Vikan - 27.04.1961, Blaðsíða 5
cst og veldur
fyrra lífi, segir ÞórJfBaldurs í
tir dauðann, endurfæðingar og
vonbrigðum
þessari grein, sem fjallar
reynslu draumalífsins.
við þróunarför vora, en eins og stendur virðist
mannlegur skilningur ekki geta gert grein
fyrir lokatakmarki tilverunnar.
INN rauður þráður gengur gegnum öll
trúarbrögð og það er siðfræðin. í henni
er okkur boðið að hegða okkur gagnvart
öðrum eins og við óskum að aðrir komi
fram við okkur. Hér er ef til vill um að ræða
iykilinn að áframhaldandi þroska okkar og ef
við hegðum okkur vel gagnvart náunganum
geta áhrifin orðið okkur sem lyftistöng.
Það kemur fram í bókinni Vængjaður Faraó
að hægt sé að stíga út úr likamanum og ferð-
ast um lendur spegilmyndar jarðar óhindrað
á viljaaflinu einu saman. Mér skilst að drauma-
iífið sé í rauninni ekkert annað en endurminn-
ingar frá för okkar úr líkamanum um nætur.
Það hefur komið fram í ræðu og riti þeirra
sem fást við rannsóknir á draumlífinu að með
mælingum á starfi heilaaldna komi fram að
manneskjuna dreymi aðeins siðustu minúturnar
áður en hún vaknar. Ef við leggjum nú saman
tvo og tvo verður ekki annað séð en, það sem
kemur fram á mælitækjum sérfræðinganna, sé
því aðeins litið brot þess sem raunverulega á
sér stað fyrir utan líkamann og að heilafrum-
urnar starfi aðeins eftir að hinn andlegi likami
er stiginn niður í hinn jarðneska líkama sinn.
Það sem við munum og gengur undir nafninu
draumar er því aðeins það sem heilafrumurnar
hafa skrásett hjá sér eftir að sameining likam-
anna hefur átt sér stað. Það sem þar gerðist
á undan er hulið blæju minnisleysisins. Einnig
skilst mér á bókinni að mögulegt sé að þjálfa
þannig vitund sína og minni í draumheimi að
sambandið milli vitundar, vöku og svefns rofni
ekki. Hvort þetta er æskilegt, svona almennt,
er óvíst, ef tekið er tiliit til þeirrar ringulreiðar,
sem almennt ríkir nú i hugum fólks. Flestum
þykir nóg að vita af ringulreiðinni i vöku, þó
að hún fylgi þeim ekki einnig inn í svefninn.
INS VEGAR er ekki ógirnilegt mörgum
að öðlast vitund í svefni. Ástæðan til
þessa er sú að í svefni á sér ekki ó-
svipað stað og kemur fyrir vij5 dauð-
ann. Með öðrum orðum, maðurinn fær léttara
líkamsgervi, sem getur svifið um, með hraða
viljans eða hugans. Þetta kæmi sér sérlega vel
fyrir landamæragæzlu stórveldanna t. d. ef rétt
er það sem í bókinni stendur að Faraóarnir
liafi notað skyggnimeyjar til njósna og gæzlu
við landamærin. Kæmi þeim þá fátt á óvart.
Ég minnist þess nú þegar ég hugleiði þetta efni
að í tímariti, sem ég fékk fyrir einu eða tveim
Ef til vill lifum við í annari
tilveru í draumaheimi og draum-
urnn er endurminning um síð-
ustu mínúturnar áður en sálin
flutti í líkamann.
árum, var þess getið að Bandaríkjamenn þjálf-
uðu dulfræðinga úti á einhverri &yju, sem nefnd
var „White“ til verka, sem þeir köiluðu „astral
projections“, en hlutverk þeirra var ekki landa-
mæragæzla heldur njósnir i Rússlandi. Ekki
mun vera til nein sérstök þýðing á „astral
projection“, en starfssvið þessara manna var
á stjörnusviðinu eða þvi sviði, sem tekur við
eftir dauðann, en menn á því sviði skynja jarð-
sviðið. Ég hefi einnig heyrt því fleygt að Rúss-
Framhald á bls. 28.