Vikan - 18.05.1961, Blaðsíða 4
jSmásaga eftir Oddtujju jSígurðardóttur
Það er ég sjálfur. Ég er
nýkvæntur.
Þeir láta mig ekki I friði
í símavinnunni. Það er eins
og enginn hafi gift sig fyrr
á þessari öld. Þó að talið
snúist um veðráttuna,
stjórnmálin eða himintungl-
in, berst það að lokum að
giftingu minni.
Eftir þvi, sem ég kemst
næst, er tetta gert í kurt-
eisiskyni við mig til að láta
í Ijós ánægju með fyrirtæk-
ið. Svo glámskyggnir eru
þeir, að þeir sjá ekki, að
mér er þetta kvöl. Svo ein-
faldir eru þeir, að þeir
halda, að ég sé drjúgmont-
inn af giftingunni.
Stundum tala þeir bara
um giftingar almennt:
trúlofunarhringa, lýsing-
ar, leyfisbréf, kirkjuiegar
hjónavígslur og veraldleg
hjónabönd, — en alltaf um
hjónabönd!
Þá verður mér að hugsa
hlýlega til beggja þessara
embættismanna, prests og
sýslumanns. Hvorugur
þeirra hefur neytt mig til
neins. Þeir láta fólk af-
skiptalaus, þar til þeim er
gert viðvart. Þá framkvæma
þeir verk sitt hlutlausir og
fara að öllu með gát.
Það var annar, sem kom
mér í klípuna.
Ef til vill gizka einhverj-
ir vina minna á sannleik-
ann. Þá munu þeir segja
sín á milli: „Greyið, hann
ætlaði sér þetta aldrei.“
Ég er þeim þakklátur
fyrir að vorkenna mér og
kalla mig grey. En hvaða
hugmynd hafa þeir um líð-
an mína? Ég vildi, að ég
hefði frekar misst heilsuna.
Ég hefði frekar viljað lenda
tímakorn í tugthúsið. Ég
held, að ég vildi gefa aðra
höndina til þess, að þetta
væri óskeð.
Öfgar! mundi einhver
segja í styttingi. E'n þetta
eru engar öfgar. Ungum
manni er sárt um framtíð
sína. Áður fyrr beið fram-
tíðin mín bak við lokaðar
dyr, sem ég gat opnað. Þá
liðu allir dagar í eftirvænt-
ingu. Þeim dyrum verður
aldrei framar upp lokið. Ég
braut lykilinn í skránni.
Hann, sem réð gjörðum
mínum, glottir og tekur
enga eftirþanka gilda.
1 bernsku minni las ég
fornsögurnar og undraðist
vald feðranna yfir fulitíða
börnum sínum. Piltarnir og
stúlkurnar voru hneppt í
hjónaband og ekki spurð um
eigin vilja, fremur en bú-
féð, sem alið er upp til
fjölgunar. Og ég hrósaði
happi yfir þvi að vera fædd-
ur á öld frjálsra manna.
Slíkt skilur hvert barn.
Æ, hvers vegna var þetta
dólgslega feðravald kveðið
I kútinn? Mér hefði hentað
það bezt. Faðir minn hefði
að vísu ekki leyft mér að
eiga Berglaugu í Nesi, því
að hún er fátæk og heilsu-
veil. En þeir Stefán á Bakka
hefðu samið um að gifta
okkur Hallfríði. Ég held, að
Hallfríði sé hlýtt til mín.
Hún er góð og vönduð
stúlka, skynsöm og vinnu-
gefin. Ég hef aldrei litið
hana hýru auga. En hvílík
gæfa hefði það verið að
mega umgangast hana langa
ævi, _svona góðlynda, svona
vand’aða til orðs og æðis!
Æ, já, ég veit, að nán-
ustu kunningjar mínir
segja: „Greyið, hann ætlaði
sér þetta aldrei." En skilja
þeir, hvílik hörmung það er,
Þegar ungur maður starir
með hrolli og ógeði fram á
ókomna ævi?
En hann, sem bruggaði
mér þessi ráð, spígsporar
með hundakæti meðal að-
dáenda sinna. Þá velgir
ekki við honum. Aðrir verða
að standa reikningsskap
gerða sinna. Og reynist þeir
sekir um vélráð, trúir þeim
enginn framar. En hann má
teyma vini sína á eyrunum.
Þeir flaðra upp um hann
samt.
Ég tel á _ fingrpp , ^mér
mánuðina og: vikurríar, síð-
an ég var frjáls, ungur mað-
ur. Ég tilbað í,‘hugáÁuró.
konumynd, sem var víst
helzt til dýrleg, en liktist
þó mest Berglaugu í Nesi.
Svei! Svei! Sleppum allri
skrúðmælgi! Ég kom þétt-
kenndur á ballið. Ökunnug
stelpukind með svartan
ennistopp og þrívafða háls-
festi sat galandi uppi á
borði og dinglaði löppunum.
Vitsmunir mínir voru í
þvílíkum lamasessi, að mér
þótti hún afbragð annarra
kvenna og hamingjan holdi
klædd, — fallegri en Berg-
laug min. Mig langaði ti)
að steinrota alla, sem voru
að snúast i kringum hana.
Þeir höfðu líka sopið á,
greyin, og höfðu sama
smekk og ég.
Ég hitti hana á tveimur
dansleikjum og á útisam-
komu. Upp úr þvi fór ég að
hugsa um að draga mig í
hlé, þó að það væri ekki
stórmannlegt. Margur hef-
ur eignazt erfingja í óskil-
urn, hugsaði ég með mér.
En við nánari athugun
minntist ég þess, að ég
hafði alltaf talað við stúlk-
una eins og mér „væri al-
vara“, svo að henni var
vorkunn. Enda hafði mér
verið bláköld alvara, —
þegar ég var fullur.
