Vikan


Vikan - 27.04.1961, Blaðsíða 3

Vikan - 27.04.1961, Blaðsíða 3
Yndisþokki næturinnar í carabella sem undanfarin ár hafa verið kjörnar feg- urðardrottningar fslands. Við skulum til dæmis taka Sigríði Geirsdóttur, sem varð þriðja í alheimsfegurðarkeppninni á Löngu- fjöru í fyrra. Haldið þið, að hún hefði náð svo langt, hefði hún verið „illa málað olíu- málverk, stjörf og sviplaus?" Og þið hafið áreiðanlega ekki séð þann fulltrúa landsins, sem mætir þar til keppni á þessu ári, Sigrúnu Ragnarsdóttur, úr því þið látið annað eins úr penna drjúpa. Báðar þessar stúlkur, sem ég hef hér nefnt, eru fyllilega eðlilegar í framkomu og sóma sér ekki siður vel ómál- aðar, en þær gera með þann örlitla farða, sem þær endrum og eins bera á sig til þess að geðjast betur ykkar kyni og undirstrika með fegurðina. Ég vil að lokum biðja ykkur að gæta þess, að það er fleira eðlileg fram- koma en að standa á haus yfir síldartunnum á Siglufirði í klofstígvélum með olíusvuntu.. - Það er hart að heita Briem - Kæri Póstur. Mig langar til að biðja þig að koma þvi á framfæri, hvort það væri ekki heillaráð að sýna Sirley Temple myndirnar aftur, og eins Margrét 0 Briem. Og svo hefði ég ekkert á móti því að myndin „Á hverfanda hveli, yrði sýnd aftur. Ég mæli hér fyrir munn fjölmargra, sem ég veit að langar til að sjá þessar myndir. P. S. Hvernig er skriftin? Ein sem fer oft i bíó. Þessu er hér með komið á framfæri, en kvik- myndahússeigendum til stuðnings skal þess getið, að hér mun átt við Margréti 0‘ Brien. Kynni hún íslenzku að lesa, gæti hún sagt eins og stendur í vísunni: „Það er hart að heita Briem, en hafa ekki til þess unnið.“ Skriftin er ójöfn og ófríð, en ekki slæmt að lesa hana. Enn um utanfarir. Kæra Vika. Mig langar að biðja þig að gefa mér upplýs- ingar um eftirfarandi: Svo er mál með vexti, að mig langar til að komast í einhverja létta vinnu erlendis, helzt i Þýzkalandi, en.ég hef heyrt að erfitt sé að komast i vinnu þar. Mætti einnig vera í Sviss eða Austui'.ríki- Nú. er spurningin, til hverra ég á að-snúa mér í því sambandi. Þess má geta, að ég kann undirstöðuna í málinu og er sæmileg í ensku. Helzt myndi ég vilja kom- ast að við ferðamannahótel úti á landi, minnsta kosti að sumrinu. Ég vona að þú gefir mér skjót- ar og góðar upplýsingar. Svo er það eitt fyrir vinkonu mina. Hana langar að komast i létta vinnu yfir sumarmán- uðina á Spáni, helzt við baðstrandarhótel eða citthvað þannig. Til liverra á hún að snúa sér? Með þökk fyrir svarið. Kær kveðja Guðrún. Eins og þú hefur sjálfsagt séð í undan- förnum blöðum, Guðrún mín, vísa ég ævin- lega til sendiráða viðkomandi landa, þegar svona er spurt, og vik ekki af venjunni hér. Hins vegar get ég sagt þér, þótt þér finnist það sjálfsagt litil gieðitíðindi, að það er fjári erfitt að komast í vinnu i þessum lönd- um, sem þú talar um, vegna þess hve inn- lendur vinnukraftur er þar mikill og til þess að gera ódýr. Ekki hvað sízt mun erfitt að komast í þá vinnu, sem þú kýst þér helzt, því þar eru margir um boðið. Að öðru leyti hygg ég, að þótt þú komist í einhverja vinnu þar, sem talin er „létt“ á þess lands mæli- kvarða, finnst þér hún alls ekki létt, þegar þú miðar við létta vinnu hérlendis. En upp með kjarkinn og skrifaðu ae«\dirá5unum, það tekur hvorki ofan af þér eða neðan. Gangi þér vel og góða ferð. Sinfóníur í stað óskalaga. Kæra Vika. Mig langar að koma hér á framfæri kvörtun út af þessum sjómannaþætti, eða öllu heldur stjórnanda hans. Hún hefur þann leiða vana að koma með sinfóníur og þess háttar tónlist í þáttinn, sem enginn hefur beðið um. Venjulegt lag til flutnings teku'r vanalega tvær til þrjár mínútur, en hún, það er að segja stjórnandinn, tekur oftast nær fimmtán mínútur af þættinum til flutnings við þessar sinfóníur. Nú spyr ég þig að því, finnst þér ekki réttmætanlegra að hún taki óskalögin fram yfir, hún gæti með því móti afgreitt fleiri óskir til sjómanna. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Reiður sjómaður. Það er líklegt, að hér sýnist sitt hverjum. Þeim, sem vilja hlýða á „sinfóníur og þess háttar tónlist“ finnst þetta sjálfsagt ágætt, og þeir menn eru áreiðanlega til innan sjó- manna stéttarinnar. Hinum finnst þetta bölv- að, og þú ert í þeim hópi. Nú er það bara spuminginn, hvers hlut á fyrir borð að bera, og ég læt rfkisútvarpinu og stjórnanda þáttarins eftir að dæma um það. — En ég get ekki stillt mig um að geta þess, að ég var svolítið þenkjandi yfir þessu bréfií, reiði sjómaður. Mér fannst stafagerðin of fíngerð og of mikið um krúsidúllur í því til þess að geta almennilega sætt mig við, að þú hefðir verið sárreiður, þegar þú skrifaðir það. Að vísu veit ég, að sjómenn eru til á öllum aldri og jafnvel af báðum kynjum, en....... VIKAM 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.