða á deilistofnum á þessum svæð- um. Í tengslum við EES-samning- inn á sínum tíma var gerður sér- stakur fiskveiðisamningur milli Noregs og ESB sem kvað á um að veiðiheimildir ESB í norskri lög- sögu færu úr 2,14% í 2,9%. Auk þess hefur ESB hlutdeild í þorski norðan 62. breiddargráðu upp á 1,28% og á sá veiðiréttur rætur sínar að rekja til samnings sem Norðmenn gerðu á sínum tíma við Spánverja og Portúgali áður en þjóðirnar gengu í ESB. Í aðildar- samningi Norðmanna varð niður- staðan sú að frá og með 1998 yrði hlutdeild ESB norðan 62. breidd- argráðu 1,57% í stað 1,28%. Miðað við leyfilegan þorskafla í Barents- hafi árið 1994, sem var 700 þús- und tonn, var þarna um að ræða aukningu til ESB upp á rúmlega 2.000 tonn. Í aðildarsamningnum var einnig gert ráð fyrir að fiski- skip sambandsins fengju greiðari aðgang til veiða innan norskrar lögsögu úr sameiginlegum makrílstofni. Í aðildarsamningnum er meginreglan sú að aflahlutdeild ESB innan norskrar lögsögu og öfugt er byggð á sögulegri veiði- reynslu áranna 1989 til 1993. Eins og kom fram í síðustu grein hefur reglan um jafnan aðgang verið skilyrt með hlutfallslega stöðug- leikanum og 12 mílna reglunni. Norðmönnum tókst enn fremur að fá inn ákvæði í aðildarsamn- ing sem lokaði fyrir sókn í van- nýtta stofna og stofna sem ekki sæta ákvörðun um hámarksafla. Norðmönnum tókst því í aðildar- viðræðum að tryggja svo til óbreytta stöðu mála gagnvart ESB frá því sem var í fiskveiðisamn- ingnum í tengslum við EES-sam- komulagið. Áhrif og afleiðingar samningsins Samningur Norðmanna felur í sér að þeir gangast undir sjávar- útvegsstefnu ESB að loknum aðlögunartíma sem er frá einu og upp í þrjú ár. Að þeim tíma loknum verða þær reglur sem Norðmenn hafa viðhaft við fiskveiðistjórnun hluti af heildarfiskveiðistefnu ESB. Stjórnun fiskveiða í lögsögu Noregs myndi því formlega falla undir stofnanir sambandsins en lúta sömu reglum og til þessa. Með aðild kæmu Norðmenn beint að mótun sjávarútvegsstefnunnar í framtíðinni. Sem mikil fiskveiði- þjóð með mikla reynslu á sviði sjávarútvegs gætu þeir því haft mikil áhrif á þróun hennar. Mat norskra stjórnvalda var að öll helstu markmið þeirra varðandi sjávarútvegsmál hafi náð fram að ganga og væru staðfest í aðildar- samningi. Í honum hafi núver- andi fiskveiðiréttindi Norðmanna verið fest í sessi og áframhaldandi yfirráð þeirra yfir fiskimiðunum tryggð með fullnægjandi hætti. Aðildarsamningur er ígildi Rómar- samningsins og honum verður ekki breytt nema með samþykki norskra stjórnvalda. Því var talið að sjávarútvegshagsmunum Norð- manna innan ESB væri borgið til frambúðar. Emma Bonino, þáver- andi framkvæmdastjóri sjávar- útvegsmála ESB, kom inn á aðildar- samning Norðmanna í framsögu sinni á sjávarútvegsráðstefnu ESB og Íslands á Hótel Sögu hinn 27. september 1996. Í máli henn- ar kom fram að Norðmenn hafi haft aðrar hugmyndir hvað varð- ar sjávarútvegsmál en kveðið er á um í grundvallarlöggjöf sam- bandsins. Í aðildarviðræðunum hafi verið tekist á um þessi mál og fundin lausn sem báðir aðil- ar gátu fallist á. Norðmenn fengu ákveðinn aðlögunartíma á svæð- inu norðan 62. breiddar gráðu og að honum loknum „... yrði stjórn- kerfið fellt inn í sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna, í samræmi við stjórnunarmarkmið og tillög- ur sem tilgreindar eru í sameig- inlegri yfirlýsingu“. Annað atriði sem Bonino gerði að umtalsefni var að Norðmenn þurftu ekki að greiða aðgangseyri að sambandinu með því að láta af hendi aflaheim- ildir. Sú aflareynsla sem fyrir var áður en aðildarviðræður hófust lá til grundvallar þeim hlutfallslega stöðugleika sem samið var um. Aðildarsamningur Möltu Þrátt fyrir að hagmunir Maltverja í sjávarútvegi séu afar ólíkir hags- munum Íslendinga getur verið gagnlegt að skoða upplifun Malt- verja við samningaborðið and- spænis fulltrúum ESB. Íslend- ingar og Maltverjar eiga fljótt á litið fátt sameiginlegt annað en að vera afar fámennar eyþjóðir á jaðri Evrópu. Malta er útvörð- ur Evrópu í heitu og sólríku Mið- jarðarhafinu og Ísland er útvörður álfunnar í vindasömu Norðaustur- Atlantshafi. Undanþágur og fyrirvarar Óhætt er að fullyrða að þrátt fyrir smæð sína gekk Maltverjum afar vel að ná fram sjónarmiðum sínum í glímunni við viðsemjend- ur sína. Josef Bonnici, viðskipta- ráðherra Möltu, lét hafa eftir sér í viðtali í Morgunblaðinu 2. ágúst 2002 að sjónarmiðum Maltverja hefði verið sýndur mikill skiln- ingur í aðildar viðræðunum. Engin dæmi hefðu verið um að erind- rekar ESB hefðu stillt samninga- mönnum Möltu upp við vegg og sett þeim afarkosti um að sam- þykkja eða hafna skilmálum sambandsins. Þvert á móti hefði ESB sýnt sérstökum hagsmunum Möltu fullan skilning. Í máli dr. Roderick Pace, forstöðumanns Evrópufræðaseturs Háskólans á Möltu, á hádegisfundi Evrópu- samtakanna og Evrópufræðaset- urs Viðskiptaháskólans á Bifröst 3. ágúst 2005, kom fram að Malta Aðildarsamningur Norðmanna og Maltverja ÚLFAR HAUKSSON Eins og fram hefur komið falla fiskimið utan 12 sjómílna alla jafna undir sameiginlega sjávar- útvegsstefnu ESB. Í samninga- viðræðunum fóru Maltverjar hins vegar fram á að halda 25 mílna lögsögu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.