Fréttablaðið - 04.12.2009, Síða 30

Fréttablaðið - 04.12.2009, Síða 30
30 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Úlfar Hauksson skrif- ar um örlög íslensks sjávarútvegs í ESB Í síðustu grein var farið yfir helstu atriði í sjávar útvegsstefnu ESB. Hér verður farið yfir helstu atriði í aðildarsamn- ingi Norðmanna frá árinu 1994 og Maltverja 2004. Þrátt fyrir að efnahagslegar- og landfræðilegar forsendur í Noregi og á Möltu séu ólíkar því sem gerist á Íslandi getur reynsla þeirra varpað vissu ljósi á samningstöðu Íslendinga í sjávarútvegsmálum. Veiðiréttindi í fiskveiðilögsögu Noregs Norska fiskveiðilögsagan liggur að hluta til að lögsögu ESB og þurfa Norðmenn og sambandið að semja um fyrirkomulag veiða á deilistofnum á þessum svæð- um. Í tengslum við EES-samning- inn á sínum tíma var gerður sér- stakur fiskveiðisamningur milli Noregs og ESB sem kvað á um að veiðiheimildir ESB í norskri lög- sögu færu úr 2,14% í 2,9%. Auk þess hefur ESB hlutdeild í þorski norðan 62. breiddargráðu upp á 1,28% og á sá veiðiréttur rætur sínar að rekja til samnings sem Norðmenn gerðu á sínum tíma við Spánverja og Portúgali áður en þjóðirnar gengu í ESB. Í aðildar- samningi Norðmanna varð niður- staðan sú að frá og með 1998 yrði hlutdeild ESB norðan 62. breidd- argráðu 1,57% í stað 1,28%. Miðað við leyfilegan þorskafla í Barents- hafi árið 1994, sem var 700 þús- und tonn, var þarna um að ræða aukningu til ESB upp á rúmlega 2.000 tonn. Í aðildarsamningnum var einnig gert ráð fyrir að fiski- skip sambandsins fengju greiðari aðgang til veiða innan norskrar lögsögu úr sameiginlegum makrílstofni. Í aðildarsamningnum er meginreglan sú að aflahlutdeild ESB innan norskrar lögsögu og öfugt er byggð á sögulegri veiði- reynslu áranna 1989 til 1993. Eins og kom fram í síðustu grein hefur reglan um jafnan aðgang verið skilyrt með hlutfallslega stöðug- leikanum og 12 mílna reglunni. Norðmönnum tókst enn fremur að fá inn ákvæði í aðildarsamn- ing sem lokaði fyrir sókn í van- nýtta stofna og stofna sem ekki sæta ákvörðun um hámarksafla. Norðmönnum tókst því í aðildar- viðræðum að tryggja svo til óbreytta stöðu mála gagnvart ESB frá því sem var í fiskveiðisamn- ingnum í tengslum við EES-sam- komulagið. Áhrif og afleiðingar samningsins Samningur Norðmanna felur í sér að þeir gangast undir sjávar- útvegsstefnu ESB að loknum aðlögunartíma sem er frá einu og upp í þrjú ár. Að þeim tíma loknum verða þær reglur sem Norðmenn hafa viðhaft við fiskveiðistjórnun hluti af heildarfiskveiðistefnu ESB. Stjórnun fiskveiða í lögsögu Noregs myndi því formlega falla undir stofnanir sambandsins en lúta sömu reglum og til þessa. Með aðild kæmu Norðmenn beint að mótun sjávarútvegsstefnunnar í framtíðinni. Sem mikil fiskveiði- þjóð með mikla reynslu á sviði sjávarútvegs gætu þeir því haft mikil áhrif á þróun hennar. Mat norskra stjórnvalda var að öll helstu markmið þeirra varðandi sjávarútvegsmál hafi náð fram að ganga og væru staðfest í aðildar- samningi. Í honum hafi núver- andi fiskveiðiréttindi Norðmanna verið fest í sessi og áframhaldandi yfirráð þeirra yfir fiskimiðunum tryggð með fullnægjandi hætti. Aðildarsamningur er ígildi Rómar- samningsins og honum verður ekki breytt nema með samþykki norskra stjórnvalda. Því var talið að sjávarútvegshagsmunum Norð- manna innan ESB væri borgið til frambúðar. Emma Bonino, þáver- andi framkvæmdastjóri sjávar- útvegsmála ESB, kom inn á aðildar- samning Norðmanna í framsögu sinni á sjávarútvegsráðstefnu ESB og Íslands á Hótel Sögu hinn 27. september 1996. Í máli henn- ar kom fram að Norðmenn hafi haft aðrar hugmyndir hvað varð- ar sjávarútvegsmál en kveðið er á um í grundvallarlöggjöf sam- bandsins. Í aðildarviðræðunum hafi verið tekist á um þessi mál og fundin lausn sem báðir aðil- ar gátu fallist á. Norðmenn fengu ákveðinn aðlögunartíma á svæð- inu norðan 62. breiddar gráðu og að honum loknum „... yrði stjórn- kerfið fellt inn í sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna, í samræmi við stjórnunarmarkmið og tillög- ur sem tilgreindar eru í sameig- inlegri yfirlýsingu“. Annað atriði sem Bonino gerði að umtalsefni var að Norðmenn þurftu ekki að greiða aðgangseyri að sambandinu með því að láta af hendi aflaheim- ildir. Sú aflareynsla sem fyrir var áður en aðildarviðræður hófust lá til grundvallar þeim hlutfallslega stöðugleika sem samið var um. Aðildarsamningur Möltu Þrátt fyrir að hagmunir Maltverja í sjávarútvegi séu afar ólíkir hags- munum Íslendinga getur verið gagnlegt að skoða upplifun Malt- verja við samningaborðið and- spænis fulltrúum ESB. Íslend- ingar og Maltverjar eiga fljótt á litið fátt sameiginlegt annað en að vera afar fámennar eyþjóðir á jaðri Evrópu. Malta er útvörð- ur Evrópu í heitu og sólríku Mið- jarðarhafinu og Ísland er útvörður álfunnar í vindasömu Norðaustur- Atlantshafi. Undanþágur og fyrirvarar Óhætt er að fullyrða að þrátt fyrir smæð sína gekk Maltverjum afar vel að ná fram sjónarmiðum sínum í glímunni við viðsemjend- ur sína. Josef Bonnici, viðskipta- ráðherra Möltu, lét hafa eftir sér í viðtali í Morgunblaðinu 2. ágúst 2002 að sjónarmiðum Maltverja hefði verið sýndur mikill skiln- ingur í aðildar viðræðunum. Engin dæmi hefðu verið um að erind- rekar ESB hefðu stillt samninga- mönnum Möltu upp við vegg og sett þeim afarkosti um að sam- þykkja eða hafna skilmálum sambandsins. Þvert á móti hefði ESB sýnt sérstökum hagsmunum Möltu fullan skilning. Í máli dr. Roderick Pace, forstöðumanns Evrópufræðaseturs Háskólans á Möltu, á hádegisfundi Evrópu- samtakanna og Evrópufræðaset- urs Viðskiptaháskólans á Bifröst 3. ágúst 2005, kom fram að Malta Aðildarsamningur Norðmanna og Maltverja ÚLFAR HAUKSSON Eins og fram hefur komið falla fiskimið utan 12 sjómílna alla jafna undir sameiginlega sjávar- útvegsstefnu ESB. Í samninga- viðræðunum fóru Maltverjar hins vegar fram á að halda 25 mílna lögsögu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.