Vikan


Vikan - 27.04.1961, Blaðsíða 14

Vikan - 27.04.1961, Blaðsíða 14
Francoise d Eouboonc þekkja fulltrúana — pókerspilarana; doctorinn, ævintýramanninn, sem sagði aftur og aftur frá því er hann var njósnari fyrir Sovétríkin og gamla atómskáldið, sem eitt sinn hafði notið frægðar, en eyddi nú tímanum við skák. „Það var einmitt hérna, sem við Gérard--------“ snökti Francoise. „Nei, heyrðu nú, telpa min!“ hrópaði Alain. „Teymdirðu mig hingað til að þylja yfir mér endurminningarnar, eða leita ráða hjá mér?“ Hann sá að tárin streymdu niður vanga hennar. Francoise var ein af þeim elztu í „klíkunni," hafði verið með frá upphafi. Hún var ekki lag- leg, munnurinn stór, hárið rytjulegt, mjaðmirnar miklar og útstæðar — en hún var einfeldingur og gat freistað þeirra, sem hafa yndi að særa konur. „Hlustaðu á mig, Alain! Ég er með barni!" „Og ég geri ráð fyrir að Gérarð vilji ekkert af þvi vita! Er það ekki rétt?“ „Auðvitað. Hann ætlaði að sleppa sér, þegar ég sagði honum það. En þetta er hans sök — ég aðvaraði hann — — —“ „Og nú értu peningalaus, og veizt ekki þitt rjúkandi ráð,“ mælti Alain kaldhæðnislega. „Nei, það er ekki það. Ég hef peningana hand- bæra og veit ekki til hvers ég á að snúa mér. En það tekur sinn tima, og ég hef gengið þrjá mán- uði með. Aðgerðin er því víst talsvert hættuleg ■— -----og ég er frávita af hræðslu og kviða — — —“ „Jæja,--------" „Já, mér var að detta í hug hvort ég gæti ekki látið þetta ganga sinn eðlilega gang?“ Alain mældi hana augum án þess að gera nokkra tilraun til að leyna hæðni sinni og fyrirlitningu. „Eg óska þér til hamingju! Aldrei hefur mér kom- ið það til hugar, að þú værir haldin móðurþrá." ,.Það er ekki það, Alain.“ „Ég fæ ekki skilið slíka uppgjöf------skamm- astu þín ekki?" Hann bar viskýglasið að vörum sér. Francoise hafði beðið um bjór, en bragðaði ekki á honum. Þurrkaði sér um augun. L' nhver hafði lagt pening í sjálfsspilarann og A’a-'n raulaði viðlag dægurtextans. ..Illustaðu á mig telpa mín,“ tók hann enn til múls og var nú hlýlegri. „Hættu þessum skælum. Ef allar þær stúlkur hér á landi, sem láta eyða fóstri, biðu bana af því, væri lýðveldið fyrir löngu úr sögunni!“ „Þú skilur þetta ekki,“ kjökraði hún. „Nei, og hef ekki heldur minnstu löngun til Þess!“ Hann saup vænan teig. „Geturðu hugsað til þess að ala þessum heimi afkvæmi? Fellur þér svo vel við það líf, sem við verðum að lifa? Einskisvert strit án nokkurs fyrirheits! Að verða að velja á milli vændisins eða hjónabandsins, ef það verður stúlka, — eða falla í einhverri tilgangslausri nýlendustyrjöld, ef það verður drengur! Eða verða vetnissprengjunni að bráð! Athugaðu áætlunina-------------" „Ef maður gæti afgreitt málið þannig", mælti hún lágt og rökþrota. „Önnur málsatvik koma ekki til greina," svar- aði Alain rólega. „Ójá, — ég þekki undanbrögðin ■— -----ástaratlotin og allt það; látum það vera, það er gott ráð til að drepa tímann: Sama má segja um allt hitt, jasstónlistina, dansinn og önn- ur undanbrögð, eins og eiturlyf, áfengi og sjálfs- meðaumkun. Já, þetta er allt saman eins konar sælgæti, sem maður jóðlar til að stytta biðina. Segðu mér eitt, Francoise; hefurðu ekki oft ósk- að þess, að þú hefðir sloppið við það að neyðast til að taka þátt í þessum grímudansleik?" Hún hlustaði á hann; starði hálfluktum augum á froðuna ofan á bjórnum í glasinu. „Stundum skemmti ég mér sæmilega," stundi hún og brosti angurblítt. „Ojæja — ætli það sé ekki svipað og að horfa á lélega kvikmynd!" sagði Alain fyrirlitlega. „Hlé- in bezt! Og lokin----------“ ,.Hvað meinarðu?" „Þegar ljósin eru kveikt, og sýningartjaldið blas- ir við sjónum manns, autt og grátt. Þannig lít ég á dauðann, telpa mín!" „Trúir þú þá ef til vill á ódauðleika sálarinn- ar?