Fréttablaðið - 04.12.2009, Page 52

Fréttablaðið - 04.12.2009, Page 52
18 föstudagur 4. desember tíðin ✽ list og hönnun „Við vildum koma með viðbót við það sem aðrar hönnunarverslanir hafa verið að bjóða,“ segir Anna Margrét Sigurðardóttir, ein fjögurra hönnuða sem standa að sölusýn- i n g u n n i B r u n n i , sem nú s tendur yfir í Galleríi Sæv- ars Karls. „Brunnur- inn er á milli þess að vera listasýning og búð. Í hvert sinn sem hann dúkkar upp verður eitthvað nýtt að finna í honum. Hann fer í ferðalag og getur dúkkað upp hvar og hvenær sem er. Líklega verðum við næst á Akureyri og á Seyðis firði en það er aldrei að vita nema að við komum við á fleiri stöðum á leiðinni.“ Auk Önnu standa að Brunni þær Ríkey Kristjánsdóttir, Adda Rún og Sólbjörg Hlöðversdóttir. Með í Brunninum í þetta sinn eru svo þær Bryndís Bolladóttir og Ólöf Erla Einars dóttir. Listakonurnar völdu sér Brunns- nafnið þar sem það minnir á uppspretturnar sem fólk þrífst ekki án. Sama gildir, að þeirra mati, um uppsprettu sköpunar. Þær vilja virkja uppspretturnar sem er að finna úti um allt land. Brunnurinn er opinn á venjulegum afgreiðslutíma verslunar Sævars Karls. Á laugardaginn á milli 4 og 5 munu rithöfundarnir Kristín Marja Baldursdóttir, Þórarinn Eldjárn og Einar Már lesa upp úr verkum sínum. Alla laugardaga fram að jólum verður upplestur á staðnum. Bækur rithöfundanna verða þar til sölu og rennur allur ágóði af sölu þeirra til Barna- heilla, til styrktar íslenskum börnum. - hhs LIFANDI SÖLUSÝNING Í SÆVARI KARLI Í miðjum Brunninum Bryndís Bolla- dóttir og Anna Margrét Sigurðardóttir eru meðal hönnuðanna sem sýna í Brunninum. p- Hringar úr hnöppum Efniviður Sólbjargar Hlöðversdóttur þrykkjara er gamlar tölur. Þær nýtir hún á ýmsa vegu og býr meðal annars til hringa, nælur og ermahnappa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Strokkur Eftir Ríkeyju Kristjánsdóttur. Hver flík er handprjónuð og skreytingarn- ar vinnur Ríkey einnig í höndunum. Krummar Adda Rúna Valdimarsdóttir, list- og verkgreinafræðingur, vinnur myndir af krumma. Á sölusýningunni er hún jafnframt með fleiri tegundir af myndverkum. Gamalt og nýtt Gullmoli á steyptum fæti eftir Önnu Margréti Sigurðardóttur. Snæfell Diskamottur úr áli og steypt- ur hitaplatti í laginu eins og Snæfells- jökull. Hugmyndin er að jökullinn sé að hverfa en við fáum álið í staðinn. Axlaslá Ríkey Kristjánsdóttir, búninga- og textílhönnuður, vinnur axlaslár úr hekluðum dúkum og öðru efni sem henni þykir fallegt. Hún gerir einnig ýmiss konar háls- og herðaskraut sem er til sölu og sýnis í Brunninum. ILMANDI HEIMILI Fátt jafn einfalt gefur jafnmikla jólastemningu og mandarína skreytt með negulnöglum. Fallegt jólaskraut sem ilmar dásamlega. 1-2-3 Bryndís Bolladóttir textíl- hönnuður vinnur þessar fallegu mublur, sem heita 1, 2 og 3, úr ónýtt- um efnisafgöngum. Hnöttur Anna Margrét Sigurðar- dóttir vinnur með þá hugmynd að steypa gömlum hlutum í nýtt. Lampinn sjálfur er nýr og steyptur en kúpullinn gamall.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.