Vikan


Vikan - 27.04.1961, Blaðsíða 4

Vikan - 27.04.1961, Blaðsíða 4
Þór Baldurs Þegar allt mistel r eru guðirnír að refsa fyrir misgjörðir 1 um bókina „Vængjaður Faraó“, lífið 4 YRIR nokkru barst mér f hendur bókin Vængjaður Faraó eftir Joan Grant. Ég hafði heyrt umsagnir margra þess efnis að bókin væri stórmerkileg frá sjón- armiSi Egyptalandsfræðinga og dulfræða. For- máli bókarinnar fjallar að nokkru um tildrög þess að rithöfundurinn Joan Grant hóf að leita endunninninga sinna og skrásetja þær. Athygl- isverðast þótti mér að lesa frásögn höfundar í formála af upphafi prófraunar þeirrar er hún þurfti að taka upp úr musterunum. Var ég að brjóta heilann um hvar i bókinni framhald þessarar frásagnar væri að finna, en svo und- arlega vildi til að þegar ég opna bókina til að leita í henni rekst ég einmitt á framhald þess- arar frásagnar 1 350 blaðsíðna bók. Ég get ekki orða bundizt hér um að lofa þýðanda bókar- innar fyrir frágang, sem er henni til hins mesta sóma og ber voxt um mikinn þroska, en það er frú Steinunn Briem, sem er öllum að góðu kunn. Vil ég færa hennar beztu þakkir mínar fyrir. Aðalinntak bókarinnar er kenningin um endurfæðinguna. Það er að segja að talið er að sálir manna klæðist nýjum og nýjum líköm- um eftir stutt eða löng tímabil, sein kölluð eru af flestum „dauði“. Lengd þessa tímabils virðist standa nokkuð i hlutfalli við þá tímalengd, sem maðurinn er að vinna úr þeirri reynslu, sem honum hlotnaðist í lifanda lifi. ETTA svefntímabil eða dauði getur stað- ið frá fáum árum upp i árþúsundir, en virðist ekki vera ákveðinn árafjöldi fyrir hvern mann. Ég hefi heyrt tilgátu um 120 ár fyrir sérhvern einstakling, en ég hefi aldrei getað fallizt á það. Hins vegar er enginn vafi á þvi að þessi tímalengd mótast mjög af trúarlegum skoðunum manna og einnig skoð- analegri afstöðu til lífsins. T. d. er talið að mjög miklir efnishyggjumenn, eins og til dæm- is kommúnistar eigi mjög erfitt með að átta sig á því að þeir hafi dáið, einnig margt heit- trúað kristið fólk, sem alltaf bíður eftir dóms- degi. Fólk, sem ferst skyndilega í slysum á einnig oft erfitt með að skilja að það sé dáið. Ástæðan til þessa mun vera sú að ástandið eftir dauðann er ekki ósvipað þeim myndum, sem ber fyrir augu okkar í daglegu lífi. Frú Joan Grant ræðir um margar jarðvistir, og virð- ist tilgangur þeirra vera sá að þróska manninn til einhvers ákveðins hlutverks í móður nátt- úru. En nú viljum við spyrja: Hvaðan komum við og hvert förum við og siðast en ekki sízt hver er tilgangurinn með þessu öllu saman? Ég hefi heyrt margar skýringar á fyrri spurning- unum tveimur, en enga fullnægjandi á hinni siðustu. Þ. e. a. s. fullnægjandi fyrir mig. Trúarlegir flokkar manna hafa mótað sér á- kveðnar skoðanir i þessum efnum og virðist mér boðskapur kristinnar kirkju vera sá að ef við trúum á Jesúm, sem frelsara vorn og lausnara frá syndum og breytum eftir boðorðum hans þá munum við fá að dveljast í andlegri sælu- vímu i návist drottins allsherjar og annarra góðra manna. Ég efast eklci um að þetta geti verið satt og rétt og muni rætast í fyllingu tím- ans fyrir þá sem trúa því nógu fastlega. Hin trúarbrögðin, þ. e. a. s. Múhameðstrú, Búdda- trú og Bramatrú leiða til ekki ósvipaðs skynj- unarástands. Ef þessu er nú þannig farið, verð- ur manni þá ekki enn á að spyrja: Hver er til- gangurinn? Virðist manni ekki harla lítill til- gangur að komast í einhverja andlega sæluvimu og dveljast þar um eilífð alla? Ég hefi lesið eftir heimspekingana okkar, þar á meðal Kant og Martinus, en ég get ekki séð, að þessir menn, { sem standa fremst Vesturlandabúa, hvað heim- spelci snertir, og sá síðarnefndi, sennilega á heimsmælikvarða, þegar Austurlönd eru talin með, svari spurningunni hver sé lilgangurinn 1 með þvi að „VERA TIL“. Ef til vill mun okkur vitrast þetta allt saman þegar við höfum bætt nokkrum hundruðum eða þúsundum jarðvista

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.