“ „Hver — ég? Þú ert að gera að gamni þinu! Nei, tjaldið stendur autt og grátt. Sýningunni er endanlega lokið Það veit maður, og það er lika nokkurs virði. Ég á við, að það sé í raun og veru sigur. Að vita öllum leiðindum endanlega lokið." „Og þurfa ekki að jóðla á sælgætinu lengur?" J'rancoise reyndi að bregða á gaman. Alain „Sem betur fer---------“ „Það er vitanlega líka sjónarmið. ÞaB sjónar- mið, sem Gérarð kallar þrautalendingu vegvilltrar og gerspilltrar kynslóðar!" „Húrra! Hann virðist þá hafa heilbrigðar og hreinar skoðanir. Hverju svaraði hann eiginlega, þegar þú sagðir honum hinar mikilvægu fréttir?" „Engu. Barði höfðinu á mér við vegginn og gerði tilraun til að kyrkja mig, svo ég var öll blá og marin á hálsinum á eftir!“ „Varstu ekki skelfd?" „Nei, ekki hið minnsta. Ég gerði mér það ljóst, að þetta var tilraun hans til að flýja sinn eigin ótta. Að hann, hetjan og fluggarpurinn, var ekki annað en huglaus rola; viðbelgur, sem stungið hafi verið á! Ég reyndi ekki einu sinni að veita honum mótspyrnu — beið átekta, tók svo tösk- una mína og fór leiðar minnar!" „Og hagaðir þér síðan eins og heimsk og ráð- þrota gæs----------“ „Ég verð að játa það, að ég var reið. Áður en ég fór, þreif ég skæri og klippti öll bindi hans sundur; tók síðan lykilinn að íbúð hans með mér. Hann er dauðhræddur við innbrotsþjófa, svo ég geri ráð fyrir að honum sé ekki rótt!" Alain rak upp slíkan hlátur, að gestirnir hrukku við og litu um öxl til Þeirra. Hann hló þangað til tárin runnu niður vanga hans. „Þviiíkur skrípaleikur!" „Segðu mér eitt, Alain. Á ég að gangast undir þessa aðgerð?" „Get ekki ráðlagt þér neitt um það,“ tautaði Alain og varð nú alvarlegur aftur. „Hverjum og einum er vitanlega frjálst val, og ef þú vilt heldur ofurselja þig óhamingjunni, og þá einnig þessa litla barn, sem ekki hefur óskað þess að fæðast í þennan heim — þá þú um það. En sé nokkur töggur i þér, hikar þú hins vegar ekki við að tefla á tvær hættur. Hverju hefur þú að tapa? Br lífið svo dásamlegt? Okkar á milli sagt, þá----- Francoise saup á bjórnum. Starði siðan enn i froðuna. „Kannske hefði mig langað til að sjá hvernig. myndinni lýkur----------“ „Skál!“ „En hvað um sjálfan þig, Alain? Hversvegna ertu að halda í í lífið, fyrst þú telur það slíkt böl?“ spurði hún og leit skyndilega á hann. „Ég — ég var einmitt að rökræða þetta við Mic um daginn," svaraði hann. „Hún er gæs eins og þú---------— Ég er svo hræðilega latur, eins og þú veizt. Svo hræðilega latur, að mér finnst það ekki ómaksins vert að hafast neitt að. 1 rauninni er ég ekki annað en lík. Þó er ekki að vita nema ég taki rögg á mig einhvern daginn. . . . hugleiði það að minnsta kosti frá öllum hliðum. Kannski hef ég ekki fengið nægilegan leiða á sælgætinu, þrátt fyrir allt. Og svo veit ég það líka, að livikmyndasýningunni lýkur endanlega, fyrr eða síðar." Hann svipaðist um í salnum; virti fyrir sér pókerspilarana, sera sátu álútir og svipþungir yfir spilurn sínum; slompfulla náungana við skenkinn; ungl ngana, sem stóðu við sjálfspilarann-------- „Líttu bara á öll þessi úrþvætti!" sagði hann, og þó öllu fremur við sjálfan sig en Francoise. „Þú heldur ef til vill að ég fyrirlíti þau ekki eins og námsfólkið og skrifstofuþrælana, eða ég hafi meiri samúð með klíkum okkar en þeim? Þú hefur rangt fyrir þér. Ég gef ekki hnífinn minn þar á milli. Það var þýzkur heimspekingur, 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.