Vikan - 27.04.1961, Blaðsíða 35
Lj ósmyndasýning.
Framhald af bls. 8.
þýðingu fyrir endanlegt útlit mynd-
arinnar. Þeir höfðu til dæmis eytt
öllum millitónum úr allmörgum
myndanna, svo að aðeins var hvítt
og svart eftir. Mynd af olíubrák í
fjöruborði, sem þannig er með-
höndluð, verður listrænt furðuverk,
sem unun er á að horfa.
Ljósmyndir sem þessar fara ein-
staklega vel með nútíma húsbúnaði
og innréttingum. Það er hægt að
stækka þær að vild, jafnvel svo að
myndin nái yfir heilan vegg. Með
því er hægt að ná áhrifum, sem
ekki eru hugsanleg með öðru móti.
Ljósmynd getur að visu aldrei kom-
ið í stað málverks, enda ekki til
þess ætlazt. Erlendis hefur ljós-
myndun löngu fengið virðulegan
sess meðal nútímalistar, en hér á
landi liafa ýmsir „alvarlegir lista-
menn“ þverkallazt. Það kann að
vera nokkur vorkunn, þar sem
frambærilegar ljósmyndir hafa
varla sézt á sýningu fyrr en nú. Það
getur varla verið neinum vafa und-
irorpiö um listrænt gildi hinna
beztu ijósmynda. Mismunurinn er
aöeins sá, að ljósmyndarinn hefur
kosið að vinna með myndavél og
stækkara í stað þess, að málarinn
vinnur með krít eða pensli. Báðir
eiga það sameiginlegt, að þeir taka
fyrirmyndir úr lífinu, umhverfinu
og náttúrunni og sveigja þær undir
listræn lögmál. Ég býzt við því, að
þeir, sem sáu sýningu fjórmenning-
anna, muni á einu máli um það, að
ljósmyndir geti verið hlutgeng list.
G.
Salt á snjónum.
Framhald af bls. 6.
verið komnir á fætur? Ef þeir finna
inig hér, drepa þeir mig! Kannski
eru þeir komnir til að taka mig af
lífi! veinaði hann og horfði æðislega
í kringum sig. — Eina von mín er
að komast undan í myrkrinu, hvisl-
aði liann rámur og slökkti á olíu-
lampanum. Hljóðlaust, eins og kött-
ur, læddist hann út um dyrnar.
— Ég vona til guðs, að þeir nái
lionum ekki, hugsaði Lena með
sjálfri sér. Það er sama hversu ó-
geöslegur hann er, það væri hræði-
legt að verða til þess, að einhver
væri tekinn af lífi.
Henni létti, þegar hún heyrði bil-
inn aka af stað og fara með ofsa-
hraða eftir ósléttum snjóbreiöunum.
— Hann ekur i suöurátt, hugsaði
liún. — Vonandi stanzar hann ekki
fyrr en hann kemur til Texas.
En hverjir sem þetta höfðu verið,
sem komu hlaupandi niður að hús-
inu áðan, þá stóðu þeir líka kyrrir
og hlustuðu á vélarhljóðið. Lena
gat beinlínis heyrt, hvernig þeir
hlustuðu. Hvers vegna stóðu þeir
þarna, í stað þess að koma inn? Þeir
höfðu enga tilraun gert til að ná
i Rusty. Var það kannski ekki hann.
sem þeir ætluðu að ná i? Var það
hún, sem þeir ætluöu að ráðast á?
Var hún sloppin úr einni hættu,
aðeins til að mæta annarri, miklu
verri? Það var eitthvað undarlega
óraunverulegt yfir þessu öllu.
— Brátt uppgötva ég, að þetta
er illur draumur, hugsaði hún von-
góð. Svo vakna ég blaut af svita, en
hamingjusöm, þvi þá er þessu lok-
ið. Siðan kemur Ken heim og ég
mun aldrei verða ein heima framar.
Því þetta var síðasta árið, sem
Ken ætlaði að vinna við boranir.
Honum hafði tekizt að spara saman
til að geta haldið áfram verkfræði-
námi sinu. Ef Lena ynni svo á slcrif-
stofu, mundu þau vel geta lifað.
Þegar ekki heyrðist lengur í bíln-
um, heyrðist undarlegt krafs og
spark fyrir utan, eins og fjöldi
manns stappaði óþolinmóður niður
fótunuin.
— Nú missi ég bráðum vitið,
kveinaði Lena og stóð eins og negld
við gólfið i myrkrinu og ríghélt sér
í stólbakið. Hendur hennar voru
rennblautar af svita. Allt i einu var
oliutununni velt um úti og það olli
auðheyrilega töluverðum óróa, og
þeir heyrðust krafsa og rymja fyrir
utan. — Manneskjur rymja ekki, svo
þetta hlutu að vera dýr! Lena vakn-
aði úr mókinu og þaut út að glugg-
anum og gægðist varlega út á milli
gluggatjaldanna. Það var ekki
skuggsýnna en svo, að hún gat séð
risastóra, brúna skrokka, líklega tiu
eða tólf stykki.
— Vísundar! hákallaði hún og
varð dauðbilt við að heyra sina
eigin rödd. Þarna gengu þeir frið-
samlega um og sleiktu saltið henn-
ar. Það var þetta einkennilega hljóð,
sem hún hafði heyrt.
— Ó, þessar yndislegu skepnur!
Hún varð svo fegin, að hún fór að
gráta. Nú gat hún ekki skilið, að
sér hefði einu sinni þótt það svo
voðalegt, þegar liún heyrði um unga
konu, sem hafði orðið að flýja úr
húsinu sínu, i náttkjólnum einum
saman, vegna þess að visundaflokk-
ar hafði í ákefð sinni við að sleikja
salt af tröppunum hjá henni nærri
verið búinn að velta um húsinu.
— En ég hefði sjálfsagt lika verið
að deyja af hræðslu við þessi stóru
villidýr hér alveg við húsið, ef þau
hefðu ekki bjargað mér. Því ef ég
ætti að velja á milli Rusty og vis-
undahóps, mundi ég hiklaust velja
þá síðastnefndu, hugsaði hún bros-
andi og þurrkaði sér um augun.
Hún stóð við gluggann og horfði
með lotningu á þessi stóru dýr, sem
sleiktu af ákefð hvert einasta salt-
korn, meðan norðurljósin blikuðu
á himninum. Þegar ekkert var eftir
af saltinu, löbbuðu vísundarnir ró-
lega burt, án þess að hafa hugmynd
um hvaða sorgarleik þeir höfðu
komið í veg fyrir, en Lenu fannst,
að hefði gerzt kraftaverk.
ÍiiÍÍÍiÍÍÍÍiÍÍHiiÍii.iiiiÍÍiÍiiiiÍiiÍ-ÍiÍiÍi
heimilistækin hafa staðist
dóm reynslunnar
eru nýtízkuleg
létta hússtörfin
i ) j 0
.
H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI
t i i ,
ÍÍÍSkHSrU
VIKAN. 35