Vikan


Vikan - 27.04.1961, Blaðsíða 17

Vikan - 27.04.1961, Blaðsíða 17
Tízkufréttir Dragt með sams konar hatti. Jakkinn er bryddað- ur með líningum, Sérstak- lega eru hneppingarnar athyglisverðar. Smáköflótt látlaus kápa með klaufum þannig að það myndast stél eins og á kjólfötum. Yið höfum áður minnzt á þetta snið, en það er mjög mikið að ryðja sér til rúms. Pilsið er úr sama efni og kápan. Köflótt kápa í blá- svörtu, hvítu og appelsínurauðu. Á öllum útjöðrum er kögur. Svartir hanzk- ar og hattur og skemmtileg svört slaufa framan á káp- unni. ! í "i -j i . B Wte > . §íW 4 í í\ f Í1 á , S -- . i * Jg ■ ^ mí ' & « * jj m& "■■4 m i ■ ^ I Skóhirzla O O O 0-0 Oft vantar okkur þægilega hirzlu fyrir spariskóna. Hér er sýnd ein skemmtileg hugmynd af því tagi. Fallegast er, að efnið sé fílt. Sníðið 2 stk. 30x45 cm og saumið saman í höndunum með fíngerðum þræðisporum allt í kring. Staðseljið 5 göt eftir myndinni og saumið þau með kappmelluspori, eða látið setja kósa. Yasastykkið er sniðið 20x50 cm. Nælið það á undirstykkið mjög ná- kvæmlega og látið hafast örlítið við eins og sést á myndinni, þræðið síð- an og saumið niður með fíngerðum þræðisporum þannig að það myndi 4 vasa. Fléttið nú þrjár fléttur úr grófu garni, staðsetjið þær og saumið eft- ir myndinni. Fallegt er að klippa fíltræmur og hafa sem augu og munn, en í stað ]>ess má sauma með „hrodergarni“, sé mislitt fílt ekki fyrir hendi. — Hirzluna má einnig sauma úr fallegu léreflsefni. Þá er bezt að sníða 1 cm i saum- far kringum bæði undirstykkin, svo og vasastykkið að ofan. Brjótið % cm yfir á röngu, síðan 2 cm og stingið tæpt í brún í saumavél. Takið nú vasastykkið og leggið það á annað undirstykkið, réttu mót réttu og látið hafast við með smá- föllum um 5 cm (ath. myndina). Leggið síðan hitt undirstykkið, réttu mót réttu, yfir það fyrra, þræðið og saumið 1 cm frá brún allt í kring, að undanskyldu smáopi, sem hirzl- unni er snúið við um. Þegar því er lokið, er saumurinn rúllaður vel út i brún, þræddur tæpt og síðan saumað frá réttu 2-—3 mm frá brún. Athugið nú, að vasastykkið liggi rétt, jafnið víddinni að ofan svo vasarnir eru allir jafnstórir, og stingið síðan milli þeirra í sauma- vél. Skreytið á sama hátt og lýst hefur verið framar. KÖLD TUNGA m/eplum í rjóma. Tungan er þvegin úr mörg- um vötnum og tungurótar- beinin skorin frá. Sé tung- an ný, er hún sett I sjóð- andi saltvatn (1% kg tunga, 2 1 vatn, 20 gr salt),'en sé hún söltuð, þá í kalt vatn. Tungan er soðin þar til himn- an er laus, þá er hún tekin frá og síðan soðin unz hún er meyr. Soðið er ágætt í súpu. Með tungunni er gott að sjóða grænmeti. Tungan er oft borin fram heit eða volg með pikles- sósu eða annarri góðri sósu. Einnig mjög góð köld með sal- ötum. T. d. er fallegt á kalt borð að skera hana í þunnar sneiðar, sem dýft er í hálf- hlaupið soðhlaup (!& 1. tungu- soð, 6 blöð matarlím) og vafið upp. Þá verða sneiðarnar gljá- andi og halda lagi, borið t. d. með itölsku salati. Tunga er einnig ágæt með aspas og epl- um í rjóma (sjá mynd). EPLI í RJÓMA. 2 epli, 2 dl rjómi, 2—3 msk. borðedik (blandað), rifin piparrót, salt, sykur. Eplin eru rifin á grófu rif- járni, edik, salti, sykri og pip- arrót blandað saman við, síðast þeyttum rjómanum. — Með tungu og eplarjóma er einnig gott að hafa litlar soðnar kartöflur. PIKLESSÓSA. 3% dl soð, 25 gr smjörlíki, 25 gr hveiti, um 2 msk. hakkaður pikles. Soðið er jafnað með mjöl- bollu úr hrærðu smjörlíki og hveiti soðið þar til sósan er jöfn. Þá er saxaður piklesinn soðinn með i 3—5 mín. Annað krydd eftir bragði. Þegar heit sósa er borin með tungu er einnig haft soðið grænmeti t. d. blómkál, gulrætur, grænar baunir o. fl. — Tungu er hægt að fá nýja eða niðursoðna. BRAUÐKOLLUR m/reyktri sfld. Hér kemur ný fljótleg upp- skrift af smjördeigi, sem ágætt er í litlar eða stórar brauðkoll- ur, sem eru bornar fram með ýmsum heitum jafningum, á- vöxtum í rjóma o. fl. 3% dl hveiti, % dl mjólk, 1 dl matarolía. Hnoðað fljótt saman, látið bíða á köldum stað um stund. Bakað í litlum brauðkollumót- um. Brauðkollur er einnig hægt að kaupa. Þær geymast vel í Framhald á bls. 27. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.