„Greind kona er engin
trygging fyrir góðu hjóna-
bandi,“ sagði ég við sjálfan
mig. Og hefði það nú ekki
verið • annað en vitsmun-
irnir!
Ég var að heita mátti
kominn upp að altarinu,
þegar mér var orðið það
hálft í hvoru ljóst, hverju
ég var ,að giftast. Næstu
dagar eftir brúðkaupið
kenndu mér það, sem á
vantaði: Hún er heimsk,
montin og illkvittin, einkum
við kvenfólk. Hún er löt og
eigingjörn. Hún er lundleið.
Allsgáður maður heíði séð
eitthvað af þessu langar
leiðir. Hann hefði ekki litið
við henni, þó að hún dinglaði
löppunum fram af borði og
galaði: „Ég vildi ég væri
hænuhanagrey."
Bakkus sæll, þú stefni-
vargur mannhatara, snúðu
þér við, og gefðu húsbænd-
um þínum rauðan belg fyr-
ir gráan. Þín er getið með
berum orðum víða i forn-
sögunum, þar sem ráðin
voru hin illu ráðin. En ná-
vist þín er oft augljós, þó
að þín sé ekki getið. Þú ert
ekki alltaf nefndur, þar sem
„óhappamenn" og „ofstopa-
menn“ frömdu ástæðulaus
fólskuverk. Þín er ekki
heldur alls staðar getið, þar
sem „göfugir" menn þutu
saman eins og ólmir hundar
út af hégóma. Þú ert ekki
nefndur, þar sem blóðugt
mannfall varð á Þórsnes-
þingi út af því, hvar menn
v .ættn.að ganga. .ör.na, sinna.
En' þár er mér úlfs vön, sem
ég. eyrun sé. (
'Yitri'r,- inénn leggja.'höfuð
sín í bleyti til að rekja „sál-
rænar" orsakir slíkra at-
burða. En þeim sést yfir
augljósa ástæðu: Mennirn-
ir voru svínfullir.
Hver veit nema andlát
kappanna hafi stundum
staðið i sambandi við guða-
veigarnar. Mér dettur þetta
nú bara í hug vegna þess,
að annáll segir frá höfuðs-
manni nokkrum, lítt vinsæl-
um, sem þeysti ölvaður á
björtum degi niður í safn-
þró og lauk þar með emb-
ættisferli sínum. Menn
veiddu hann upp og grófu
hann í kórnum, framan við
altarið.
Ég er ekki að gefa í skyn,
að saga geti myndazt um
það, hvernig mannaumingi
eins og ég geispar golunni.
Hver veit þó? Nógu er ég
slysinn.
Mikil er ráðsmennska Þín,
Bakkus, forni fjandi. 1
eymd minni vex mér vald
þitt I augum: Þegar ég sé
höfuðpaura þessarar tröll-
riðnu jarðar þeysa niður í
eitthvert ósómafenið, þá
verður mér að spyrja, hvort
þú hafir ekki ráðið ferðinni.
Trúað gæti ég því, að þú
kæmir þar við sögu eins og
einhver óheillanykur, sem
álpast á öfugum hófunum
beint á kolsvarta kaf.
Hvað á ég að halda, fyrst
þú gazt ráðið giftingunni,
sem ég ætlaði að ráða
sjálfur?
Og nú æpa þeir, fifl-
in: „Jónmundur brúðgumi!
Jónmundur brúðgumi! Kaff-
ið er heitt.“ +
Mænuveiki er mikill vágestur, sem
oft hefur gerzt níðhöggur hér á íslandi.
En þeir tímar eru vonandi liðnir, aö
lömunarveikisfaraldur eigi eftir að
lierja á okkur, og það eigum við Banda-
ríkjamanninum Dr. Salk að þalcka meir
en öðrum mönnum. Hann varð fyrstur
lil að finna upp hóluefni við mænu-
veiki og skipaði sér þá samstundis í
raðir meiriháttar velgjörðamanna
mannkynsins, við liliðina á Pasteur og
fleirum shkum. Ekki eru nema nokkur
ár liðin siðan prófunum lauk á bólu
efni við mænuveiki og framleiðsla
þess gat hafizt. En verkanir þess hafa
verið skjótar og víðfeðmar, enda hafa
heilbrigðisyfirvöld hvarvetna um heim
lagt á það mikla áherzlu frá upphafi,
að sem flestir væru hólusettir, og til
þeirra framkvæmda hefur verið veitt
óhemjufé í hinum ýmsu löndum, eink
um á fyrstu dögum bólusetningarlyfs
ins, sem þá var of dýrt til að allur
almenningur ætti hægt með að notfæra
sér það. En það var aldrei látið standa f
í vegi fyrir almennri notkun þess.
Hér á íslandi var lyfinu tekið tveim
höndum af heilbrigðisyfirvöldum, sem .
óliætt er að segja um að séu vel vakandi
í þessum efnum. Undirtektir almenn-
ings voru þó ekki eins góðar og ætla
mætti og nokkur tregða á þvi að fólk
léti bólusetja sig. Mest er hættan á
sýkingu fram að fertugsaldri, og börn
og unglingar eru næmust fyrir veikinni.
Því var í uppliafi brugðið á það ráð
að lief ja skipulagða bólusetningu í skól-
um og nú er svo komið, að um tuttugu
þúsund manns hafa verið bólusett til
fullnustu hér í Reykjavík, eða í fjögur
skipti hver aðili.
Þetta hefur haft það í för með sér,
að lömunarveikisfaraldur hefur ekki
lierjað hér síðan 1955. Að vísu skjóta
einstök tilfelli upp kollinum, en þau
4 VIKAN