Vikan


Vikan - 27.04.1961, Blaðsíða 31

Vikan - 27.04.1961, Blaðsíða 31
Robert Fulton Gufuskipið Nokkuð löngu áður en James Watt frá Skotlandi fann upp gufuvélina, árið 1769, höfðu margir hugsuðir reynt að nota gufu til að knýja skip. Þó liðu fjórir áratugir frá því að gufuvél Watts varð til þar til fyrsta gufuskipið var notað til farþega- flutninga. Maðurinn, sem teikn- aði það var amerískur og hefur hann verið nefndur faðir gufuskipa- siglinga. Honum var margt til lista lagt, m. a. var hann byssusmiður, verkfrœðingur, andiitsmálari og uppfinningamaður. Robert Fulton fœddist i Pennsyl- vaníu, áratugi áður en Bandaríkin I urðu sjálfstætt land. Faðir hans var innflytjandi frá írlandi. Robert Fuiton var aðeins fjórtán I, ára, þegar hann fann upp vélaút- búnað til að knýja áfram skip með hjólum. Hann var innan við tvi- tugt, þegar hann fór til Evrópu, þar , sem hann bjó í tvo áratugi og hafði ofan af fyrir sér með því að mála. Á þessum árum fékk hann einka- leyfi í Bretlandi fyrir uppgraftar- vél og kerfi til að lyfta skipum frá einu vatnsborði upp á annað án þess að nota skipastiga. Hann var einnig vitni að því, er William Symington frá (Skotlandi heppnaðist að láta gufuknýja dráttarbát. Sjálfur smið- aði hann kafbát fyrir franska flot- ann og gerði tilraun með að sigla gufuskipi á Signu, en sú tilraun mis- heppnaðist. Loks sneri Fulton aftur til New York og tók þar aftur að fást við hugmyndina um gufuknúin skip. Skipasmíðastöð nokkur sá honurn fyrir skipi, sem var fjörutíu metr- ar að lengd og um sex metrar að breidd, með 160 smálesta burðar- þoli og risti tvo metra. Tvö hjól á báðum hliðum skipsins voru tengd vél, sem smiðuð var í Englandi hjá Bulton og Watt eftir fyrirmæl- um Fultons. í vélinni var hólkur, 61 sm. i þvermál og 1,2 m. löng dælubulla. Framlag Fultons var það, að hann reiknaði út verk það, sem vélin þyrfti að skila, kraft vatnshjólanna af mismunandi gerð og mótstöðu skipsskrokksins i vatn- inu. Svo var það loks, að Fulton til- kynnti, að reynsluför tilraunaskips síns, OLEÍRMONT, yrðji hinn 17. ágúst 1807. Fjöldi manns safnaðist saman á bökkum Hudsonfljóts í New York. Reyk lagði upp úr reyk- háfnum og skipið hreyfðist hægt áfram — en nam svo skyndilega staðar. Stundarkorn leið og Fulton kom vélinni aftur i gang. Og nú sigldi það 240 km. vegalengd upp eftir fljótinu til Albany á þrjátíu og tveimur klukkustundum. Fáum dögum síðar hófust reglubundnar farþegaferðir, og þá loks sáu hinir tortryggnustu meðal manna, að skip knúin gufu voru meira en draumur- inn einn saman. Nokkur mistök voru i uppdrætti Fultons að gufuskipinu, en þó tókst honum að sýna fram á, að vélar í sjóskip urðu að vera öflugri en menn höfðu áður gert ráð fyrir. Þetta afrek Fultons varð til þess, að aðrir hugvitsmenn lögðu i að smíða slík skip — fyrst fljótabáta og siðan gufuknúin hafskip. Og skipin stækk- uðu óðfluga. Árin 1847 var hleypt af stokkunum tveimur fyrstu haf- skipunum, sem smiðuð voru í Banda- ríkjunum til ferða yfir Atlantshaf, og höfðu þau tífalt burðarþol á við Glermont. Er tímar liðu, var farið að nota járn eða stál i skipsskrokk- ana i stað timburs, og á fimmta og sjötta tug aldarinnar leysti skrúfan OSTA- OG SMJÖR- SALAN SF SNOBRABRAUT 54 • SÍMIi 10020 henta bazt fyrir SILKI — RAYON NYLON - TERYLENE o( allan annan F í N 1» V O T T vatnshjólin af hólmi, nema á fljóta- bátrnn. Fulton lézt árið 1815, og enn liðu mörg ár, þar til gufuskip urðu sam- keppnisfær við seglskipin gömlu, bæði hvað snerti hraða og reksturs- kostnað. En aðalkostur gufuskip- anna voru reglubundnar ferðir ferðaáætlanir, sem hægt var að reiða sig á, og eftir þvi, sem þau stækkuðu, höfðu þau meira rúm fyrir vörur og farþega. Þegar komið var fram undir 1870, voru möstur svo að segja alveg horfin, og reikháfar komnir á skip um öll heimsins höf, og er ó- þarft að kynna þau frekar. 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.